Skilmálar Profectus

1. Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum www.profectus.is, í eigu Profectus ehf. 410304-3760 - Strandgötu 11, 220 Hafnarfjörður – í skilmálum þessum nefnt Profectus. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Profectus annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. „Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður vöru eða þjónustu til sölu á profectus.is
„Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup. Verð á vefsíðunni eru með virðisaukaskatti þar sem það á við samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn á vörum sem sendar eru til kaupenda, það á ekki við um þjónustu, náms eða námskeiða þar sem kaupandi mætir á staðinn.

2. Persónuupplýsingar

Profectus meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem berast Profectus eru skráðar rafrænt í gagnagrunn Profectus og aðeins umsjónaraðili kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar eru aldrei veittar þriðja aðila.
Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi Profectus samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Profectus í tölvupósti á info@profectus.is eða bréflega á heimilisfang Profectus, Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði. Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.

Profectus áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu. Engar kökur er settar til að bjóða upp á sérsniðnar auglýsingar. Profectus safnar engum upplýsingum í markaðslegum tilgangi, hvorki til að selja auglýsingar né notar í hagnaðarskyni.

3. Frágangur viðskipta

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Profectus. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Profectus. Ef senda á vöru til kaupanda þá skuldbindur Profectus sig til að póstleggja vöruna innan þriggja virkra daga. Ef varan er ekki til á lager er kaupandi upplýstur um það innan þriggja virkra daga og boðin endurgreiðsla á vörunni ef hann óskar eftir því frekar en að bíða eftir að varan verði fáanleg á ný.

Til að ganga frá skráningu í nám eða á námskeið þarf viðskiptavinur að greiða 10% staðfestingargjald ásamt því að tiltaka hvaða leið hann kýs að fara til að ganga frá eftirstöðvum námskeiðagjalda. Staðfestingargjald í nám eða á námskeið er alltaf óafturkræft. Ganga þarf frá eða semja um greiðslu eftirstöðva í síðasta lagi 14. dögum fyrir upphaf náms. Ef það er ekki gert lítur Profectus svo á að viðskiptavinur ætli sér ekki að taka þátt í náminu og afsali sér sæti sínu. Profectus er þá heimilt að selja öðrum sæti hans á námskeiðinu.

4. Skilareglur Profectus

Ógallaðri vöru er hægt að skila innan 30 daga gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti eða merkingu frá Profectus.
Vörum skal skilað í söluhæfu ástandi, bæði hvað varðar innihald og umbúðir. Fyrir skilavöru í söluhæfu ástandi endurgreiðir Profectus til viðskiptavinar. Tilkynna skal vöruskil á info@profectus.is. Athugið þegar vöru er skilað ber kaupandi ábyrgð á vörunni þar til hún hefur borist okkur. Kaupandi greiðir sendingarkostnað sé vöru skilað. Sé vara endursend verður hún að berast á heimilisfang Profectus.

Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á kassakvittun. Liggi kassakvittun ekki fyrir skal upphæð endurgreiðsla vera það verð sem gildir í versluninni þann dag sem skil eiga sér stað. Vöru fæst ekki skilað ef hún er hætt í sölu hjá Profectus, sérpöntuð eða útrunnin. Flutningskostnaður er ekki endurgreiddur. Staðfestingargjald fyrir námskeið eru ekki endurgreidd

Hafi viðskiptavinur fengið skemmda eða ranga vöru, ber honum að upplýsa okkur um það við fyrsta tækifæri og munum við taka fulla ábyrgð á því. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup. Ef vara telst sannarlega gölluð fæst henni skilað gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti eða merkingu frá Profectus. Hægt er að skipta gallaðri vöru út fyrir nýja eða endurgreitt að fullu.

5. Endurgreiðsla náms- og námskeiðagjalda

Athygli er vakin á að ef viðskiptavinur hættir við þátttöku í námi eða á námskeiði hjá Profectus innan tveggja vikna áður en námið eða námskeiðið hefst hefur viðskiptavinur hvorki rétt til endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi né staðfestingargjaldi. Hafi sá nemandi ekki greitt fyrir námskeiðið að fullu innan tveggja vikna áður en það hefst er hann engu að síður krafinn um fulla greiðslu.

Hafi nemandi greitt fyrir nám eða námskeið að hluta eða að fullu og hættir við þátttöku innan tveggja vikna áður en það á að hefjast eða eftir að nám er hafið er honum heimilt að skrá sig í sambærilegt nám innan tveggja ár og nýta það sem hann hefur þegar greitt sem greiðslu. Ef námið eða námskeiðið hefur hækkað í millitíðinni ber nemanda að greiða mismuninn en allt ofangreint þarf að gerast í samráði við Profectus og gildir einungis ef ekki er fullbókað á viðkomandi námskeið við upphaf þess.

6. Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema svo beri skylda gagnvart lögum. Þú samþykkir að veita núverandi, heilar og nákvæmar upplýsingar fyrir öll kaup sem gerðar eru í versluninni. þar á meðal netfangið þitt og kreditkortanúmer og gildistíma, svo að við getum lokið viðskiptum þínum og haft samband við þig eftir þörfum.

7. Lög og varnarþing.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

8 - Upplýsingar um Profectus

  • Profectus ehf.
  • Strandgötu 11
  • 220 Hafnarfjörður
  • 565 9111
  • info@profectus.is
  • Kt. 410304-3760
  • Vsk. nr. 83263
  • Banki: 545
  • HB: 26
  • Reikningur: 452