Grunnnám í markþjálfun - Gerðu gott betur!

Gerðu gott betur!

(e. Bringing Out The Best)

Kraftmikið markþjálfanám frá Profectus með ríka áherslu á að efla  innri styrk og tilfinningagreind nemenda svo þeir séu færir um að valdefla aðra að námi loknu.

Megintilgangur námsins er að kenna nemendum að stuðla að persónulegum og faglegum vexti. Lykilhlutverk markþjálfa er að vera í senn styðjandi og áskorandi og hjálpa fólki að öðlast skýra og hvetjandi framtíðarsýn, ná markmiðum sínum og framkalla jákvæðar breytingar.

Sýn - Stefna - Framkvæmd

Það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir markþjálfa eins og nú. Einhvern sem getur liðsinnt öðrum við að ná áttum, hjálpað þeim að finna tækifæri þar sem hindranir virðast allt um kring og finna jákvæðni í eigin huga þegar bölsýnin hefur verið lengi í sviðsljósinu. Það sem bíður margra er ný heimsmynd þar sem þeir munu þurfa aðstoð við að finna nýja stefnu og forgangsraða upp á nýtt.

Í þessu námi öðlast nemendur skýrari sýn á sjálfa sig og læra að skilja þau öfl sem ráða því hvaða ákvarðanir við tökum eða okkur skortir hugrekki til að taka. Markþjálfinn lærir að færni hans í hlutverkinu snýst ekki um hvað hann kann eða hvað hann gerir, heldur hver hann er.

Markþjálfunarnám Profectus er hagnýtt og þroskandi nám jafnt fyrir þá sem vilja nýta sér markþjálfun í starfi sínu sem og þá sem hyggja á alþjóðlega vottun sem sjálfstætt starfandi markþjálfar.

Námið er haldgóð viðbót við alla þá menntun og/eða reynslu sem þú hefur. Markþjálfun er ein áhrifaríkasta leiðin sem um getur til að skapa meiri vöxt og til að auka árangur. Lykilhlutverk markþjálfa er að vera í senn styðjandi og áskorandi við að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og að ganga í gegnum breytingar.

Markþjálfanám á vorönn 2024

Grunnnám  -  22. janúar til 10. mars (Fullt)

Kennt í Reykjavík, á Hótel Kríunesi við Elliðavatn

  1. Farið af stað: Kennt er í 2 klst. þann 22. jan. frá 17-19 á ZOOM.
  2. Fyrsta lota: (3 dagar): Kennt er 26. jan. til 28. jan. frá 8:30-16:30 í Kríunesi.
  3. Mentormarkþjálfun: 2 klst. þann 20. feb. frá 17-19 á ZOOM. 
  4. Önnur lota: (3 dagar): Kennt er 8. mar. til 10.mar. frá 8:30-16:30 í Kríunesi.

Grunnnám  -  2. apríl til 12. maí 

Kennt í Reykjavík, á Hótel Kríunesi við Elliðavatn

  1. Farið af stað: Kennt er í 2 klst. þann 2. apr. frá 17-19 á ZOOM.
  2. Fyrsta lota: (3 dagar): Kennt er 5. apr. til 7. apr. frá 8:30-16:30 í Kríunesi.
  3. Mentormarkþjálfun: 2 klst. þann 22. apr. frá 17-19 á ZOOM.
  4. Önnur lota: (3 dagar): Kennt er 10. maí til 12. maí frá 8:30-16:30 í Kríunesi.
  • Verð: 498.000,- (50.000 kr. staðgreiðsluafsláttur). 

Við bendum nemendum á að kanna möguleika sína á niðurgreiðslu námsgjalda hjá stéttarfélögum að hluta eða í heild, allt eftir áunnum réttindum hvers og eins. Hægt er að dreifa greiðslum með ýmsum hætti.

Námið er byggt á víðtækri reynslu og þekkingu

Markþjálfanám er valdeflandi og áhrifaríkt nám vegna þess að í náminu ferð þú í gegnum sama sjálfskoðunar- og umbreytingaferli sem þú lærir að leiða aðra í gegnum að námi loknu. Síðustu 8 ár höfum við hjá Profectus útskrifað rúmlega 550 markþjálfa hér á Íslandi og víða erlendis.

