Listin að selja meira og betur

Dýrmætasta þekking sölumannsins liggur í því að þekkja sjálfan sig

Listin að selja betur er eitt vinsælasta námskeiðið sem Profectus býður upp á. Námskeiðið nýtist sölufólki á öllum sviðum, sama hvort er um að ræða B2C sölu eða B2B sölu á alþjóðavettvangi. Á námskeiðinu er notast við hið alþjóðlega NBI-litakerfi til að útskýra með einföldum hætti fjórar grunnhughneigðir einstaklinga, styrk- og veikleika hverrar hughneigðar.

Ítarlega er farið yfir hvernig hagnýta má þá þekkingu í sölu og þjónustu í stað þess að sölufólk fari á mis við tækifærin þegar þau gefast. ​Einnig eru hin hefðbundnu sölufræði kennd með áherslum á undirbúning og þarfagreiningu með tilliti til hvernig hlutverk sölumannsins hefur breyst síðasta áratug með auknum hraða og gegnsæi. 

Á námskeiðinu lærir þú:

 • Að skilja hvernig hughneigð þín hefur áhrif á hvernig þú myndar viðskiptatengsl við viðskiptavini.

 • Að setja þig í spor annara og þarfagreina betur út frá forsendum viðskiptavinarins. 

 • Hvar styrkleikar og veikleikar þínir liggja og hvernig þú getur þróað samskiptahæfileika þína út frá niðurstöðum NBI-greiningarinnar sem þú færð afhenta á námskeiðinu.

 • Hvernig nú getur notað NBI-innsæi til að efla vöruþekkingu.

 • Hvernig hægt er að nýta NBI-þekkingu við samningagerð.

Námskeiðið er þríþætt: 

Undirbúningur - 30 mín. (Persónuleg NBI-greining)

Þátttakendur fá senda NBI-huggreiningu (á íslensku) nokkrum dögum fyrir námskeiðið sem tekur um 20-30 mínútur að svara á netinu. 

Litróf hugsunar - 3,5 klst.
Af hverju bregðumst við við með mismunandi hætti. Af hverju á Gulur erfitt með að sannfæra Grænan? Af hverju nær Blár ekki sambandi við Rauðan? Af hverju eiga grænir svona erfitt með að hugsa út fyrir kassann? Árangursrík viðskiptatengsl byggja fyrst og fremst á færni sölumannsins í að greina viðskiptavininn og þær aðstæður sem hann finnur sig í.

Reikna má með 2 klst. heimavinnu á milli tíma.

Sölufræði og þekkingarmiðlun - 3,5 klst.
Í þessum hluta eru lykilatriði sölufræðanna skoðuð með það að leiðarljósi að söluhópurinn deili með sér þekkingu sinni; vöruþekkingu, þekkingu á markaðnum, þekkingu á samkeppninni, þekkingu á viðskiptavininum o.s.frv. Skoðuð er þarfagreining viðskiptavina í samhengi við NBI-litafræðin og SPIN sölu. 

Námskeiðinu lýkur með því að sölumaðurinn og/eða söluteymið vinnur að því að skilgreina þau gildi sem hann kýs að hafa að leiðarljósi við sölu og innri og ytri þjónustu. 

Næsta námskeið er 5. og 7. mars 2019 frá 9:00-12:30

Verð: 59.900 kr.

Innifalið í námskeiði

Innifalið í námskeiðinu:

 • NBI-huggreining að verðmæti 19.800,-

 • Persónulegt hugsnið (7 bls. skýrsla)

 • Námsefni og verkefni

 • Heimaverkefni

 • Gildaplagat fyrir teymið

 • Léttar veitingar

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

 • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC og NBI-Master trainer

 • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“ og „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“

Lengd: 7 klst. (2 x 3,5 klst.)

Næstu námskeið