ICF vottað Markþjálfanám (ACC)

Alþjóðlega vottað Markþjálfanám

- fyrir þá sem vilja læra að hjálpa öðrum að sigra sjálfan!

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir Markþjálfa eins og nú. Einhvern sem getur liðsinnt öðrum í að ná áttum, hjálpað þeim að finna tækifæri þar sem hindranir virðast allt um kring og finna jákvæðni í eigin huga þegar bölsýnin hefur verið í sviðsljósinu svona lengi. Það sem bíður margra er ný heimsmynd þar sem margir munu þurfa aðstoð við að finna nýja stefnu og forgangsraða mörgu upp á nýtt.

Í Markþjálfanámi öðlast nemendur skýrari sýn á sjálfan sig og lærir að skilja og virða þau öfl sem ráða því hvaða ákvarðanir við tökum eða skortir hugrekki í að taka. Markþjálfinn lærir að færni hans í hlutverkinu snýst ekki um hvað hann kann eða hvað hann gerir heldur í því hver hann er.

Markþjálfunarnám Profectus er bæði hagnýtt og þroskandi nám bæði fyrir þá sem vilja nýta sér markþjálfun í starfi sínu og þá sem hyggja á alþjóðlega vottun sem sjálfstætt starfandi markþjálfar. Námið er haldgóð viðbót við alla þá menntun og/eða reynslu sem þú hefur. Markþjálfun er ein áhrifaríkasta leiðin sem um getur til að skapa meiri vöxt og til að auka árangur. Lykilhlutverk markþjálfa er að vera ávalt og í senn styðjandi og áskorandi við að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og ganga í gegnum breytingar.

ATH - VEGNA COVID (uppfært 14. okt.)

Þrátt fyrir hertar aðgerðir vegna COVID komum við til með að halda okkar striki með námið, enda hóparnir okkar talsvert innan þeirra marka. Salirnir sem við kennum í eru stórir þannig að við getum auðveldlega haft 2 metra á milli allra nemenda og að auki erum við bæði með grímur og spritt á staðnum. Við ætlumst til þess að nemendur séu með hanska (sem við útvegum) þegar þeir eru á ferðinni um hótelið þannig að smit berist ekki með snertingum. Í æfingum leggjum við einnig ríka áherslu á að fjarlægðarmörk séu alltaf virt. Það er auðvelt í framkvæmd þar sem við höfum hótelið nánast útaf fyrir okkur og mikið að rýmum og setustofum þar sem við getum verið með gott rými á milli okkar. 

Salerni, hurðarhúnar og aðrir almennir snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega meðan á náminu stendur og allir starfsmenn eru mjög meðvitaðir um ástandið og nota bæði hanska og grímur til að minnka áhættuna í alla staði. Í matsalnum sitja allir við sitt borð og fá matinn borinn á borð. Við væntum þess að hver og einn sé í vitund með að passa vel upp á sig af virðingu við alla sem eru í náminu og bæði við og starfsmenn hótelsins tökum ábyrgð okkar alvarlega og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að aðstæðurnar séu eins og best er á kosið. 

Markþjálfanám á haustönn 2020:

 • Í Reykjavík: Hótel Kríunes við Elliðavatn (FULLBÓKAÐ)
  17.-20. september og 29. október til 1. nóvember. 
 • Í Reykjavík: Hótel Kríunes við Elliðavatn (FULLBÓKAÐ)
  15.-18. október og 26.-29. nóvember.
  - kennt er frá 8:30-16:00 alla átta dagana.

Markþjálfanám á vorönn 2021:

Í Reykjavík: Hótel Kríunes við Elliðavatn (Opnað verður fyrir skráningu 15. október)

 • 7.-10. janúar og 25.-28. febrúar
  - kennt er frá 8:30-16:00 alla átta dagana.
 • 18.-21. febrúar og 8.-11. apríl.
  - kennt er frá 8:30-16:00 alla átta dagana.

Innifalið í verði námskeiðsins auk námsefnis eru allar veitingar -- kaffi, ferskir ávextir, bakkelsi og tvíréttaður hádegisverður alla dagana.

