Sigraðu sjálfan þig!

Frábært námskeið fyrir venjulegt fólk sem vill meira

Fyrir venjulegt fólk sem er tilbúið að horfast í augu við sjálft sig og taka ábyrgð á eigin lífi. Á námskeiðinu lærir þú leiðir til að brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess veruleika sem þig dreymir um.

Fyrir venjulegt fólk sem er tilbúið að horfast í augu við sjálft sig og taka ábyrgð á eigin lífi. Á námskeiðinu lærir þú leiðir til að brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess sem þú dreymir um.

Á námskeiðinu er boðið er upp á fjölmörg verkfæri og einstakt tækifæri til sjálfsskoðunar í víðu samhengi. Þannig finnur þátttakandinn  leiðina upp úr djúpum hjólförum vanans og temur sér nýja siði sem á endanum koma honum þangað sem hann stefnir. Þetta er námskeiðið sem tryggir það að þú byrjir á réttum enda og náir árangri í stað þess að gefast upp.

Námskeiðið byggir á hugmyndafræði markþjálfunar.

Markþjálfi segir ekki hvað beri að gera né hvernig. Hann liðsinnir fólki frekar við að glöggva sig á sjálfu sér og aðstæðum sínum, og frá fleiri sjónarhornum en áður. Hann hjálpar til við að finna nýjar leiðir að árangri í öllu því sem að höndum ber og að viðhalda afrakstrinum.

Allt sem þú hefur gert hingað til, allar þær ákvarðanir sem þú hefur tekið, hafa komið þér þangað sem þú ert í dag. Ef þú vilt annað eða meira er líklegt að þú þurfir að opna augun fyrir möguleikum á að gera hlutina á annan veg, forgangsraða með öðrum hætti og koma þér markvisst og meðvitað út af þægindasvæði hversdagsins.

 • Efnistök námskeiðsins eru meðal annars:
 • Hugræna lærdómsferlið
 • Að ná fullkominni yfirsýn yfir lykilþætti lífsins
 • Egóið – stórt eða sterkt?
 • Sjálfstraust vs. sjálfsvirðing
 • Að standa við litlu loforðin
 • Tilfinningagreind
 • Heildarhugsun og samskiptagreind
 • Leikvöllur samskipta
 • Orkustjórnun
 • Þrautseigja
 • Af hverju setjum við okkur ekki  markmið?
 • Hvað er markmiðasetning?
 • Tímaþjófar og tímastjórnun
 • Tegundir markmiða
 • Hvernig seturðu þér BE SMART markmið?
Verð: 34.900 kr.

Innifalið í námskeiði

 • Bókin Sigraðu sjálfan þig(að verðmæti 4.290,-)
 • NBI-huggreining (að verðmæti 19.800,-)
 • Gildaspjöld (að verðmæti 2.490,-)
 • Ath. Hádegisverður er ekki innifalinn. Hádegishlé er milli 12:15 og 13:00

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

 • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC og NBI-Master trainer
 • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“,  „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“ og „Hver ertu og hvað viltu? (2020)“
Lengd: 1 dagur (frá 9:00-16:00)


Ummæli

Sigraðu sjálfan þig er frábært ferðalag

Ég hef aldrei séð efnið sett í jafn flott samhengi eins og hér. Ingvar þekkir veikleika sem við öll höfum og talar við þig á einlægan og persónulegan hátt þannig að stundum hugsaði ég: „hvernig vissi hann þetta um mig?“

Heimir Hallgrímsson Landsliðsþjálfari

Meginforsenda þess að ná stóru og krefjandi markmiðunum í lífinu!

Sigraðu sjálfan þig er skemmtileg, skýr og vel ígrunduð bók sem gaf mér 360 gráðu sýn á sjálfan mig. Með einföldum og áhrifaríkum hætti tekst Ingvari að hjálpa lesandanum að uppgötva sinn innri styrk – sem er meginforsenda þess að ná stóru og krefjandi markmiðunum í lífinu.

John Snorri Sigurjónsson Fjallagarpur og fyrirlesari