Blessuð sé minning ofurkonunnar!

Þú þarft ekki að vera OFUR-neitt til að njóta lífsins og ná árangri á sama tíma.

Meginmarkmið námskeiðsins er að troða í töskuna hjá þér geggjuðum verkfærum sem nýtast þér í nánast öllu sem þú tekur þér fyrir hendur – um ókomna tíð! Hér erum við að tala um lykilatriði innri samskipta, tilfinningagreind og betri skilningur á því af hverju við erum stöðugt að þvælast fyrir sjálfum okkur með takmarkandi hugsun.

Á þessu skemmtilega námskeiði skoðum við hvað verður betra þegar þú:

 • stækkar leikvöllinn þinn í samskiptum
 • öðlast betri samskiptahæfni
 • færð djúpan skilning á sjálfum þér
 • veist hverjir styrkleikarnir þínir eru
 • öðlast meiri skilning og umburðalyndi gagnvart öðrum
 • áttar þig á þínum þörfum og annarra
 • lærir að beyta heildarhugsun í leik og starfi
 • lærir að nýta styrkleika hvers og eins til að skapa hið fullkomna teymi

Til að skilja sjálfan sig betur er gott að vita hver maður er og hvernig maður hugsar. Þar kynnum við til sögunnar NBI-huggreiningar sem nýttar hafa verið í áratugi til að hjálpa fólki að horfast í augu við hvernig það er „að eðlisfari“.

Niðurstaða greiningarinnar er 8 bls. persónuleg skýrsla sem sýnir hvaða hughneigð þú hefur þróað í gegnum ævina.

 • Ef blá hugsun er ríkjandi hjá þér finnst þér tilfinningar ofmetnar og átakafælni er ekki að þvælast fyrir þér í samskiptum.
 • Ef þú ert ríkjandi græn þá er staðfesta og skipulag eitt af þínum forgangsmálum og mögulega saknar þú þeirra tíma þegar það var alltaf læri á sunnudögum?
 • Ef þú ert ríkjandi rauð þá gengur þú með hjartað á undan þér, kærleiksbangsi sem ekkert aumt mátt sjá … og varst líklega í skátunum þegar þú varst yngri.
 • Ef þú ert ríkjandi gul í hugsun má vera að aðrir sjái þig sem hvatvísa og skapandi – hugmyndahamstur og alltaf nóg að gera!

MISMUNANDI HUGSNIÐ

Þessar lýsingar eru til þess fallnar að gefa skemmtilega mynd af því sem leynist á bak við litina. Á námskeiðinu er farið dýpra í hlutina þar sem einnig er að finna alvarlegri tón. Einkennandi hugsun okkar og hegðun getur líka verið það sem stendur í vegi fyrir því að við náum árangri og leyfum okkur að njóta í stað þess að upplifa vanmátt okkar í ýmsum aðstæðum.

Að skilja sjálfa sig er gott en bónusinn á námskeiðinu er að þátttakendur læra einnig að skilja fólkið í kringum sig betur og þá fæðist umburðarlyndi og gagnkvæmur skilningur. Það er til fræðiheiti sem lýsir þessu og þá er talað um samskiptagreind sem er önnur hliðin á tilfinningagreind. Hin hliðin er sjálfsþekkingargreind sem þú færð líka með því að skilja hvernig þú hugsar og hvaða áhrif það hefur haft á þig hingað til, bæði takmarkandi og hvetjandi.

Staður: Profectus, Strandgötu 11, Hafnarfirði (2 hæð)

Tími: Kennt er frá 18:30 - 22:00 (3,5 klst)

 

Ummæli þátttakenda:

„Það var bæði gagnlegt og fróðlegt að fara á námskeiðið "blessuð sé minning ofurkonunnar. Laufey útskýrir allt á snilldar hátt og opnar augu manns fyrir meðal annars samskiptum við aðra. Afhverju maður er eins og maður er og hvernig fólk er í samskiptum, allt eftir því hvaða litur er ríkjandi hjá hverjum og einum. Ótrúlega fræðandi og skemmtilegt námskeið sem ég myndi mæla með fyrir alla til þess að kynnast sjálfum sér og í leiðinni öðrum betur.“

Krisín Þórsdóttir

„Námskeiðið opnaði alveg augu mín fyrir því að fólk er ólíkt mér og ég þarf að gera mér grein fyrir því og þá er auðveldara að umbera fólk. Hjálpar mér mikið að gera flokkað fólk í kassa og skilja af hverju þau eru svona eins og þau eru. Sömuleiðis að skilja af hverju ég er eins og ég er ;)

Laufey er æðisleg, geislar og kemur efninu vel frá sér. Fannst æðislegt að fara aðeins í gegnum heilastarfsemina og hvernig sumir nota framheilann meira en aðrir.“

Sjöfn Arna

Innifalið í námskeiði

NBI-greining (að verðmæti 14.600 kr.)

Vandað námsefni á íslensku.

Léttar veitingar

Leiðbeinandi

Laufey Haraldsdóttir ACC-vottaður markþjálfi

Laufey Haraldsdóttir 

Laufey hefur komið víða við á sínum starfsferli. Hún hefur víðtæka reynslu og nú sem starfandi markþjálfi. Sérsvið Laufeyjar er lífsþjálfun auk þess sem hún hefur haldið fyrirlestra um markþjálfun og hvað þarf til að ná og viðhalda árangri. Krafturinn í þessari ungu konu endurspeglast meðal annars í því að fáir (ef einhverjir) hafa klárað ICF-vottun á skemmri tíma en hún. Hún er sönnun þess að hafi maður skýra sýn á hvað þú vilt og hvert þú vilt fara - þá er ekkert sem getur staðið í vegi fyrir þér á þeirri vegferð.

Lengd: 3,5 klst.
Verð: 16.900 kr.

Næstu námskeið