Námið er byggt á víðtækri reynslu og þekkingu

Það sem gerir markþjáfanámið eins áhrifaríkt og raun ber vitni er að í náminu ferð þú einnig í gegnum það sjálfskoðunar- og breytingaferli sem þú lærir að leiða aðra í gegnum. Síðustu 5 ár höfum við hjá Profectus útskrifað á annað hundrað markþjálfa hér á Íslandi, í Suður Afríku og á Írlandi. Auk þess hafa stjórnendur margra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis tekið leiðtoganámskeið Profectus „Leiðtoginn sem markþjálfi“ (e. Leader as a Coach) sem byggir að miklu leiti á lykilþáttum markþjálfunar. Það námskeið byggir nær alfarið á bókinni „The Whole Brain Leader“ sem Profectus gaf út 2015 og vinnubókinni "Coaching - Bringing out the best" eftir yfirkennara námsins, Ingvar Jónsson.

Ingvar hefur skrifað fleiri bækur sem tengjast markþjálfun. Árið 2018 gaf Mál og Menning út bókina Sigraðu sjálfan þig sem þýdd hefur verið yfir á ensku og ber nafnið Discover Your Inner Viking. Þann 4. janúar 2020 kom út fjórða og sú stærsta sem hann hefur skrifað með hugmyndafræði markþjálfunar að leiðarljósi  „Hver ertu og hvað viltu?“

Allt náms- og kennsluefni sem við notum í Markþjálfanámi Profectus hefur verið þróað og skrifað af okkur síðastliðin sex ár. Við höfum alltaf lagt mikinn metnað í að viðhalda og þróa námið og námsefnið þannig að tryggt sé að við séum ávalt í fremstu röð meðal jafningja og miðla til nemenda okkar því nýjasta sem er að gerast í heimi markþjálfunar. 

Fullkomið kennslukerfi

Allir nemendur fá aðgang að sérsmíðuðu kennslukerfi Profectus í heilt ár eftir að námi þeirra lýkur. Í kerfinu hafa þeir aðgang að námsgögnum, verkefnum og öðru stuðningsefni svo sem kennslumyndböndum, fag- og fræðigreinum ásamt öllum verkefnum sem tengjast markþjálfanáminu. Þar geta þeir einnig komið á og viðhaldið sambandi við núverandi og fyrrverandi nemendur Profectus, bæði hérlendis og erlendis. 

Eftir námið hefur þú:

 • Yfirgripsmikla þekkingu á öllum 11 hæfnisþáttum ICF (International Coaching Federation)
 • Lært að skilja og vinna markvisst með markþjálfunarferlið
 • Markþjálfað undir leiðsögn vottaðra PCC-markþjálfa
 • Séð að minnsta kosti 4 vottaða markþjálfa að störfum
 • Kynnst mismunandi módelum við markþjálfun, s.s. GROW, OCEAN, ACHIEVE, POSITIVE and OSCAR
 • Lært að minnsta kosti fimm mismunandi aðferðir við að markþjálfa
 • Lært tengslamyndun og jákvæða endurgjöf
 • Lært að skapa og viðhalda trausti og nærveru í samskiptum
 • Lært djúpa hlustun (1. 2. og 3. stig)
 • Lært hvernig hægt er að nýta áhrifamátt speglunar í samskiptum
 • Lært spurningatækni - hvernig hægt er leita nýrra lausna með kraftmiklum spurningum
 • Lært nokkrar mismunandi aðferðir við markmiðasetningu
 • Fengið NBI-huggreiningu og 8 bls. skýrslu með þínu hugsniði
 • Lært að nýta persónugreiningar við markþjálfun
 • Lært að þekkja og virða siðareglur ICF
 • Lært bein tjáskipti – að tala um hlutina eins og þeir eru
 • Lært að greina og bregðast við hugskekkjum
 • Fengið markþjálfun frá samnemendum og vottuðum ICF-markþjálfa
 • Farið í gegnum viðamikla sjálfsskoðun og kortlagt styrkleika þína  og þróunarsvið
 • Lokið þeim ACSTH (Approved Coach Specific Training Hours) tímum sem þarf til að sækja um ACC-réttindi hjá ICF
 • Lært hvernig hægt er að nýta nýjustu uppgötvanir í taugavísindum (e. neuroscience) til að auka áhrifamátt markþjálfunar
 • Öðlast gjaldgöngu í ICF-Iceland og samfélag markþjálfa á Íslandi
 • Tækifæri á að sækja og viðhalda þekkingu þinni (þér að kostnaðarlausu) með því að mæta á „Fræðslu hittinga“ fjórum sinnum á ári hjá Profectus - þar sem farið er dýpra í markþjálfunarfræðin
 • Sjö af tíu mentor-markþjálfunartímum sem þarf til að sækja um ACC-vottun frá ICF (þér að kostnaðarlausu).

