Viðtalsherbergi fyrir nemendur

Á Strandgötu 11 í Hafnarfirði erum við með viðtalsherbergi sem við hjá Profectus nýtum á daginn og leigjum núverandi og fyrrverandi nemendum okkar á kvöldin.

Viðtalsherbergi Profectus

Viðtalsherbergið er afskaplega notarlegt og sérstaklega sett upp til markþjálfasamtala. Það er með stórri töflu á vegg og minni töflu sem stendur á milli stólanna. Alltaf eru bæði Gildis- og Tilfinningaspjöld við hendina og einnig Bluetooth hátalari ef fólk kýs að hafa rólega tónlist og notarlega stemningu.

Þetta rými geta nemendur fest sér hálft eða heilt kvöld í viku eða um helgar (sjá töflu og verðskrá hér að neðan).

  • Hægt er að gera samning um leigu á herberginu einn mánuð (skammtímasamning) og allt að 12 mánuði (langtímasamning).
  • Leiga er greidd fyrirfram, í upphafi hvers mánðarðar fyrir komandi mánuð.
  • Báðum aðilum er heimilt að segja upp leigu með eins mánaðar fyrirvara og skal uppsögn miðast við mánaðarmót.
  • Sé viðtalsherbergið eingöngu leigt í einn mánuð í senn (skammtímasamning) hefur leigjandi ekki forgang næsta mánuð og má því eiga von á að rýmið sé leigt öðrum í millitíðinni.
  • Fyrstur kemur - fyrstur fær!

Viðtalsherbergi Profectus - Verð og tímar

Já takk! Ég vil gjarna nýta mér þessa þjónustu.

Smelltu hér ...

...til að panta og sjá hvaða tímar eru lausir.