Fréttir

Nýtt "verkfæri" komið í hús!

Við höfum alltaf lagt metnað í að að þróa nýjar lausnir og spennandi verkfæri fyrir fræðsluna hjá okkur og nú er fjórði „verkfæra“ kassinn kominn í seríuna.

Nýr liðsmaður Profectus

Við erum stolt af því að kynna til leiks nýjasta liðsmann okkar, Kolbrúnu Magnúsdóttur, markþjálfa, fræðslu- og mannauðsstjóra. Við fögnum því að fá hana til liðs með okkur og erum spennt að hefja þessa vegferð með henni að fullum krafti - og í sameiningu munum við gera gott – örlítið betur!

Fullkomið kennslukerfi með meira en 100 kennslumyndböndum

Síðan í desember 2019 höfum við unnið markvisst að því að hanna kennslukerfi á vefnum til að styðja betur við alla þá sem sækja námskeið hjá okkur. Við settum markið hátt!

Nú bjóðum við einnig upp á Markþjálfanám í fjarnámi

Breyttir tímar kalla á breyttar áherslur. Þess vegna höfum við hjá Profectus unnið hörðum höndum að því að bjóða upp á allt okkar efni í fjarnámi. Fyrsta verkefnið var að bjóða upp á Markþjálfanámið okkar í fjarnámi og þegar fram líða stundir mun öll okkar fræðsla verða aðgengileg í fjarnámi einnig. Fjarnámið er 66 klst. að lengd, 6 tímum lengra en staðarnámið og eins og í staðarnámið takmarkast fjöldi við 12 nemendur til að tryggja það að hvern nemandi fái þá athygli sem þarf. Kennt er einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl. 17-21 frá 21. október til 12. desember.

TELL-A-VISION with Jim Ridge

Tell-A-Vision is a one-day training where you learn how to step back and recalibrate your why´s and how´s of your communication strategy. Results are not driven by doing more of the same. Having a clear vision is a good beginning but communicating your vision in a way everyone understands “The Bigger Picture” is a skill that helps you to get people energized and emotionally invested.

Valinn sem einn af áhrifaríkustu markþjálfum í heimi!

Ingvar Jónsson er nú kominn frá Indlandi þar sem hann tók á móti viðurkenningu fyrir að vera í hópi 101 Global Coaching Leaders.

Ny bók „Hver ertu og hvað viltu?"

Hver ertu og hvað viltu? eftir Ingvar Jónsson er einstæð bók sem hjálpar þér að finna hugrekki til að standa með sjálfri/um þér. Taktu stefnuna þangað sem þú vilt fara – hvað sem öðrum kann að finnast um það!

Markþjálfanám Profectus í útrás

Eftirspurn eftir markþjálfun er sífellt að aukast og þörfin fyrir vottaða markþjálfa hefur aldrei verið meiri. Þess vegna höfum við hjá Profectus ákveðið að bjóða upp á Markþjálfanámið okkar um land allt í haust, í Reykjavík, á Akureyri, á Egisltöðum og á Ísafirði. Einnig höfum við stofnað félag í Bretlandi og komum til með að opna útibú í London „Profectus Coaching House ltd.“ frá og með janúar 2020.

Markþjálfun hjálpar fólki að vakna til lífs síns!

Að vakna til lífs síns er að taka meðvitaða ábyrgð á eigin uppskeru. Kannski lesa litlu gulu hænuna aftur til að minna þig á það er enginn að fara að gera hlutina fyrir þig og að stundum þarf að setja hagsmuni annara örlítið til hliðar og sjálfan sig framar í röðina.

Tilfinningar - bara ofan á brauð?

Ein af frumþörfum okkar er þörfin fyrir vöxt, að fylla betur út í okkur sjálf. Það á líka við um fyrirtæki. Fyrirtæki sem sjá vaxtarmöguleika sína í því að gera meira af því sama eru yfirleitt fljót að rekast upp í glerþak stöðnunar.