Allt náms- og kennsluefni sem er notað í Markþjálfanámi Profectus höfum við sjálf þróað frá upphafi og gerum enn. Við höfum lagt mikinn metnað í að uppfæra námið og námsefnið og tryggja að við séum í fremstu röð meðal jafningja og miðlum til nemenda okkar því nýjasta sem er að gerast í heimi markþjálfunar hverju sinni. 

Sérhannað stafrænt kennslukerfi á netinu

Nemendur fá aðgang að sérsniðnu kennslukerfi Profectus eitt ár eftir að námi lýkur. Þú getur skoðað kennslukerfið með því að smella HÉR. Í kerfinu hafa nemendur aðgang að námsgögnum, verkefnum og öðru stuðningsefni svo sem kennslumyndböndum, fag- og fræðigreinum ásamt öllum verkefnum sem tengjast markþjálfanáminu. Þar geta þeir einnig komið á og viðhaldið sambandi við núverandi og fyrrverandi nemendur Profectus, bæði hér- og erlendis. 

Eftir námið hefur þú:

  • Yfirgripsmikla þekkingu á öllum 8 hæfnisþáttum ICF (International Coaching Federation)
  • Lært að skilja markþjálfunarferlið og vinna markvisst eftir því
  • Markþjálfað undir leiðsögn vottaðra PCC-markþjálfa
  • Séð að minnsta kosti 4 vottaða markþjálfa að störfum
  • Lært að nota og vinna með verkfæri Profectus, tilfinninga-, gilda-, styrkleika- og spurningaspjöld
  • Lært að minnsta kosti fimm mismunandi aðferðir við að markþjálfa
  • Lært tengslamyndun og jákvæða endurgjöf
  • Lært að skapa og viðhalda trausti og nærveru í samskiptum
  • Lært djúpa hlustun (1. 2. og 3. stig)
  • Lært hvernig hægt er að nýta áhrifamátt speglunar í samskiptum
  • Lært spurningatækni - hvernig hægt er leita nýrra lausna með kraftmiklum spurningum
  • Lært nokkrar mismunandi aðferðir við markmiðasetningu
  • Fengið NBI-huggreiningu og 8 bls. skýrslu með þínu hugsniði
  • Lært að nýta persónugreiningar við markþjálfun
  • Lært að þekkja og virða siðareglur ICF
  • Lært bein tjáskipti – að tala um hlutina eins og þeir eru
  • Lært að greina og bregðast við hugskekkjum
  • Fengið markþjálfun frá samnemendum og vottuðum ICF-markþjálfa
  • Farið í gegnum viðamikla sjálfsskoðun og kortlagt styrkleika þína  og þróunarsvið
  • Lokið þeim ACSTH (Approved Coach Specific Training Hours) tímum sem þarf til að sækja um ACC-réttindi hjá ICF
  • Lært hvernig hægt er að nýta nýjustu uppgötvanir í taugavísindum (e. neuroscience) til að auka áhrifamátt markþjálfunar
  • Öðlast gjaldgöngu í ICF-Iceland og samfélag markþjálfa á Íslandi
  • Tækifæri á að sækja og viðhalda þekkingu þinni (þér að kostnaðarlausu) með því að mæta á „Orkuskot“ fjórum sinnum á ári hjá Profectus - þar sem farið er dýpra í markþjálfunarfræðin
  • Sjö af tíu mentor-markþjálfunartímum sem þarf til að sækja um ACC-vottun frá ICF (þér að kostnaðarlausu).

Hér er tafla sem lýsir því hvaða forsendur nemendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um ICF-vottun:

ACC - PCC - MCC

Framúrskarandi námsefni

Hér má sjá það námsefni sem nemendur fá þegar þeir hefja nám í markþjálfun hjá okkur. Fyrrverandi nemendur hafa á orði að námsefnið, efnistökin og yfirferðin sé meiri en fólk á að venjast. Námsefni okkar er skrifað, þróað og hannað af okkur. Við erum leiðandi þegar kemur að þróun verkfæra og skapandi leiða til að vinna með hugmyndafræði markþjálfunar. 

