Námskeið fyrir fyrirtæki

Allt sem við bjóðum getum við sniðið að ykkar þörfum

Síðustu sex ár höfum við þjónustað flestar stærðir og gerðir fyrirtækja, hópa, félaga og opinberra stofnana. Hjá Profectus starfa starfsmenn sem allir hafa sérþekkingu á sínu sviði. Við erum með fræðslusetur þar sem við höldum opin námskeið. Að sjálfsögðu bjóðum við einnig upp á að halda námskeiðin í ykkar húsakynnum. Slíkt getur verið hagstæðara ef um tiltekinn fjölda þátttakenda er að ræða.

Sérsniðin námskeið

Við vitum hve mikils virði það er að aðlaga námskeiðin að því umhverfi sem þið starfið í. Mismunandi virðiskeðjur og ólíkar þarfir kalla eftir mismunandi áherslum og samsetningu þjálfunar. Hvert tilfelli er einstakt og staðlaðar lausnir námskeið henta því ekki alltaf. Upphafspunkturinn og efnistökin eiga að ráðast af fyrirliggjandi þörfum og væntingum.

Í fullkomnum heimi leitum við svars við einni lykilspurningu. Þegar við (hjá Profectus) höfum lokið okkar verki og þú lítur til baka og hugsar með þér „Þetta uppfyllti allar mínar væntingar og gott betur vegna þess að ...“ Hvernig myndir þú vilja klára þessa setningu?

Ef þú leitar til okkar með hugmynd af þeirri útkomu sem þú vilt sjá - þá komum við með tillögur um hvernig við gætum látið það verða að veruleika. 

Umsjón starfsdaga

Við hjá Profectus hjálpum fyrirtækjum með undirbúning og framkvæmd starfsdaga.Eins og með alla starfsmannaþjálfun sem við bjóðum eru starfsdagarnir einnig sniðnir út frá þörfum ykkar og væntingum. 

 Við höfum mjög öflugt og stórt tengslanet, bæði hérlendis og erlendis, þannig að starfsdagarnir takmarkast langt því frá við þá þekkingu sem við höfum fram að færa, heldur þá útkomu sem þið leitist eftir, sama hvort um er að ræða hvatadag starfsfólks, stefnumótunarvinnu, markmiðasetningu, breytingastjórnun eða markaðs og ímyndarvinnu.

Við getum takið að okkur heildarumsjón starfsdaga allt frá fyrirlesurum, húsnæði, veitingum, tónlist og skemmtikröftum.

Áratuga þekking okkar og reynsla tryggir að þið fáið þá útkomu sem eftir er leitað.

Við leggjum áherslu á að vinna náið öllum sem að deginum koma þannig að dagurinn flæði með eðlilegum hætti og upplifun þátttakenda verði sem best.Þannig gerum við daginn bæði árangursríkan og eftirminnilegan fyrir alla.

Frá uppafi höfum við verið algerlega trúir okkar stefnulýsingu. Ef við teljum okkur ekki geta uppfyllt þær væntingar sem til okkar eru gerðar þá biðjumst við frekar undan verkefninu en að taka það að okkur.

Stefnulýsing Profectus

  • Við stuðlum að framgangi, vexti og vitundarsköpun viðskiptavina okkar með aðgerðabundnum lausnum út frá raunstöðu.
  • Með fagmennsku, alúðarfestu og léttleika að leiðarljósi - minnkum við viðnám viðskiptavina okkar fyrir nýrri þekkingu og reynslu.
  • Virðisauki viðskiptavina okkar grundvallar alla verðmætasköpun Profectus. Okkar meginmarkmið er að gera gott betur!

Tölum saman!