Persónuleg stefnumótun

- skiptir í alvöru máli hversu hratt þú hleypur ef þú veist ekki í hvaða átt þú ert að fara!

Persónuleg stefnumótun er markþjálfunarferli fyrir þá sem vilja gera líðandi ár að sínu besta ári hingað til. Það skiptir engu máli hvaðan þú kemur því í þessu markþjálfamiðaða ferli er eingöngu skoðað hvert þú vilt fara og hvernig þú ætlar að komast þangað.

Þeir fáu sem hafa markmið að leiðarljósi setja sér yfirleitt markmið án þess að greiða úr fortíðinni og án þess að skoða viðhorf sín og gildi. Þar skortir hina innri hvöt, þá tilfinningu að brenna fyrir markmiðum sínum.

Með því að setja þér markmið eftir að hafa létt á byrgðum fortíðar og skoðað viðhorf þín gagnvart því sem skiptir þig mestu máli má ná varanlegum árangri. Viðhorfum (sem stjórna hegðun) má auðveldlega breyta með aukinni sjálfsþekkingu.

Með því að fara í markþjálfun þar sem byggt er á heiðarleika og þínu eigin gildismati, hefur þú sjálfur bæði jákvæðari og varanlegri áhrifum á bæði viðhorf þitt, hegðun og framkvæmdarvilja. 

Verð: 69.000 kr.

Innifalið í námskeiði

  • NBI-huggreining (að verðmæti 19.800,-)
  • Bókin: Sigraðu sjálfan þig (að verðmæti 4.290,-)
  • Gildaspjöld (að verðmæti 2.490,-
  • 5 einkatímar í markþjálfun hjá PCC-vottuðum markþjálfa

Leiðbeinendur

Samkomulag

Lengd: 5 klst.

Næstu námskeið