Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!


Frábært námskeið ef þú vilt uppgötva þinn innri styrk, læra að nýta þér betur reynslu fortíðarinnar (sumir kalla það mistök fortíðar) og móta þér ferska, nýja og spennandi stefnu til framtíðar!
(ATH! Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið að hluta eða að fullu.)

Kennsludagar og tími:

Námskeið 1 - 27. jan. og 03. feb. Báða dagana frá 17:30-21:30.

Nánari lýsing á námskeiðinu:

Námskeiðið „SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG - aftur og aftur!“ er markviss leið upp úr djúpum hjólförum vanans og stórt skref í átt að raunverulegum árangri í stað þess hætta við eða gefast upp á miðri leið. Námskeiðið byggir á nýútgefinni samnefndri bók sem er verulega endurbætt og áhrifaríkari en fyrri útgáfan sem hefur verið uppselt í tæp tvö ár.

Námskeiðið byggir að mestu á hugmyndafræði markþjálfunar og er einstakt tækifæri til innri tiltektar sem hefur hjálpað ótrúlega mörgum að marka sér nýja stefnu og finna sínar eigin leiðir. Markþjálfi segir þér hvorki hvað þér beri að gera né hvernig. Hann liðsinnir þér við að glöggva þig á þér og aðstæðum þínum frá fleiri sjónarhornum en áður. Hann hjálpar þér við að finna nýjar leiðir að árangri í öllu því sem að höndum ber og hvernig hægt er að viðhalda afrakstrinum.

Allt sem þú hefur gert hingað til, allar þær ákvarðanir sem þú hefur tekið, hafa komið þér þangað sem þú ert í dag. Ef þú vilt annað eða meira er líklegt að þú þurfir að opna augun fyrir möguleikum á að gera hlutina á annan veg, forgangsraða með öðrum hætti og koma þér markvisst og meðvitað út af þægindasvæði hversdagsins.

Eftir námskeiðið hefur þú lært:

 1. hvaða merkingu hefur að sigra sjálfan sig
 2. að gefa því athygli sem skiptir þig mestu máli
 3. hvernig hægt er að ná og viðhalda góðri yfirsýn
 4. að skilja eftir "farangur" sem þú vilt ekki hafa með þér á ferðalaginu framundan
 5. að skilja órjúfanlegt samhengi sjálfstrausts, sjálfsvitundar og sjálfsvirðingar
 6. mikilvægi þess að standa við litlu loforðin gagnvart þér
 7. að vera vakandi fyrir lævísum tímaþjófum
 8. að gera tímann að liðsmanni þínum í stað óvinar
 9. hvað leiðir henta þér til markmiðasetningar
 10. hvernig þú getur hætt að fresta því sem þig langar mest!

Áður en námskeiðið hefst fá nemendur aðgang að kennslukerfi Profectus þar sem þeir geta horft á kennslumyndbönd og undirbúið sig fyrir námskeiðið. Einnig taka allir þátttakendur NBI-huggreiningu og fá senda 8 bls. skýrslu um hver þeirra persónulega hughneigð lítur út. Þannig fá þátttakendur einnig betri skilning á hvernig þeim er eðlislegt að hugsa, forgangsraða, taka ákvarðanir og hvernig þeir geta nýtt þá innsýn í að ná meiri árangri í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.

Þó að námskeiðið sé aðeins tvisvar sinnum fjórar klukkustundir þá er verkefni hvers og eins mun stærra og þjónar kennsluvefur okkar því hlutverki að halda fólki við efnið eftir að námskeiðinu lýkur.

Upplýsingar um hvernig þú kemst inn í Tankinn, kennslukerifð okkar, verða sendar í tölvupósti 2 dögum áður en námskeiðið hefst. Þar er einnig að finna sérlega vandaða vinnubók sem fylgir með námskeiðinu.

Almennir skilmálar

Upplýsingar um seljanda: Profectus ehf. - Strandgötu 11 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565 9111 - info@profectus.is

Profectus áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar pantanir (s.s. staðfestingar á skráningu á námskeið) eru afgreiddar innan þriggja vinnudaga eftir pöntun.

Að skipta og skila vöru

Ef þátttakandi hættir við kaup innan 14 daga er námskeiðið endurgreitt að fullu. Tvær undantekningar á því eru: Ef þátttakandi hættir við frá 7-14 dögum fyrir námskeiðið er 50% af gjaldi námskeiðsins endurgreitt og ef þátttakandi hættir við innan 7 daga þá ekki endurgreitt. Í báðum tilvikum má hann nýta greiðsluna til þátttöku á sama námskeið í allt að 12 mánuði.

Trúnaður (Öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Verð: 44.500 kr.

Innifalið í námskeiði

 • Bókin „Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!“ (að verðmæti 4.690,-)
 • Verkefnabókin „SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG! - Lærðu að undirbúa, útfæra, fylgja eftir og ná markmiðum þínum“. (að verðmæti 2.490,-)
 • Persónulega NBI-hugreiningu og 8 bl. skýrslu (að verðmæti 19.600,-)
 • Aðgangur að kennslukerfi Profectus í 3 mánuði (að verðmæti 6.600,-)

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

 • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC og NBI-Master trainer
 • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“,  „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“ , „Hver ertu og hvað viltu?" (2020) og „Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022)“
 • Ingvar var valinn einn af 101 áhrifaríkustu markþjáfum í heimi í febrúar 2020.
Lengd: 9 klst. (3x3 klst. + 6 klst. heimavinna)


Ummæli

Sigraðu sjálfan þig er frábært ferðalag

Ég hef aldrei séð efnið sett í jafn flott samhengi eins og hér. Ingvar þekkir veikleika sem við öll höfum og talar við þig á einlægan og persónulegan hátt þannig að stundum hugsaði ég: „hvernig vissi hann þetta um mig?“

Heimir Hallgrímsson Landsliðsþjálfari

Sigraðu sjálfan þig er stórkostleg umgjörð og leiðarvísir

Vel skipulagt verkfæri á vegferð þinni til velsældar og hamingju. Lesir þú og nýtir þér þann boðskap og þekkingu sem Ingvar hefur af kostgæfni einfaldað og útfært í þessari bók, er árangur þinn tryggður.

Guðni Gunnarsson Ráðgjafi og stofnandi Rope Yoga

Oft er það nefnilega þannig að okkar helsti ótti er að uppgötva hversu megnug við erum.

Ingvar hefur þann einstaka hæfileika að setja fram á auðskiljanlegan, raunsæjan og skemmtilegan máta hvernig við mannfólkið getum leyft okkur að taka stjórnina á eigin lífi og blómstrað til fulls. Oft er það nefnilega þannig að okkar helsti ótti er að uppgötva hversu megnug við erum.

Dr. Margrét Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst