Munurinn á ACSTH-vottuðu og ACTP-vottuðu námi

 
  • Allir fræðsluaðilar hér á landi eru með ACSTH-vottun á sínu námi sem er funægjandi fyrir nemendur til að geta sótt um ACC-vottun (fyrsta vottunarstig) hjá International Coaching Federation.
 
  • Profectus er eini fræðsluaðilinn sem hefur öðlast ACTP-vottun Heildarnámið sem er fullnægjandi nám fyrir bæði ACC-vottun (fyrsta vottunarstig) og PCC-vottun (annað vottunarstig) hjá ICF.

Hér að neðan eru stutt myndbönd sem lýsa hver munurinn er á þessum vottunarstigum.

ACSTH-vottun 

(ICF Approved Coach Specific Training Hours)

Í þessu myndbandi er farið yfir ýmislegt sem tengist vottunarferlið hjá þeim sem hafa lokið grunnnámi í markþjálfun ásamt því að útskýra muninn á Markþjálfa, Viðurkenndum markþjálfa og Vottuðum markþjálfa.

ACTP-vottun

(ICF Approved Coach Training Program)

Í þessu myndbandi er farið yfir ACTP-vottunarferlið og ávinning þess að taka Heildarnám í markþjálfun hjá Profectus.

Heildarnámið hjá Profectus (Grunnnnám og framhaldsnám tekið saman) er viðurkennt sem heilstætt nám þar sem nemendur læra ACC-færniviðmið í Grunnnáminu og PCC-færniviðmið í Framhaldsnáminu.