Besta árið - stattu við áramótaheitin og njóttu þess!

Besta árið!

9. og 13. janúar 2021 frá 17-20:30.

Þetta er frábært námskeið fyrir þá sem vilja draga línu í sandinn og gera árið 2021 að því besta hingað til. Markmið okkar er að þátttakendur standi upp að námskeiðinu loknu og segi:

„Þetta var algerlega frábært námskeið og nú veit ég að 2021 verður frábært því ég er með uppskrift sem virkar!“ 

Besta árið! er ótrúlega yfirgripsmikið 7 klst. vefnámskeið (auk 5 klst. heimavinnu) þar sem rithöfundurinn og markþjálfinn Ingvar Jónsson hjálpar þátttakendum að læra hvernig hægt er að horfast í augu við sjálfa(n) sig. Þátttakendur ættu að finna sinn innri styrk með þeim hætti að þeir uppskeri ríkulega þegar þeir fer að nýta betur þau tækifæri sem þeir vissu ekki að stæðu þeim til boða. Það eru tvær leiðir til að aðlagast breytingum og takast á við áskoranir, þú getur sest niður og beðið eftir að aðrir gefi þér tækifæri eða ákveðið að skapa þín eigin. Þau lykilaðtriði sem tekin eru fyrir á námskeiðinu tengjast öll því hvernig hægt er að ná stjórn á aðstæðum í stað þess að láta stjórnast af aðstæðum, tilfinningum eða óumbeðnum skoðunum annarra.

Ingvar er einn af reyndustu markþjálfum hér á landi og hefur skrifað nokkrar bækur um hvernig fólk getur, með markvissri sjálfsskoðun, örlitlu hugrekki og aukinni færni í markmiðasetningu, markað sér nýja stefnu í lífinu, burtséð frá því hvort aðstæður krefjist þess eða hugur og hjarta kalli eftir breytingum.

Á námskeiðinu er unnið með eftirfarandi lykilþætti:

1 - Það ert eingöngu þú sem ræður hve langt þú kemst!

Það er margsannað að það skiptir ekki máli hvort að þú teljir þig geta náð markmiðum þínum eða ekki - þú hefur alltaf rétt fyrir þér. Á námskeiðinu munt þú fá áskorandi spurningar og verkefni sem fá þig til að horfast í augu við þá staðreynd því að flestir sjá ekki lengra í átt að draumum sínum en fram að næstu hindrun.

2 - Forsenda árangurs er að kunna að flétta saman sjálfstausti, sjálfsrækt, sjálfsvitund og sjálfsvirðingu!

Markþjálfar vinna oft með myndlíkingar. Ímyndaðu þér að þú sért tré, fallegt eikartré með stóra laufgaða krónu og sterkar rætur. Króna trésins er birtingamynd sjálfstraustsins sem þú hefur. Rætur trésins er sjálfsvirðingin sem færir krónunni næringu. Þegar við stöndum ekki við loforðin sem við gefum okkur þá erum við að ganga á rótarkerfið - sjálfsvirðinguna sem verður til þess að við hættum að næra sjálfstraustið. Arfinn og illgresið sem vex við hlið trésins eru allar litlu venjurnar (ósiðirnir) sem við viljum gjarna losa okkur við - hegðunarmynstur sem stela frá okkur næringu, orku og athygli . Að reyta þann arfa kallast sjálfsrækt og sjálfsvitundin fléttar þetta kerfi allt saman. 

3 - Það geta allir þjálfað upp nýja styrkleika!

Á námskeiðinu er farið ítarlega í hvaða tegundir styrkleika þú býrð yfir, meðfædda, áunna og lærða. Það er auðvelt að rækta með sér nýja færni og nýja styrkleika. Það eina sem þarf að gera er að vita hvað þú vilt, af hverju þú vilt það, hvernig þú getur lært það og gera það að markmiði þínu að ná þér í það sem þig vantar eða þú vilt. Það er allt einfalt þegar maður hefur lært það!

4 - Það á að skila íþyngjandi farangri! 

Í farangri okkar er að finna viðhorfin og gildismatið sem við höfum gert að okkar, meðvitað og ómeðvitað. Því miður hafa margir borið með sér farangur sem þeir eiga oft lítið í. Það er til dæmis takmarkandi trú á eigin getu og vanmáttur sem við höfum oftar en ekki sannfært, eða réttara sagt „lyg-fært" okkur um að sé sannleikur og endurspegli hver við erum í raun. Á námskeiðinu lærir þú að losa þig við þann farangur sem vilt ekki og jafnvel skila honum til eigenda sinna sem þeir „lánuðu“ þér hann í góðri trú.

