Hulduheimsóknir

Algengasta ástæða þess að viðskiptavinir hætta viðskiptum við fyrirtæki og færa viðskipti sín annað er upplifun lélegrar þjónustu starfsfólks. 

Markmið hulduheimsókna Profectus er að mæla raunverulegt þjónustustig fyrirtækisins. Þessi aðferðafræði er skilvirk til að greina hvar rými er til framfara og til að stuðla að umbótum.

Hulduheimsókn varpar ljósi á raunverulega upplifun viðskiptavina og einnig hvort markmiðum fyrirtækis sé mætt með tilliti til lykilþátta eins og þjónustu, viðmóts starfsmanna, afgreiðsluhraða og umhverfis. Niðurstöður hulduheimsókna veita upplýsingar um hvar styrkleikar liggja og hvernig hægt er nýta betur tækifæri til úrbóta. 

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar við að setja upp skilvirk ferli, og fylgja þeim eftir þannig að niðurstöður nýtist sem best, bæði fyrir viðskiptavini, stjórnendur og starfsfólk.