Grunnnámspakkinn:

  • 216 bls. kennslumappa með öllum skyggnum, praktískum upplýsingum og verkefnum

  • Geggin mín - dagbók sem heldur utan um markmið, drauma og persónulega sigra.

  • Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur? (Höfundur er kennari í náminu)

  • Mikilvægustu gildin mín (framleitt af Profectus). Verkfæri sem notað er af markþjálfum til að vinna með gildi, innri áttavitanum í lífinu.
  • 107 algengar tilfinningar (framleitt af Profectus) . Verkfæri sem bæði er notað í markþjálfun og einnig til að auka tilfinningalæsi og tilfinningagreind nemenda.

  • Styrkleikarnir mínir (framleitt af Profectus) . Verkfæri sem bæði er notað í markþjálfun og einnig til að vinna markvisst með styrkleika.

  • 99 kraftmiklar spurningar (framleitt af Profectus) . Verkfæri sem notað er í markþjálfun til að hjálpa fólki að skoða stórum myndina, fá hugmyndir og hugsa lengra.

Greiðslur námsgjalda

Eftir að skráning hefur borist okkur eru stofnaðar tvær kröfur í heimabanka, ein upp á 49.800,- sem er staðfestingargjald. Þegar það er greitt hefur nemandi tryggt sæti sitt í náminu. Staðfestingargjald er óafturkræft. Seinni krafan er fyrir eftirstöðvum með eindaga tveimur vikum áður en námið byrjar. Einnig eru fleiri leiðir í boði til að dreifa greiðslum ef sá kostur hentar betur.

Athygli er vakin á að nemandi sem hættir við þátttöku innan tveggja vikna fyrir nám hefur hvorki rétt til endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi né staðfestingargjaldi.

Ef nemandi þarf að hætta við nám innan tveggja vikna fyrir nám eða eftir að nám er hafið, vegna óviðráðanlegra orsaka (til dæmis veikinda eða slyss), getur hann skráð sig í sambærilegt nám innan tveggja ára, sér að kostnaðarlausu. Það þarf að gerast í samráði við okkur og gildir einungis ef ekki er fullbókað á viðkomandi námskeið við upphaf þess.

Við bendum nemendum á að kanna möguleika sína á niðurgreiðslu námsgjalda hjá stéttarfélögum að hluta eða í heild, allt eftir áunnum réttindum hvers og eins. Hægt er að dreifa greiðslum með ýmsum hætti.

Greiðslumöguleikar

Ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 14 dögum fyrir upphaf námskeiðs.

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka Profectus: 0545 - 26 - 452. Kt: 410304-3760.

2. Vaxtalaus dreifing greiðslna í allt að 6 mánuði (stofnaðar eru kröfur í heimabanka)

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á info@profectus.is 

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða. (kostnaður við lántöku bætist við námsgjöld)

4. Netgíró https://www.netgiro.is/ til allt að 24 mánaða.

Af hverju ættir þú að læra Markþjálfun hjá Profectus?

Alþjóðleg réttindi

Markþjálfanám Profectus er alþjóðlega vottað af ICF (International Coaching Federation) sem fullnægjandi grunnám fyrir ACC-réttindi, rétt eins og aðrir sem eru að bjóða upp á þetta nám á Íslandi.

Algengur misskilningur er að einhver munur sé á því vottaða námi sem boðið er upp á hér á Íslandi. Staðreyndin er að það eru allir að undirbúa nemendur sína fyrir sömu vottunina hjá ICF.

Í grunnnámi í markþjálfun er megináhersla lögð á að nemendur öðlist haldbæran skilning á öllum þeim átta hæfnisþáttum sem eru grunnurinn að því að verða vottaður markþjálfi. Í framhaldinu er tímabært fyrir markþjálfa að móta sér stefnu í átt að því hvernig markþjálfi hann vill verða, hvaða sviði hann vil sérhæfa sig á. Það má líkja þessu við bílpróf. Í upphafi læra allir nemendur það sem þarf til að keyra bíl, burtséð frá því hvernig þeir ætla að nýta sér það í framhaldinu.