Hér er tafla sem lýsir því hvaða forsendur nemendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um ICF-vottun:

ACC - PCC - MCC

 • Framúrskarandi námsefni

Hér má sjá það námsefni sem nemendur fá þegar þeir hefja nám í markþjálfun hjá okkur. Þó þetta sé „ekki nema“ 8 daga námskeið þá eru efnistökin og yfirferðin meiri en fólk á að venjast. Allt námsefni okkar er skrifað, þróað og hannað af okkur. Við erum leiðandi þegar kemur að þróun verkfæra og skapandi leiða til að vinna með hugmyndafræði markþjálfunar. 

Grunnnámspakkinn:

Námsefni ACC-grunnnáms hjá Profectus

 • mappa með vinnubók og verkefnum

 • Geggin mín - dagbók sem heldur utan um markmið, drauma og persónulega sigra.

 • Bókin Sigraðu sjálfan þig, Þriggja vikna áskorun (markþjálfaferli) fyrir venjulegt fók sem vil meira. (Höfundur er kennari í náminu)

 • Mikilvægustu gildin mín (framleitt af Profectus). Verkfæri sem notað er af markþjálfum til að vinna með gildi, innri áttavitanum í lífinu.

 • Bókin The Whole Brain Leader. Kennir hvernig hægt er að nýta markþjálfun sem stjórnandi. (Höfundur er kennari í náminu)

 • 107 algengar tilfinningar (framleitt af Profectus) . Verkfæri sem bæði er notað í markþjálfun og einnig til að auka tilfinningalæsi og tilfinningagreind nemenda.

 • Bókamerki „Sigraðu sjálfan þig“

 • Greiðslur námskeiðagjalda

Eftir að skráning hefur borist okkur eru stofnaðar tvær kröfur í heimabanka, ein upp á 50.000,- sem er staðfestingargjald. Þegar það er greitt hefur nemandi tryggt sæti sitt í náminu. Staðfestingargjald er óafturkræft. Seinni krafan er fyrir eftirstöðvum með eindaga tveimur vikum áður en námið byrjar. 

Athygli er vakin á að nemandi sem hættir við þátttöku innan tveggja vikna hefur hvorki rétt til endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi né staðfestingargjaldi.

Ef nemandi þarf að hætta við nám innan tveggja vikna eða eftir að nám er hafið, vegna óviðráðanlegra orsaka (til dæmis veikinda eða slyss), getur hann skráð sig í sambærilegt nám innan tveggja ára, sér að kostnaðarlausu. Það þarf að gerast í samráði við okkur og gildir einungis ef ekki er fullbókað á viðkomandi námskeið við upphaf þess. 

Greiðslumöguleikar

Ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 14. dögum fyrir upphaf námskeiðs.

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka Profectus: 0545 - 26 - 452. Kt: 410304-3760.

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á info@profectus.is 

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða. Allur kostnaður við lántöku bætist við námsgjöld.

4. Netgíró https://www.netgiro.is/ til allt að 24 mánaða.

 • Af hverju Markþjálfanám hjá Profectus?

Alþjóðleg réttindi

Markþjálfanám Profectus er Alþjóðlega vottað af ICF (International Coaching Federation) sem fullnægjandi grunnám fyrir ACC-réttindi, rétt eins og aðrir sem eru að bjóða upp á þetta nám á Íslandi.

Algengur misskilningur er að mikill munur sé á því vottaða námi sem boðið er upp á hér á Íslandi. Staðreyndin er að það eru allir að undirbúa nemendur sína fyrir sömu vottunina hjá ICF.

Í grunnnámi í markþjálfun er megináhersla lögð á að nemendur öðlist haldbæran skilning á öllum þeim ellefu hæfnisþáttum sem eru grunnurinn af því að verða vottaður markþjálfi. Í framhaldinu er tímabært fyrir markþjálfa að móta sér stefnu í átt að því hvernig markþjálfi hann vill verða, hvaða sviði hann vil sérhæfa sig á. Það má líkja þessu við bílpróf. Í upphafi læra allir nemendur það sem þarf til að keyra bíl, burtséð frá því hvernig þeir ætla að nýta sér það í framhaldinu.

