- Markþjálfun og námskeið
- Markþjálfanám
- Nám og námskeið í fjarnámi
- Aðrar upplýsingar
- Fyrirtæki
- Annað
- Tölum saman
- Vefverslun
Karfan er tóm
Arnór Már Másson er okkar reyndasti markþjálfi með rúmlega 2500 klst. reynslu í einstaklingsmarkþjálfun. Hann hefur kennt markþjálfun frá árinu 2008 auk þess sem hann hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða.
Arnór Már Másson er BSc í sálfræði og vottaður PCC markþjálfi frá ICF. Hann hefur einnig PDE í frumkvöðlafræði. Arnór er einn þriggja höfunda bókarinnar Markþjálfun, vilji, vit og vissa sem kom út 2013.
Ásbjörn er ferskasti starfsmaðurinn okkar og sá sem tengir saman kynslóðirnar innan teymisins. Þó hann sé yngstur þá er hann fremstur meðal jafningja þegar kemur að færni og innsýn Y-kynslóðarinnar eða Gen-Z eins og hann kýs að kalla það.
Eva Karen er frábær viðbót við Profectus teymið og ein sú allra lausnamiðaðasta sem við höfum kynnst.
Auk þess að vera frábær markþjálfi hefur hún MBA-gráðu frá HR og lauk mastersnámi í Forystu og stjórnun af Viðskiptafræðibraut frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst 2016.
Hún er sérfróð á ýmsum sviðum og fátt sem hún ekki getur tekið að sér. Hún nýtur sín best í fræðslumálum og námskeiðin hennar hafa það orð á sér að það er aldrei dauður tími og athyglinni heldur hún í greipum sér allan tíman.
Guy Woods hefur lokið LLM International Law frá Nottingham-Trent University og BA (Hons) in Journalism & Visual Media frá Griffith College í Dublin. Auk þess er hann PCC-markþjálfi með ECPP (Ericson Certified Professional Coach).
Guy er búsettur í Dublin á Írlandi en starfar að ýmsum þróunarverkefnum hjá Profectus. Hann markþjálfar nánast eingöngu á SKYPE og eru viðksiptavinir hans staðsettir um víða veröld. Hann hefur haldið nokkrar vinnustofur hér á landi við frábæran orðstír.
Guy mun ganga til liðs við kennarateymi okkar í janúar 2020 og stýra uppbyggingu Profectus Coaching House LDT. í Bretlandi.
Alþjóða markaðsfræðingur - MBA - PCC-vottaður markþjálfi
Ingvar Jónsson er markaðs- og stjórnunarfræðingur, markþjálfi og rithöfundur. Hann hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 20 ár. Ingvar hefur skrifað nokkrar bækur um leiðtoga- og persónufærni síðustu ár – nú síðast bókina Sigraðu sjálfan þig – þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira.
Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur í gegnum tíðina þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri. Hann þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans.
Ingvar hefur einnig starfað sem skemmtikraftur og tónlistamaður í tæp 30 ár sem endur-speglast í léttri og skemmtilegri framsetningu hans á því efni og þekkingu sem hann miðlar.
Tengiliður og verkefnastjóri í Norður Ameríku
Kolbrún er reyndur markþjálfi og mannauðsstjóri og er með MS gráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ. Það eru ekki margir sem hafa eins mikinn metnað í að efla þekkingu og færni einstaklinga í bæði lífi og starfi því hún hefur sannanlega einlægan og brennandi áhuga á að sjá fólk vaxa og nýjar hugmyndir kvikna.
Hún hefur langa og víðtæka reynslu af fræðslu- og mannauðsmálum og hefur þróað og haldið fjölda námskeiða fyrir breiðan hóp, bæði fyrir kennslustofu og hinn stafræna heim. Kolbrún hefur leitt innleiðingu stafrænna fræðslukerfa og veitt stjórnendum ráðgjöf í mannauðstengdum verkefnum með það að markmiði að efla „mannauðsstjórann“ í hverjum stjórnanda. Einnig hefur hún síðustu ár haldið fjölmarga fyrirlestra og skrifað greinar og pistla um persónulegan og faglegan vöxt.
Markþjálfun, fræðsla og HR ráðgjöf eru hennar kjarnastyrkleikar og er hún alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir.
Kirstín er sérfræðingur í mannlegu eðli og vexti sjálfsmyndar. Hún er ekki þekkt fyrir að sykurhúða hlutina og er það einn af hennar styrkleikum, að tala um hlutina eins og þeir eru. Hún hefur hún sérþekkingu á ADHD og öðrum íþyngjandi frávikum. Kristín hefur unnið í 20 ár við að efla fólk í að nýta styrkleika sína, finna leiðtogan innra með sér og nýta hvað það hefur til góðra verka.
Kjörorð Kristínar er hámarksárangur.
Laufey hefur komið víða við á sínum starfsferli. Hún hefur víðtæka reynslu, allt frá hárgreiðslu, bókhalds- og skrifstofustörfum, vöruhönnun, frumkvöðlastarfsemi og nú sem starfandi markþjálfi. Sérsvið Laufeyjar er lífsþjálfun auk þess sem hún hefur haldið fyrirlestra um markþjálfun og hvað þarf til að ná og viðhalda árangri.
Krafturinn í þessari ungu konu endurspeglast meðal annars í því að fáir (ef einhverjir) hafa klárað ICF-vottun á skemmri tíma en hún. Hún er sönnun þess að hafi maður skýra sýn á hvað þú vilt og hvert þú vilt fara - þá er ekkert sem getur staðið í vegi fyrir þér á þeirri vegferð.
Matti Ósvald Stefánsson M.Th.- NLP Pr. er heilsuráðgjafi og vottaður PCC markþjálfi og hefur haldið mikinn fjölda fyrirlestra og námskeiða á undanförnum áratugum, þar sem hann miðlar reynslu sinni af þúsundum lífsstílsviðtala síðustu 20 ára.
Hann stundaði nám í International Professional School of Bodywork í USA frá 1988-1992 sem Massage Therapist og Holistic Health Practi-tioner með aukanámi frá Pacific School of Oriental Medicine. Hann hefur vottun frá The NLP Institute of Los Angeles og sem markþjálfi frá Evolvia á Íslandi.
Diddi er jarðbundinn og rólegur þó hann hafi lengi heft augun á stjörnunum. Hann venti sínu kvæði í kross og lagði stund á tungumálanám, hérlendis og í Þýskalandi. Hann getur því markþjálfað jafnt á íslensku, ensku og þýsku. Síðustu tuttugu árin hefur hann starfað sem kerfisstjóri og kennari og lét svo upprunalega drauminn rætast þegar hann lagði fyrir sig markþjálfun og gekk til liðs við kennarateymi Profectus, enda eintómar stjörnur þar.
Tegiliður og verkefnastjóri í Evrópu
Valdimar hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjaráðgjöf með áherslu á stefnumótun, mannauðsstjórnun, þjálfun og kennslu.
Hann er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðibraut Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið ICF vottuðu markþjálfunarnámi og er sérmenntaður í Áfalla og uppeldisfræðum Piu Mellody.
Hann lærði einnig markaðs- og útfluttningsfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Auglýsingatækni hjá NTV.
Kennari í Markþjálfanámi Profectus og sérfræðingur í teymisjálfun.