5 - Hvort er ríkjandi hjá þér skort-, festu- eða vaxtarhugsun?

Sá sem skorthugsun á við um er bæði fastur í eigin þankagangi og í stöðugri vörn og gætir þess að hleypa hvorki nærri sér hugmyndum né skoðunum sem honum gæti stafað ógn af í þeim litla heimi sem hann hefur hreiðrað um sig í. Festuhugsun merkir, eins og nafnið gefur til kynna, það að vera fastur í tilteknum hugsanagangi.

Trú okkar á eigin getu og trú okkar á að við getum auðveldlega aukið getu okkar og færni á öllum sviðum lýsir vaxtarhugsun. Þeim sem trúa að þeir geti alla ævi styrkt bæði hugarfar sitt og gáfnafar vegnar alltaf betur en þeim sem „eru bara svona!“ Á námskeiðinu lærir þú að tileinka þér hið síðastnefnda - vaxtarhugsun, sem er einnig lykillinn að árangri í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

6 - Tilfinningalæsi - tilfinningar eru eingöngu upplýsingar!

Það er eins með tilfinningar og veðurfarið. Þær eru tímabundnar og breytilegt ástand sem kemur og fer. Það er hins vegar mjög mismunandi hvernig við bregðumst við þeim og hvernig þær birtast í hegðun okkar. Þar er það tilfinningalegur skýrleiki og tilfinningalæsi, geta okkar til að lesa í eigin líðan, í aðalhlutverki.

7 - Hvað eða hverjir standa í vegi fyrir þér?

Þegar fólk nær árangri í innri vinnu sinni, öðlast meiri staðfestu og lærir að setja sjálft sig framar í forgangsröðina, tekur það oft að upplifa neikvæða spennu og jafnvel gagnrýni frá öðrum sem standa þeim nærri. Það getur vissulega verið bæði sárt og erfitt í fyrstu en á sér eðlilegar skýringar. Þetta er einnig dulin blessun og kjörið tækifæri til að taka til í kringum þig. Hvernig þú gerir það lærir þú á námskeiðinu.

8 – Markmið sem virka fyrir þig!

Til að hámarka möguleika þess að ná þeim markmiðum sem maður setur sér getur verið gott að fylgja uppskrift sem virkar. BE SMART markmiðasetning. Í byrjun er gott að átta sig á því að „BE“ stendur fyrir þá þætti sem snúa að hjartanu og ástríðunni fyrir því að láta markmiðið rætast. Það er AF HVERJU ættir þú að gefa allt sem þú átt til að ná markmiðinu. „SMART“ snýr að HVAÐ, HVENÆR og HVERNIG. Hvað ætlar þú að gera, hvernig ætlar þú að gera það og hvenær ætlar þú að gera það?

Það eru til ótal leiðir til að bæði setja sér markmið og halda utan um þau markmið sem þú setur þér. Lykillinn að árangri er að læra fyrst hvaða leið virkar fyrir þig og finna í framhaldi hvatann innra með þér til að halda þér að verki.

Undirbúningur áður en námskeiðið hefst

Til þess að hægt sé að nýta tímann sem best er lagt upp með að allir þátttakendur skrái sig inn í Tankinn, kennslukerfi Profectus, a.m.k. deginum áður og vinni þar tvö stutt verkefni. þá verða allir „komnir um borð“ áður en námskeiðið hefst þann 9. janúar kl. 17:00.

Þátttakendur fá sendar upplýsingar með notendanafni og lykilorði kl. 14:00 þann 8. janúar.

Verð: 19.900 kr.

Innifalið í námskeiði

  • Allir þátttakendur fá senda bókina „Hver ertu og hvað viltu?“ þegar þeir hafa skráð sig og greitt fyrir námskeiðið.

  • Að auki fá allir þátttakendur fá 6 vikna aðgang að fullkomnu kennslukerfi Profectus sem inniheldur m.a. lesefni, verkefni og kennslumyndbönd sem tengjast því sem tekið er fyrir á námskeiðinu.
  • Daginn áður en námskeiðið hefst fá þátttakendur sendar upplýsingar um hvernig þeir skrá sig inn í kennslukerfið. Þar þarf að vinna tvö verkefni áður en námskeiðið byrjar þann 2. janúar. 

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

  • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-Master Trainer
  • Ingvar er höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“, „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“ og „Hver ertu og hvað viltu? "(2020)
  • Var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.
Lengd: 7 klst (2x3,5 klst.) 2. og 6. janúar