Siðareglur markþjálfa Profectus

- Sem markþjálfi mun ég:

  • Ekki staðhæfa neitt sem er ósatt eða villandi um það sem ég hef að bjóða sem markþjálfi, né heldur viðhafa rangar fullyrðingar í rituðum gögnum sem tengjast markþjálfun, mínum eigin viðurkenndu réttindum til starfans eða um ICF.
  • Gera nákvæma grein fyrir starfshæfni minni, sérfræðikunnáttu og reynslu sem markþjálfi, sem og viðurkenndum réttindum mínum og vottunum.
  • Ætíð halda í heiðri siðareglur ICF er ég gegni hlutverki markþjálfa, leiðbeinanda eða handleiðara í markþjálfun.
  • Viðhalda og varðveita gögn er varða starf mitt sem markþjálfi, og farga þeim, þannig að fyllsta trúnaðar og öryggis sé gætt og viðeigandi lögum og samþykktum sé fylgt.
  • Leitast við að forðast raunverulega eða mögulega hagsmunaárekstra og upplýsa um þá, séu þeir til staðar.
  • Bjóðast til að draga mig í hlé komi til hagsmunaárekstra.
  • Greina viðskiptavini mínum og kostunaraðila viðkomandi frá hvers kyns þóknun frá þriðja aðila sem ég kann að hljóta eða greiða fyrir vegna tilvísunar til þriðja aðila.
  • Því aðeins semja um þjónustu/vöruskipti eða önnur hlunnindi að það spilli ekki markþjálfunarsambandinu.
  • Ekki vísvitandi ætla mér nokkurn persónulegan, faglegan eða fjárhagslegan hagnað af markþjálfunarsambandinu, nema þá þóknun sem kveðið er á um í samkomulagi eða samningi um markþjálfunina.
  • Ekki gefa viljandi villandi eða röng fyrirheit um hvaða gagn viðskiptavinurinn eða kostunaraðilinn muni hafa af markþjálfun eða af mér sem markþjálfa.
  • Ekki veita verðandi viðskiptavinum eða kostunaraðilum upplýsingar eða ráð sem ég veit eða held að séu villandi eða röng. 
  • Gera skýrt samkomulag eða samning við viðskiptavina mína og kostunaraðila. Ég mun virða allt sem um er samið í tengslum við faglegt markþjálfunarsamband.
  • Tryggja, ýmist fyrir eða á fyrsta fundi, að viðskiptavinur minn og kostunaraðili/aðilar skilji eðli markþjálfunar, eðli og mörk trúnaðar, fjárhagslegar ráðstafanir og aðra skilmála markþjálfunarsamningsins.
  • Virða rétt viðskiptavinarins til að rjúfa markþjálfunarferlið hvenær sem er, í samræmi við samningsákvæði. Ég skal vera vakandi fyrir merkjum um að viðskiptavinurinn kunni ekki lengur að hafa hag af markþjálfunarsambandinu.
  • Hvetja viðskiptavin eða kostunaraðila til breytinga ef ég tel að annar markþjálfi eða aðili gæti betur þjónað þörfum hans.
  • Leggja til að viðskiptavinur minn leiti þjónustu annarra fagaðila telji ég það viðeigandi eða nauðsynlegt.
  • Halda í hvívetna trúnað um upplýsingar frá viðskiptavinum og kostunaraðilum, nema þeir, með formlegu samþykki, heimili annað eða lög krefjist þess. Trúnaðarskylda helst þótt samningi sé lokið.
  • Gera skýrt samkomulag um hvernig upplýsingum er markþjálfunina varða, er miðlað milli markþjálfa, viðskiptavinar og kostunaraðila. 
  • Skýra viðteknar reglur um trúnað er ég starfa við þjálfun nýliða í markþjálfun.
  • Heita því að halda í heiðri siðareglur ICF í starfi mínu sem markþjálfi.