Engin kvöð er á nemendum að fara alla leið í vottun, en við aðstoðum alla okkar nemendur í því ferli velji þeir að fara alla leið. ACC-réttindin eru ekki innifalin í verði neinna sem bjóða upp á þetta nám en við erum öllum okkar nemendum innan handar við það, kjósi þeir svo.

Kennarar með djúpa þekkingu og mikla reynslu

Kennarar Profectus eru með reyndustu markþjálfum á Íslandi. Þeir sem leiða námið eru með PCC-réttindi frá ICF og um það bil 8.500 klst reynslu í markþjálfun. Á ferilskrá þeirra liggja nokkrar bækur um markþjálfun, t.d. "The Whole Brain Leader" sem gefin út af hinu virta útgáfufyrirtæki SAGE, bókin "Sigraðu sjálfan þig" sem Vaka Helgafell gaf út 2018, bókin "Hver ertu og hvað viltu?" gefin út af Vöku Helgafelli 2020 og bókin "Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur" sem Vaka Helgafell gaf út 2022.

Alþjóðlegt tengslanet

Profectus hefur um árabil boðið upp á staðarnám í markþjálfun erlendis, m.a. í Suður Afríku og á Írlandi. Margir íslenskir nemendur okkar hafa tengst öðrum nemendum, bæði hérlendis og erlendis þar sem þeir skiptast á að markþjálfa hvorn annan.

Námsgögn

Innifalið í verði námsbrautarinnar eru þrjár bækur um markþjálfun þar sem nemendur kynnast faginu frá mismunandi sjónarhornum, bæði frá sjónarhorni leiðtogans og einnig venjulegs fólks sem vil meira.

Fullkomið kennslukerfi

Allir nemendur fá aðgang að Tankinum, sérsmíðuðu kennslukerfi Profectus í heilt ár eftir að námi þeirra lýkur. Í Tankinum hafa þeir aðgang að námsgögnum, verkefnum og öðru stuðningsefni svo sem kennslumyndböndum, fag- og fræðigreinum ásamt öllum verkefnum sem tengjast markþjálfanáminu. Þar geta þeir einnig komið á og viðhaldið sambandi við núverandi og fyrrverandi nemendur Profectus, bæði hérlendis og erlendis. 

Tæki og tól

Profectus hefur frá stofnun (2012) sérhæft sig í markþjálfun. Öll þjónusta sem boðið er upp á hjá Profectus er lituð af hugmyndafræði markþjálfunnar. Við höfum unnið með mörgum stærstu fyrirtækjum landsins við leiðtogaþjálfun og valdeflandi fræðslu. Við höfum á þeirri vegferð notast við margvísleg greiningartól og viðurkenndar aðferðir sem við deilum með nemendum okkar. Við vitum hvað virkar í mismunandi aðstæðum og deilum þeirri þekkingu í orði og á borði.

Hvað segja nemendur okkar um námið?

Verð: 498.000 kr. (448.000 stgr.)
Lengd: 80 klst.

Innifalið í námskeiði

  • Kennsla hjá reyndum markþjálfum (ACC, PCC) 

  • Persónuleg NBI-huggreining (að verðmæti 19.800)

  • Bókin “The Whole Brain Leader” (eftir Ingvar Jónsson og Sjoerd de Waal)

  • Vinnubókin “Coaching - bringing out the best” (eftir Ingvar Jónsson)

  • Bókin „Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur!" (eftir Ingvar Jónsson)

  • Gildaspjöld, Tilfinningaspjöld, Styrkleikaspjöld og 99 Kraftmiklar spurningar

  • Vönduð námsgögn og vinnubók og aðgangur að kennslukerfi Profectus í 12 mánuði eftir að námi lýkur.

  • Fullt fæði á meðan náminu stendur (kaffi, meðlæti og 6 x hádegisverður)

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson
PCC-markþjálfi

Ingvar Jónsson

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 25 ár. Hann er Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, NBI-master trainer og EQ-i Practitioner. Hann var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.

Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur í gegnum tíðina þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri. Hann þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans. Ingvar hefur einnig starfað sem skemmtikraftur og tónlistamaður í tæp 30 ár sem endur-speglast í léttri og skemmtilegri framsetningu hans á því efni og þekkingu sem hann miðlar.

Ingvar hefur síðustu 7 ár skrifað og þróað nánast allt námsefni fyrir bæði Grunn- og Framhaldsnám Profectus. Hann er einnig rithöfundur og hefur síðustu ár skrifað nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla að verulegu leyti um markþjáflun og nokkrar þeirra eru hluti af námsefni okkar. Þar má nefna: The Whole Brain Leader (2015) - Coaching - Bringing out the best (2016) - Sigraðu sjálfan þig! (2018) - Hver ertu og hvað viltu? (2020) og Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022)

Örn Haraldsson
PCC-markþjálfi

Örn Haraldsson

Örn er sveitastrákurinn í teyminu, óx upp í sveitinni og ber þess heillandi merki. Hann hefur komið víða við á leið sinni í gegnum lífið, allt frá því að vinna við forritun og hugbúnaðarþróun auk þess að hafa lært og starfað sem jógakennari. Örn er einn af þeim sem er flestum stundum með báða fætur á jörðinni en á sama tíma reynist honum afar auðvelt nýta sína frjóu- og víðtæku hugsun sér og öðrum til framdráttar.

Einn af hans verðmætustu kostum í hlutverki kennara er að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er bæði víðlesinn og rökfastur. Honum er eðlislægt að tala um hlutina eins og þeir eru af yfirvegun en um leið ótakmarrkaðri virðingu fyrir skoðunum og viðhorfum annarra. Örn starfar í fullu starfi sem markþjálfi en hefur síðustu ár sérhæft sig í teymisþjálfun og er afar eftirsóttur sem slíkur.

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir
ACC-markþjálfi

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir  er með MSc í Stjórnun og stefnumótun, BS-hagfræði, ACC vottaður stjórnenda- og leiðtogaþjálfi, vottaður EQ-i 2.0 Practioner tilfinningagreindarþjálfi og NBI Practioner og Whole Brain Coach.

Hjördís elskar að sjá fólk upplifa það að ná árangri umfram væntingar um eigin getur og sjá teymi vinna þannin saman að töfrar verði til. Að mati hennar felst lykillinn að árangri í hugrekki til breytinga. Hjördís er kjörinn ferðafélagi á slíkri vegferð sem hvetur, ögrar og hrósar.

Ingunn Helga Björnsdóttir
ACC-markþjálfi

Ingunn Helga Björnsdóttir

Ingunn Helga ólst upp á Húsavík en er búsett á Akureyri og annar tveggja kennara sem eru í forsvari fyrir markþjálfanámi okkar þar. Hún lauk námi sem landfræðingur frá Háskóla Íslands og í framhaldinu meistaranámi á því sviði á Írlandi með áherslu á skipulagsmál. Hún starfaði sem verkefnastjóri starfsþróunar hjá Akureyrarbæ í 11 ár. Samhliða því starfi kláraði hún kennsluréttindanám í Háskólanum á Akureyri.

Eins og góðum markþjálfa sæmir, með opinn huga og trú sjálfri sér fann hún vaxandi ástríðu fyrir því sem snýr að hinu mannlega, vexti, sjálfsþekkingu og þroska. Ingunn er sönn birtingarmynd þess að vera fylgin sér því auk þess að hafa síðustu ár lokið tvöföldu framhaldsnámi í markþjálfun hefur hún einnig bætt við sig meistaranámi í fullorðinsfræðslu frá HÍ. Auk þess að kenna hjá okkur starfar hún við verkefnastjórn starfsþróunar hjá SÍMEY á Akureyri.

Geirlaug Björnsdóttir
ACC-markþjálfi

Geirlaug Björnsdóttir

Geirlaug er einn af okkar kennurum sem býr yfir bæði ótrúlega fjölbreyttri og langri reynslu af því að vinna með fólki í að finna sinn farveg og tilgang. Hún er þroskaþjálfi og fjöskyldufræðingur að mennt og hefur komið víða við. Hún starfaði Í 12 ár sem framkvæmdarstjóri Starfsendurhæfingu Norðurlands, allt frá stofnun til ársins 2018 þar sem hún var leiðandi afl í stefnumótun og uppbyggingu. Hún er ásamt Ingunni Helgu í forsvari fyrir kennslu markþjálfanáms okkar á Akureyri.

