Nýtt námskeið „Blessuð sé minning OFURKONUNNAR!“

Ofurkonan
Ofurkonan

Til að skilja sjálfan sig betur er gott að vita hver maður er og hvernig maður hugsar. Þar kynnum við til sögunnar NBI-huggreiningar sem nýttar hafa verið í áratugi til að hjálpa fólki að horfast í augu við hvernig það er „að eðlisfari“.

Niðurstaða greiningarinnar er 8 bls. persónuleg skýrsla sem sýnir hvaða hughneigð þú hefur þróað í gegnum ævina.

  • Ef blá hugsun er ríkjandi hjá þér finnst þér tilfinningar ofmetnar og átakafælni er ekki að þvælast fyrir þér í samskiptum.
  • Ef þú ert ríkjandi græn þá er staðfesta og skipulag eitt af þínum forgangsmálum og mögulega saknar þú þeirra tíma þegar það var alltaf læri á sunnudögum?
  • Ef þú ert ríkjandi rauð þá gengur þú með hjartað á undan þér, kærleiksbangsi sem ekkert aumt mátt sjá … og varst líklega í skátunum þegar þú varst yngri.
  • Ef þú ert ríkjandi gul í hugsun má vera að aðrir sjái þig sem hvatvísa og skapandi – hugmyndahamstur og alltaf nóg að gera!

Þessar lýsingar eru til þess fallnar að gefa skemmtilega mynd af því sem leynist á bak við litina. Á námskeiðinu er farið dýpra í hlutina þar sem einnig er að finna alvarlegri tón.

Nánari upplýsingar er að finna hér!