Framhaldsnám í markþjálfun (PCC)

Langar þig að taka markþjálfann ALLA LEIÐ?

Framhaldsnám í markþjálfun hjá Profectus er fyrir þá sem hafa lokið við a.m.k. 60 klst. ICF-vottuðu grunnnámi í markþjálfun frá ICF-vottuðum fræðsluaðila (Profectus, HR eða Evolvia) og hafa markþjálfað a.m.k. 50 klst. við upphaf náms. 

Námið er fullnægjandi undirbúningur fyrir bæði ACC og PCC vottum. Kennarar í náminu hafa allir PCC vottun frá ICF.

Framhaldsnámið hjá okkur var kennt í fyrsta skipti haustið 2018. Þá var búið að leggja mikla vinnu í undirbúning og þarfagreiningu. Við gerðum viðamikla rannsókn á því sem er gerast í markþjálfun í heiminum í dag með sérstakri áherslu á hvernig eftirspurn hefur verið að þróast bæði á einstaklings og fyrirtækjamarkaðnum. Þar kom í ljós að fyrirtæki eru að kalla eftir teymisþjálfun í mun meira mæli en áður auk þess sem við ákváðum að taka þá stefnu að kenna nemendum hvernig hægt er að markþjálfa af meiri festu án þess að það bitni á þeim stuðning sem markþegar eru að fá frá markþjálfanum. 

Námið er krefjandi ferðalag þar sem stöðugt er unnið að framförum og þroska nemenda. Nemendum er skipt upp í teymi og kynnast með því út á hvað teymisþjálfun gengur á egin skinni. Þar fá nemendur einnig stuðning samnemenda á meðan náminu stendur, aðhald til að halda sér við efnið og efla þrautseigju sína jafnt og þétt.

Eftir námið hefur þú:

 • Öðlast djúpan skilning og meiri færni í að beira öllum 11 hæfnisþáttum ICF
 • Lært fjölmargar nýjar og skilvirkari aðferðir til að hjálpa markþegum þínum að ná meiri árangri
 • Öðlast hugrekki til að markþjálfa beint að kjarna (ZOUD)
 • Öðlast dýpri skilning á ýmsum birtingamyndum meðvirkni sem standa í vegi fyrir framförum og árangri
 • Fengið þekkingu og reynslu í teymisþjálfun frá reyndum teymisþjálfara
 • Fengið þá 10 mentormarkþjálfunartíma sem þarf fyrir ACC og PCC vottun
 • Fengið a.m.k. fjórar skriflegar endurgjafir á þína markþjálfun frá PCC-vottuðum markþjálfa
 • Lokið þeim 125 ACTP tímum (Accredited Coach Training Program) tímum sem þarf til að sækja um ACC og PCC vottun hjá International Coaching Federation
 • Lokið þeim 100 markþjálfunartímum sem þarf til að sækja um vottun hjá ICF.

Kennslan og allar skyggnur eru á íslensku en námsefnið er að öðru leyti mestmegnis á ensku. 

Dagsetningar kennslu: Fyrri lota: fim. 13., fös. 14. og lau. 15. febrúar 2020. Seinni lota: fim. 26., fös. 27. og lau. 28. mars 2020

Tími: Kennt er frá 8:30 - 17:00 alla dagana

Menntormarkþjálfun: hefst í lok febrúar 2020 og lýkur í maí 2020 

Útskrift: Maí 2020

Fjöldi: Að hámarki eru teknir 12 þátttakendur á námskeiðið

Staðsetning: Kennt er á Hótel Kríunesi við Elliðavatn.

Greiðslur námskeiðagjalda

Eftir að skráning hefur borist okkur eru stofnaðar tvær kröfur í heimabanka, ein upp á 50.000,- sem er staðfestingargjald. Þegar það er greitt hefur nemandi tryggt sæti sitt í náminu. Staðfestingargjald er óafturkræft. Seinni krafan er fyrir eftirstöðvum með eindaga tveimur vikum áður en námið byrjar. 

Athygli er vakin á að nemandi sem hættir við þátttöku innan tveggja vikna hefur hvorki rétt til endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi né staðfestingargjaldi.

Ef nemandi þarf að hætta við nám innan tveggja vikna eða eftir að nám er hafið, vegna óviðráðanlegra orsaka (til dæmis veikinda eða slyss), getur hann skráð sig í sambærilegt nám innan tveggja ára, sér að kostnaðarlausu. Það þarf að gerast í samráði við okkur og gildir einungis ef ekki er fullbókað á viðkomandi námskeið við upphaf þess. 

Greiðslumöguleikar

Ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 14. dögum fyrir upphaf námskeiðs.

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka Profectus: 0545 - 26 - 452. Kt: 410304-3760.

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á info@profectus.is 

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða. Allur kostnaður við lántöku bætist við námsgjöld.

4. Netgíró https://www.netgiro.is/ til allt að 24 mánaða.

Verð: 448.000 kr.

Innifalið í námskeiði

 • Bókin Challenging Coaching (John Blakey og Ian Day)
 • Bókin The Complete Handbook of Coaching (Elaine Cox, Tatiana Bachkirova og David Clutterbuck)
 • 10 menntormarkþjálfunar tímar frá PCC-vottuðum markþjálfa
 • 4 skriflegar endurgjafir á eigin markþjálfun
 • Vinnubók og annað ítarefni
 • Veitingar á meðan námskeiðadögum stendur, kaffi, meðlæti og hádegisverðir.

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

 • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC og NBI-Master trainer
 • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“ og „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“

 

Örn Haraldsson

 • Örn Haraldsson - PCC-Markþjálfi og teymisþjálfari hjá Kolibri

 

Arnór Már Másson

 • Arnór Már Másson - PCC-markþjálfi
 • Einn af höfundum bókarinnar „Markþjálfun - vilji, vit og vissa“
Lengd: 65 klst

Næstu námskeið