Engin kvöð er á nemendum að fara alla leið í vottun, en við aðstoðum alla okkar nemendur í því ferli kjósi þeir að fara alla leið. ACC-réttindin eru ekki innifalin í verði neinna sem bjóða upp á þetta nám en við erum öllum okkar nemendum innan handar í því ferli.

Kennarar með djúpa þekkingu og mikla reynslu

Kennarar Profectus eru með reyndustu markþjálfum á Íslandi. Þeir sem leiða námið eru með PCC-réttindi frá ICF og að meðaltali meira en 1300 klst. reynslu í markþjálfun. Á ferilskrá þeirra liggja nokkrar bækur um markþjálfun, t.d. The Whole Brain Leader sem nýlega var gefin út af hinu virta útgáfufyrirtæki SAGE og bókin Sigraðu sjálfan þig sem Vaka Helgafell gaf út í janúar 2018.

Alþjóðlegt tengslanet

Profectus hefur um árabil boðið upp á staðarnám í markþjálfun erlendis, m.a. í Suður Afríku og á Írlandi. Margir íslenskir nemendur okkar hafa tengst öðrum nemendum, bæði hérlendis og erlendis þar sem þeir skiptast á að markþjálfa hvorn annan.

Eftirfylgni

3-4 sinnum á ári býður Profectus fyrrverandi nemendum sínum upp á upprifjun í fræðunum. Fyrir þá nemendur sem ætla sér í ACC-vottun geta þeir skráð þessa upprifjunartíma sem mentor-markþjálfunartíma og nýtt þegar þeir sækja um ACC-réttindin. Sjö af þeim tíu mentor-markþjálfunartímun sem nemandi þarf að hafa tekið áður en hann sækir um vottun má hann taka í hóp, svo lengi sem hann fer ekki yfir ákveðin fjölda (hópurinn).

Námsgögn

Innifalið í verði námsbrautarinnar eru þrjár bækur um markþjálfun þar sem nemendur kynnast faginu frá mismunandi sjónarhornum, bæði frá sjónahorni leiðtogans og einnig venjulegs fólks sem vil meira.

Fullkomið kennslukerfi

Allir nemendur fá aðgang að sérsmíðuðu kennslukerfi Profectus í heilt ár eftir að námi þeirra lýkur. Í kerfinu hafa þeir aðgang að námsgögnum, verkefnum og öðru stuðningsefni svo sem kennslumyndböndum, fag- og fræðigreinum ásamt öllum verkefnum sem tengjast markþjálfanáminu. Þar geta þeir einnig komið á og viðhaldið sambandi við núverandi og fyrrverandi nemendur Profectus, bæði hérlendis og erlendis. 

Tæki og tól

Profectus hefur frá stofnun (2012) sérhæft sig í markþjálfun. Öll þjónusta sem boðið er upp á hjá Profectus er lituð af markþjálfun með afgerandi hætti. Við höfum unnið með mörgum stærstu fyrirtækjum landsins við leiðtogaþjálfun og eflandi fræðslu. Við höfum á þeirri vegferð notast við margvísleg greiningartól og viðurkenndar aðferðir sem við deilum með nemendum okkar. Við vitum hvað virkar í mismunandi aðstæðum og deilum þeirri þekkingu í orði og á borði.

Lítil yfirbygging og hagkvæmni

Við erum lítið en öflugt fyrirtæki. Við gerum hvorki út á íburð né mikilfengleika. Okkar metnaður liggur í fagmennsku, trúverðugleika, stefnufestu og færni í að ná okkar langtímamarkmiðum. Þar af leiðandi erum við einnig mjög stolt af því að bjóða okkar nám talsvert ódýrara en aðrir hér á landi. Við viljum taka það sérstaklega fram að markþjálfanámið okkar hefur staðist allar sömu gæðakröfur og miðar að því að búa nemendur okkar undir sömu vottun og aðrir sem bjóða upp á ACSTH vottað nám frá ICF bæði hérlendis og erlendis.

 • Stutt myndband um markþjálfun og markþjálfanám

 • Hvað segja nemendur okkar um námið?

 

Bæklingur

(Allt sem þú þarft að vita áður en þú kemur í námið til okkar!)

