Vinnustaðagreining er verkfæri sem greinir velferð innan fyrirtækja. Greiningin inniheldur raunstöðugreiningu og mælingu á starfsánægju.
Raunstöðugreiningin felur í sér greiningu á þeim 10 þáttum sem hafa lykiláhrif á heilbrigði fyrirtækjamenningar.

Kostir vinnustaðagreingar eru meðal annars:
- Upplýsingar fást um raunstöðu fyrirtækis (staðan eins og hún er)
- Starfsánægjukönnun metur stöðu starfsánægju og hvernig hún tengist öllum undirflokkum
- Hún greinir þá þætti í umhverfinu sem teljast jákvæðir og þá sem teljast neikvæðir þá stundina
- Upplýsingarnar fást strax svo hægt er að bregðast við þeim
- Hægt er að takast á við áskoranir um leið og þær koma upp, áður en þær fara niður fyrir mörkin
- Það tekur starfsmann um 30-40 mínútur að fylla út spurningalistann svo niðurstöður eru tiltækar nánast samstundis
- Deildir og svið þar sem þættir (t.d. traust eða samskipti) eru neðan marka finnast strax
Það er löngu ljóst að framsækið starf þarf að fara fram í heilbrigðu umhverfi. Áður fyrr var það langt og flókið ferli að leggja mat á þá þætti sem mynda heilbrigt starfsumhverfi og oft var það alls ekki gert.
Eftir áralangar rannsóknir á farsælustu fyrirtækjum heims hafa verið rannsakaðir og skilgreindir þeir tíu lykilþættir í heilbrigðu starfsumhverfi sem skipta sköpum til þess að ná árangri á 21. öldinni. Niðurstöður starfsgreiningunnar beina sjónum að bæði jákvæðum og neikvæðum hliðum starfsumhverfis. Niðurstöðurnar eru einfaldar og áþreifanlegar og sýna ótvírætt hvar fyrirtækið er statt hvað þessa þætti varðar — hvar styrkleikarnir liggja og hver rými er til framfara.
Nánari útlistun þeirra lykilþátta vinnustaðarmenningar sem greindir eru:
TRAUST
YFIR MÖRKUM
- Stjórnendur og starfsfólk treysta hvert öðru og leita samtals.
- Starfsfólk finnur að það má tjá sig án ótta við afleiðingar.
- Mistök eru viðurkennd sem hluti af lærdómsferli.
UNDIR MÖRKUM
- Starfsfólk er hikandi við að tjá sig og tjá skoðanir sínar.
- Ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr og skortur er á gagnsæi.
- Ágreiningur leiðir til tortryggni eða ótta frekar en opins samtals.
SÍMENNTUN OG ÞJÁLFUN
YFIR MÖRKUM
- Tækifæri eru til símenntunar og starfsþróunar í samræmi við þarfir.
- Nám og vöxtur eru hluti af vinnustaðarmenningu.
- Þekking starfsmanna er metin og nýtt með virkum hætti.
UNDIR MÖRKUM
- Takmarkað framboð er á fræðslu eða þjálfun.
- Fólk finnur ekki að það þróist í starfi eða sé hvatt til vaxtar.
- Þekking starfsmanna er ekki nýtt né styrkt með markvissum hætti.
STARFSORKA OG ÁNÆGJA
YFIR MÖRKUM
- Starfsfólk er orkumikið og sýnir raunverulegan áhuga á verkefnum.
- Starfsánægja er sýnileg í orku starfsfólks, sköpun og jákvæðni.
- Léttleiki og húmor eru samþættir vinnunni.
UNDIR MÖRKUM
- Döpur eða þung stemning, almennt áhugaleysi og þreyta.
- Fólk lítur á vinnuna sem kvöð og telur sig fast í stöðu sinni.
- Vantar gleði, léttleika og tilgang í dagleg störf.
FRUMKVÆÐI
YFIR MÖRKUM
- Hugmyndir fá meðbyr og nýjungagirni er viðurkennd.
- Breytingar eru taldar tækifæri til umbóta.
- Starfsfólk hefur svigrúm/sveigjanleika og trú á að framlag þeirra hafi áhrif.
UNDIR MÖRKUM
- Nýjar hugmyndir eru hunsaðar eða ekki vel séðar.
- Breytingar mæta viðnámi eða tortryggni.
- Viðteknar venjur eru sjaldan eða aldrei skoðaðar með gagnrýnum hætti.
