Til baka
SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG - Lærðu að fylgja eftir og ná markmiðum þínum!
SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG - Lærðu að fylgja eftir og ná markmiðum þínum!

SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG - Lærðu að fylgja eftir og ná markmiðum þínum!

Vörunúmer 506002
Verð með VSK
14.400 kr.

Vörulýsing

Frábært námskeið ef þú vilt uppgötva þinn innri styrk, læra að nýta þér betur reynslu fortíðarinnar (sumir kalla það mistök fortíðar) og móta þér ferska, nýja og spennandi stefnu til framtíðar!
(ATH! Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið að hluta eða að fullu.)

Dagsetning og tími: Sunnudaginn 10. janúar frá 10:00 - 16:00.

Námskeiðið „SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG - Lærðu að fylgja eftir og ná markmiðum þínum!“ er markviss leið upp úr djúpum hjólförum vanans og stórt skref í átt að raunverulegum árangri í stað þess hætta við eða gefast upp á miðri leið.

Námskeiðið byggir að mestu á hugmyndafræði markþjálfunar og er einstakt tækifæri til innri tiltektar sem hefur hjálpað ótrúlega mörgum að marka sér nýja stefnu og finna sínar eigin leiðir. Markþjálfi segir þér hvorki hvað þér beri að gera né hvernig. Hann liðsinnir þér við að glöggva þig á þér og aðstæðum þínum frá fleiri sjónarhornum en áður. Hann hjálpar þér við að finna nýjar leiðir að árangri í öllu því sem að höndum ber og hvernig hægt er að viðhalda afrakstrinum.

Allt sem þú hefur gert hingað til, allar þær ákvarðanir sem þú hefur tekið, hafa komið þér þangað sem þú ert í dag. Ef þú vilt annað eða meira er líklegt að þú þurfir að opna augun fyrir möguleikum á að gera hlutina á annan veg, forgangsraða með öðrum hætti og koma þér markvisst og meðvitað út af þægindasvæði hversdagsins.

Eftir námskeiðið hefur þú lært:

  1. hvaða merkingu hefur að sigra sjálfan sig
  2. að gefa því athygli sem skiptir þig mestu máli
  3. hvernig hægt er að ná og viðhalda góðri yfirsýn
  4. að skilja eftir "farangur" sem þú vilt ekki hafa með þér á ferðalaginu framundan
  5. að skilja órjúfanlegt samhengi sjálfstrausts, sjálfsvitundar og sjálfsvirðingar
  6. mikilvægi þess að standa við litlu loforðin gagnvart þér
  7. að vera vakandi fyrir lævísum tímaþjófum
  8. að gera tímann að liðsmanni þínum í stað óvinar
  9. hvað leiðir henta þér til markmiðasetningar
  10. hvernig þú getur hætt að fresta því sem þig langar mest!

Áður en námskeiðið hefst fá nemendur aðgang að kennslukerfi Profectus þar sem þeir geta horft á kennslumyndbönd og undirbúið sig fyrir námskeiðið.

Þó að námskeiðið sé aðeins dagsstund þá er verkefni hvers og eins yfirleitt mun stærra og þjónar kennsluvefurinn því hlutverki að halda fólki við efnið eftir að námskeiðinu lýkur.

Upplýsingar um hvernig þú kemst inn í Tankinn, kennslukerifð okkar, verða sendar í tölvupósti 2 dögum áður en námskeiðið hefst. Þar er einnig að finna sérlega vandaða vinnubók sem fylgir með námskeiðinu.