Vinnustaðagreining Profectus

Vinnustaðagreining er verkfæri sem greinir velferð innan fyrirtækja. Greiningin inniheldur raunstöðugreiningu og mælingu á starfsánægju. Raunstöðugreiningin felur í sér greiningu á 10 þáttum sem hafa lykiláhrif á heilbrigði fyrirtækjamenningar.

Kostir vinnustaðagreingar eru meðal annars:

  • Upplýsingar fást um raunstöðu fyrirtækis (staðan eins og hún er) 

  • Starfsánægjukönnun metur stöðu starfsánægju og hvernig hún tengist 9 undirflokkum

  • Hún greinir þá þætti í umhverfinu sem teljast jákvæðir og þá sem teljast neikvæðir þá stundina

  • Upplýsingarnar fást strax svo hægt er að bregðast við þeim

  • Hægt er að takast á við áskoranir um leið og þær koma upp, áður en þær fara niður fyrir mörkin

  • Það tekur starfsmann um 30-40 mínútur að fylla út spurningalistann svo niðurstöður eru tiltækar nánast samstundis

  • Deildir og svið þar sem þættir (t.d. traust eða samskipti) eru neðan marka finnast strax

Það er löngu ljóst að framsækið starf þarf að fara fram í heilbrigðu umhverfi. Áður fyrr var það langt og flókið ferli að leggja mat á þá þætti sem mynda heilbrigt starfsumhverfi og oft var það alls ekki gert.

Eftir áralangar rannsóknir á farsælustu fyrirtækjum heims tókst Dr. Kobus Neethling að skilgreina þá tíu lykilþætti í heilbrigðu starfsumhverfi sem skipta sköpum til þess að ná árangri á 21. öldinni. Hann notaði þessa þætti til þess að þróa líkan þar sem sjónum er beint að bæði jákvæðum og neikvæðum hliðum starfsumhverfis. Niðurstöðurnar eru áþreifanlegar og sýna ótvírætt hvar fyrirtækið er statt hvað þessa þætti varðar.

Auðvelt er að hagnýta niðurstöðurnar – Raundæmi

Niðurstöður raunstöðugreiningarinnar koma á einföldu myndrænu formi. Raundæmið hér að neðan lýsir fyrirtæki sem hafði gengið í gegnum talsverðar þrengingar. Stjórnendur höfðu tapað trausti starfsmanna og fjarlægst þá vegna óvinsælla, en oft nauðsynlegra, ákvarðana og niðurskurðar. 

Símenntun hafði setið á hakanum og starfsmenn höfðu gengið í gegnum miklar breytingar. Samskiptin voru ennþá góð, en undir yfirborðinu hafði óánægjan verið að aukast. Niðurstöðurnar voru kynntar á starfsmannafundi ásamt markvissum úrbótum sem tengdust þeim lykilþáttum sem lentu „undir línunni“.

Átta mánuðum síðar sýndu mælingar alla lykilþætti réttum megin við línuna. 

Raunstöðugreining Prófectus

Nánari útlistun þeirra þátta sem greindir eru:

TRAUST

YFIR MÖRKUM

  • Starfsmenn geta verið opinskáir um það sem þeim finnst
  • Engin hætta á slæmum afleiðingum þegar fólk er á annarri skoðun
  • Fólk finnur fyrir raunverulegum stuðningi
  • Heilindi fyrirtækisins eru ekki véfengd

UNDIR MÖRKUM

  • Starfsmenn þora ekki að tjá skoðanir sínar
  • Starfsmenn efast um heilindi stjórnenda
  • Starfsmenn halda hugmyndum sínum og skoðunum út af fyrir sig

SÍMENNTUN OG ÞJÁLFUN

YFIR MÖRKUM

  • Starfsmenn upplifa stöðugan persónulegan þroska
  • Starfsmönnum finnst þeir geta átt frumkvæði að eigin þjálfun
  • Virðing er borin fyrir ólíkum námsaðferðum

UNDIR MÖRKUM

  • Ófullnægjandi sjálfsstyrkingarleiðir
  • Þjálfun og þróun er handahófskennd og stopul
  • Ekki eiga allir í fyrirtækinu kost á þjálfun

STARFSÁNÆGJA

YFIR MÖRKUM

  • Vinnustaðurinn er skemmtilegur
  • Starfsmenn eru afslappaðir
  • Húmor er snar þáttur í fyrirtækjamenningunni

UNDIR MÖRKUM

  • Skemmtun og hlátur er ekki samþykktur
  • Vinnan er alvörumál
  • Ekki er hvatt til þess að fólk blandi geði hvert við annað

TUNGUTAK

YFIR MÖRKUM

  • Jákvætt tungutak er venjan
  • Tungutakið grundvallast á hvatningu og stuðningi
  • Það er meðvitað reynt að forðast neikvætt tungutak

