Tilfinningar - bara ofan á brauð?

Tilfinningar spila stærra hlutverk en við áttum okkur á!
Tilfinningar spila stærra hlutverk en við áttum okkur á!

Við höfum alltaf haft það að leiðarljósi að stunda stöðuga naflaskoðun með hvernig við getum gert gott betur, að læra af reynslunni. 

Við höfum lært að það sem skilur oft á milli góðra og frammúrskarandi markþjálfa er tilfinningagreind þeirra og tilfinningalæsi. Þess vegna lögðumst við í vinnu við að leggja enn meiri áherslu á það í Markþjálfanáminu hjá okkur. Við höfum nú hannað og látið framleiða „Heila öskju af tilfinningum - 107 algengar tilfinningar“ sem við nýtum til kennslu og æfinga með það að leiðarljósi að hjálpa nemendum í markþjálfun að ná enn betri tökum aðferðafræðinni.

Við erum búin að nýta þetta með einum bekk og árangurinn var framar vonum. Það var samdóma álit nemenda að þarna væri verið að vinna með tilfinningar með þeim hætti að mun auðveldara væri að átta sig á merkingu þeirra og áhrifum í markþjálfasamtali. Staðreyndin er nefnilega sú að fyrstu viðbrögð okkar við flestu í lífinu eru tilfinningadrifin og það eru ekki nema 34% einstaklinga sem búa yfir það mikilli tilfinningagreind að þeir átti sig á merkingu þeirra tilfinninga sem þeir upplifa á þeim tímapunkti sem þeir upplifa hana. Þess vegna er svo mikilvægt að markþjálfar búi yfir getu til að ræða tilfinningar og hjálpa fólki að skilja betur sjálft sig.