HLUTDEILD OG ÁBYRGÐ
YFIR MÖRKUM
- Starfsfólk finnur að það hefur áhrif og ber ábyrgð.
- Hlutdeild og samráð eru hluti af daglegri ákvörðunartöku.
- Fólk upplifir samstöðu og sameiginlega ábyrgð á árangri.
UNDIR MÖRKUM
- Fólk upplifir að það skipti litlu máli hvað það gerir eða segir.
- Ábyrgð virðist einungis hvíla hjá stjórnendum.
- Viðhorf „við starfsmennirnir og þeir sjórnendurnir“ er ríkjandi.
TJÁSKIPTI OG ORÐRÆÐA
YFIR MÖRKUM
- Tjáning er opin, skýr og hvetjandi.
- Gagnkvæm virðing er til staðar í orðræðu.
- Upplýsingaflæði innan fyrirtækisins og skilvirkt og gott.
UNDIR MÖRKUM
- Ríkt er neikvætt orðfæri og kaldhæðni.
- Tjáning er þvinguð eða óskýr.
- Upplýsingar flæða illa á milli starfshópa og/eða deilda.
SAMSKIPTI OG SAMVINNA
YFIR MÖRKUM
- Samskipti einkennast af virðingu og einlægni.
- Teymisvinna er skilvirk og fólk leitar hvert til annars.
- Hlýja og samkennd eru hluti af daglegum samskiptum.
UNDIR MÖRKUM
- Samskipti einkennast af virðingu og einlægni.
- Teymisvinna er skilvirk og fólk leitar hvert til annars.
- Hlýja og samkennd eru hluti af daglegum samskiptum.
BREYTINGAR OG SVEIGJANLEIKI
YFIR MÖRKUM
- Breytingar eru samþykktar sem hluti af lærdómsferli og framförum.
- Nýir möguleikar eru metnir og prófaðir reglulega.
- Sveigjanleiki í hugsun og framkvæmd er virtur.
UNDIR MÖRKUM
- Breytingar eru taldar ógna öryggi eða venjum.
- Hlutir eru gerðir „af því þetta hefur alltaf verið svona“.
- Fólk er tortryggið gagnvart nýjungum.
SKÝRLEIKI OG TILGANGUR
YFIR MÖRKUM
- Fólk skilur tilgang verkefna sinna.
- Stefna og sýn eru sýnilegar og skýrar.
- Samhengi er milli daglegra verkefna og stærri markmiða.
UNDIR MÖRKUM
- Starfsmenn vita ekki hvert fyrirtækið stefnir.
- Hlutverk einstakra starfa eru óskýr.
- Vantar tengingu milli verkefna og markmiða.
VIRÐING OG ÖRYGGI
YFIR MÖRKUM
- Sálrænt öryggi ríkir – fólk má vera það sjálft.
- Fjölbreytileiki er virtur og fagnað.
- Skoðanaskipti og opnar umræður eru öruggar og hvetjandi.
UNDIR MÖRKUM
- Starfsfólk finnur að það má ekki vera „það sjálft“ í vinnunni.
- Tjáning leiðir til óöryggis eða afleiðinga.
- Fordómar eða útilokun eru til staðar í menningu vinnustaðarins.
Við mælingar á starfsánægju er byggt á spurningalista sem Paul E. Spector hannaði og kallast starfsánægjukönnun (e. job satisfaction survey). Könnunin er viðurkennt mælitæki sem notað hefur verið við mælingar á þúsundum starfsmanna. Niðurstaða könnunarinnar sýnir stöðu starfsánægju út frá þriggja þrepa skala auk þess sem niðurstöður eru flokkaðar í níu mismunandi undirflokka sem allir tengjast hugtakinu starfsánægja.
Hagkvæmt og einfalt í framkvæmd
Vinnustaðagreining Profectus fyrirtækjaþjónustu er líklega hagkvæmasta og einfaldasta leiðin til að ná fram raunstöðu skipulagsheilda í þeim 10 lykilþáttum sem liggja til grundvallar heilbrigða fyrirtækjamenningar samhliða mælingu á starfsánægju.
-
Niðurstöðurnar liggja fyrir um leið og allir starfsmenn hafa svarað greiningunni.
-
Það tekur 30–40 mínútur að svara greiningunni.
-
Greiningin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svörun einstakra starfsmanna.
Bæklingur