UNDIR MÖRKUM

  • Neikvætt tungutak er venjan
  • Tungutakið einkennist af neikvæðni og bölmóð
  • Ekki er hvatt til jákvæðs tungutaks

HLUTDEILD

YFIR MÖRKUM

  • Öllum starfsmönnum finnst þeir eiga hlutdeild í fyrirtækinu
  • Starfsmenn taka virkan þátt í að móta markmið og áætlanir
  • Hver starfsmaður ber ábyrgð á eigin frammistöðu í starfi

UNDIR MÖRKUM

  • Grunnhugsunin er VIÐ á móti ÞEIM
  • Starfsmönnum finnst þeir hafa lítið sem ekkert að segja um rekstur fyrirtækisins
  • Þetta er bara fyrirtæki, ekki MITT fyrirtæki

ORKA

YFIR MÖRKUM

  • Stemningin er frjó og kraftmikil
  • Starfsmenn hafa ástríðu fyrir vinnu sinni
  • Starfsmenn hafa hvata til þess að vinna og afkasta

UNDIR MÖRKUM

  • Starfsmenn eru þróttlausir
  • Starfsmenn hafa lítinn áhuga á framtíðinni
  • Sinnuleysi og þátttökuleysi er ríkjandi

FRUMKVÆÐI

YFIR MÖRKUM

  • Litið er á breytingar sem tækifæri, en ekki ógn
  • Ekki er litið svo á að breytingar og áskoranir séu vafasamar, heldur að þær séu nauðsynlegar fyrir stöðuga framþróun
  • Starfsmenn eru reiðubúnir að laga hugsun sína og verklag að nýjum hugmyndum og aðferðum

UNDIR MÖRKUM

  • Það er streist á móti breytingum
  • Starfsmönnum finnst í lagi að breyta engu, heldur gera bara hlutina „eins og við höfum alltaf gert“
  • Starfsmönnum finnst breytingar vera ógnandi

SAMSKIPTI

YFIR MÖRKUM

  • Starfsmenn sýna hver öðrum raunverulegan áhuga
  • Hvatt er til hugmyndasköpunar og frumkvæðis
  • Starfsmenn óttast ekki starfsfélaga sína eða stjórnendur og eru reiðubúnir að lýsa yfir stuðningi eða annarri skoðun eftir því sem aðstæður krefjast

UNDIR MÖRKUM

  • Gagnrýni og fordæming á öðrum er venjan
  • Það er afar lítill stuðningur og skilningur meðal starfsfólks
  • Nöldur, óvild og neikvæð gagnrýni er daglegt brauð

BREYTINGAR

YFIR MÖRKUM

  • Hvatt er til þess að endurskoða gamaldags reglur og venjur
  • Spurningar, rannsóknir og eftirgrennslan eru snar þáttur í fyrirtækjamenningunni
  • Vel er tekið í nýjar hugmyndir og nýjar aðferðir

UNDIR MÖRKUM

  • Ekki er heimilt að vefengja gamaldags reglur
  • Reynt er að forðast nýjar hugmyndir
  • Starfsmenn sem ekki fylgja reglum eru gagnrýndir og fordæmdir
  • Starfsmönnum leyfist ekki að gera mistök

BOÐSKIPTI

YFIR MÖRKUM

  • Boðskipti eru opin og örvandi fyrir alla
  • Ekkert stendur í vegi fyrir lóðréttum og láréttum boðskiptum
  • Starfsmenn hlusta hver á annan og eru meðvitaðir um aðstæður

UNDIR MÖRKUM

  • Starfsmenn hlusta ekki hver á annan
  • Boðskipti einkennast af reiði, óvild og augljósri vanþóknun
  • Starfsmenn þora ekki að segja skoðun sína
  • Neikvæð boðskipti eru venjan

Við mælingar á starfsánægju er byggt á spurningalista sem Paul E. Spector hannaði og kallast starfsánægjukönnun (e. job satisfaction survey). Könnunin er viðurkennt mælitæki sem notað hefur verið við mælingar á þúsundum starfsmanna. Niðurstaða könnunarinnar sýnir stöðu starfsánægju út frá þriggja þrepa skala auk þess sem niðurstöður eru flokkaðar í níu mismunandi undirflokka sem allir tengjast hugtakinu starfsánægja.

Hagkvæmt og einfalt í framkvæmd

Vinnustaðagreining Profectus fyrirtækjaþjónustu er líklega hagkvæmasta og einfaldasta leiðin til að ná fram raunstöðu skipulagsheilda í þeim 10 lykilþáttum sem liggja til grundvallar heilbrigða fyrirtækjamenningar samhliða mælingu á starfsánægju.

  • Niðurstöðurnar liggja fyrir um leið og allir starfsmenn hafa svarað greiningunni.

  • Það tekur 30–40 mínútur að svara greiningunni.

  • Greiningin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svörun einstakra starfsmanna.