Verð: 398.000 kr. (30.000 afsláttur ef greitt að fullu innan 10 daga frá skráningu)

Innifalið í námskeiði

 • Kennsla hjá reyndum markþjálfum (PCC) 
 • Persónuleg NBI-greining (að verðmæti 19.800)
 • Bókin “The Whole Brain Leader” (eftir Ingvar Jónsson og Sjoerd de Waal)
 • Bókin “Coaching - bringing out the best” (eftir Ingvar Jónsson)
 • Bókin „Sigraðu sjálfan þig!“ (eftir Ingvar Jónsson)
 • Gildaspjöld
 • Vönduð námsgögn og vinnubók og aðgangur að kennslukerfi Profectus í 12 mánuði eftir að námi lýkur.
 • Fullt fæði á meðan náminu stendur (kaffi, meðlæti og 8 x tvíréttaður hádegisverður)

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

 • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-master trainer
 • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“,  „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“ og „Hver ertu og hvað viltu? (2020)"
 • Var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.

 

Örn Haraldsson

 • Örn Haraldsson - Teymisþjálfari og PCC-markþjálfi

 

Arnór Már Másson

 • Arnór Már Másson - PCC-markþjálfi
 • Einn af höfundum bókarinnar „Markþjálfun - vilji, vit og vissa“

 

Arnór Már Másson

 • Laufey Haraldsdóttir - ACC-markþjálfi
Lengd: 64 klst.


Ummæli

Hvað fannst fyrrverandi nemendum um námið?

Námskeiðið var frábært. Námið fór langt fram úr væntingum og mun nýtast í leik og starfi mínu sem stjórnandi. Ég hafði hugsað um þetta í nokkurn tíma að fara í markþjálfanám og er mjög ánægð með að hafa farið í námið hér. Ég hlakka til næstu skrefa með hópnum.

​​Lærði mjög margt um sjálfan mig og fékk afar gott verkfæri til að nota í vinnu minni sem félagsráðgjafi. Ég mæli með þessu námi fyrir alla sem eru að vinna í markmiðasetningu eða við hjálp til sjálfshjálpar með öðru fólki.

​​Þetta markþjálfanám hjá Profectus hefur breytt lífi mínu. Ekki aðeins hef ég lært að þekkja sjálfan mig upp á nýtt heldur eru viðskiptavinir mínir einnig að ná mun meiri árangri en áður.

​Efir markþjálfanámið hjá Profectus hef ég lært að hlusta meira og tala minna. Sem sálfræðingur hef ég náð dýpri tengingu við skjólstæðinga mína og þeir taka nú meiri ábyrgð á eigin bataferli.

​Kraftmikið námskeið sem gaf mér fullt af nýjum verkfærum í kistuna. Verkfærum sem ég get nýtt í starfi og einkalífi. Ég lærði aðferð sem er mun áhrifaríkari en þær leiðir sem ég hef notað til þessa við að hvetja aðra áfram í starfi.

​​Frábært nám. Hnitmiðað. Fær mann til að vilja læra meira og kynna þetta fyrir sem flestum. Mjög öflugt samskiptaform.

​​Námskeiðið var frábært! Ég geng út með fullt af ástríðu og eldmóð, með stútfulla verkfæratösku sem mun nýtast mér vel í leik og starfi. Umgjörð og skipulag námskeiðsins var til fyrirmyndar, alveg upp á 10! Ég lærði mikið inn á og um sjálfa mig sem er ekki síður mikilvægt í þessu ferli.

​Námskeiðið kemur til með að nýtast mér á svo margan hátt, bæði hvað varðar vinnu og einkalíf. Frábært verkfæri til að horfa á hlutina á annan fátt. Ég sé fyrir mér að nýta þetta til að efla liðsheild og innleiða nýja starfsmenn að teyminu.

​​Markþjálfanámið hefur gefið mér gríðarlega margt:

 • Aðferðin er afar góð og árangursrík.

 • Sjálfsþekkingin er meiri hjá sjálfri mér sem gerir að verkum að árangurinn verður meiri.

 • Ég hef náð að skilja og tileinka mér markþjálfahlutverkið þannig að ég get nýtt það til að hjálpa öðrum.

 • Markmiðasetning verður auðveldari

 • Námið hefur eflt sjálfsvitund mína og minna markþega

 • Öll verkfærin sem okkur voru færð eru afar góð og nýtileg.

 • Gaman að læra, ögra sér og varða framtíðina.

 • Þetta námskeið hefur nú þegar haft veruleg, jákvæð áhrif í mínu lífi.

Fyrrverandi nemendur úr öllum lögum þjóðfélagsins