Það má segja að eftir að hún lauk bæði grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun hafi Geirlaug fundið sína leið þar sem reynsla hennar, menntun og þekking hafi fléttast saman við hennar köllun, að aðstoða aðra við að finna sjálft sig og draumum sínum farveg. Hennar kjarnafærni sem markþjálfi er alúðarfesta og einlæg trú hennar að geta fólks til að ná árangri sé nánast takmarkalaus. Vendipunktur okkar er þegar við lærum og viðurkennum að möguleikar okkar eru bundnir vilja okkar á að taka fulla ábyrgð á þeim árangri sem við viljum ná.



Ummæli

Hvað fannst fyrrverandi nemendum um námið?

Námskeiðið var frábært. Námið fór langt fram úr væntingum og mun nýtast í leik og starfi mínu sem stjórnandi. Ég hafði hugsað um þetta í nokkurn tíma að fara í markþjálfanám og er mjög ánægð með að hafa farið í námið hér. Ég hlakka til næstu skrefa með hópnum.

​​Lærði mjög margt um sjálfan mig og fékk afar gott verkfæri til að nota í vinnu minni sem félagsráðgjafi. Ég mæli með þessu námi fyrir alla sem eru að vinna í markmiðasetningu eða við hjálp til sjálfshjálpar með öðru fólki.

​​Þetta markþjálfanám hjá Profectus hefur breytt lífi mínu. Ekki aðeins hef ég lært að þekkja sjálfan mig upp á nýtt heldur eru viðskiptavinir mínir einnig að ná mun meiri árangri en áður.

​Efir markþjálfanámið hjá Profectus hef ég lært að hlusta meira og tala minna. Sem sálfræðingur hef ég náð dýpri tengingu við skjólstæðinga mína og þeir taka nú meiri ábyrgð á eigin bataferli.

​Kraftmikið námskeið sem gaf mér fullt af nýjum verkfærum í kistuna. Verkfærum sem ég get nýtt í starfi og einkalífi. Ég lærði aðferð sem er mun áhrifaríkari en þær leiðir sem ég hef notað til þessa við að hvetja aðra áfram í starfi.

​​Frábært nám. Hnitmiðað. Fær mann til að vilja læra meira og kynna þetta fyrir sem flestum. Mjög öflugt samskiptaform.

​​Námskeiðið var frábært! Ég geng út með fullt af ástríðu og eldmóð, með stútfulla verkfæratösku sem mun nýtast mér vel í leik og starfi. Umgjörð og skipulag námskeiðsins var til fyrirmyndar, alveg upp á 10! Ég lærði mikið inn á og um sjálfa mig sem er ekki síður mikilvægt í þessu ferli.

​Námskeiðið kemur til með að nýtast mér á svo margan hátt, bæði hvað varðar vinnu og einkalíf. Frábært verkfæri til að horfa á hlutina á annan fátt. Ég sé fyrir mér að nýta þetta til að efla liðsheild og innleiða nýja starfsmenn að teyminu.

​​Markþjálfanámið hefur gefið mér gríðarlega margt:

  • Aðferðin er afar góð og árangursrík.

  • Sjálfsþekkingin er meiri hjá sjálfri mér sem gerir að verkum að árangurinn verður meiri.

  • Ég hef náð að skilja og tileinka mér markþjálfahlutverkið þannig að ég get nýtt það til að hjálpa öðrum.

  • Markmiðasetning verður auðveldari

  • Námið hefur eflt sjálfsvitund mína og minna markþega

  • Öll verkfærin sem okkur voru færð eru afar góð og nýtileg.

  • Gaman að læra, ögra sér og varða framtíðina.

  • Þetta námskeið hefur nú þegar haft veruleg, jákvæð áhrif í mínu lífi.

Fyrrverandi nemendur úr öllum lögum þjóðfélagsins