Nám og námskeið

ICF vottað Markþjálfanám (ACC)

Markþjálfunarnám Profectus er sérlega hagnýtt og uppbyggjandi nám fyrir alla sem vilja nýta sér markþjálfun í starfi sínu eða hyggja á alþjóðlega vottun sem sjálfstætt starfandi markþjálfar. Námið er haldgóð viðbót við alla þá menntun og/eða reynslu sem þú hefur.

Sigraðu sjálfan þig!

Fyrir venjulegt fólk sem er tilbúið að horfast í augu við sjálft sig og taka ábyrgð á eigin lífi. Á námskeiðinu lærir þú leiðir til að brúa bilið á milli raunveruleikans – hver sem hann er – og þess veruleika sem þig dreymir um. Á námskeiðinu er boðið er upp á fjölmörg verkfæri og einstakt tækifæri til sjálfsskoðunar í víðu samhengi. 

Viltu komast upp úr drullupolli vanans og gera 2019 að besta árinu hingað til? Viltu læra í eitt skipti fyrir öll hvernig maður tekur og stendur við stefnumótandi ákvarðanir í lífinu? Það seldist upp á flest námskeiðin 2018. Ekki bíða með að skrá þig því þetta námskeið mun verða upphafið af einhverju nýjju, spennandi og skemmtilegu - ef það er það sem þú vilt.

ATH! Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið að hluta eða að fullu.

Listin að selja meira og betur

Hvernig við seljum og þjónustum okkar viðskiptavini, hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, og eigum samskipti veltur allt á því hvernig við hugsum! Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin, aðrir heildarmyndina.

Stjórnandinn sem Markþjálfi

Sérsniðið námskeið fyrir stjórnendur sem vilja stuðla markvisst að persónulegum og faglegum vexti hjá sér og sínu fólki. Megintilgangur námskeiðsins er að kenna stjórnendum markvissa lausnaleit og útkomumiðaða hugsun. Á námskeiðinu læra stjórnendur þá lykilþætti markþjálfunar sem nýtast þeim best í starfi.

Whole Brain Coach

Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna heildarhugsun og hvernig hægt er að nýta hana í markþjálfun og/eða sem stjórnandi til að stuðla að vexti og framförum. NBI-verkfærin eru fyrst og fremst þróunarverkfæri.

Persónuleg stefnumótun

Persónuleg stefnumótun er markþjálfunarferli fyrir þá sem vilja gera líðandi ár að sínu besta ári hingað til. Það skiptir engu máli hvaðan þú kemur því í þessu markþjálfamiðaða ferli er eingöngu skoðað hvert þú vilt fara og hvernig þú ætlar að komast þangað.

Styrkur heildarhugsunar

Það hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, stjórnum fólki, seljum og þjónustum viðskiptavini veltur á því hvernig við hugsum. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin - og enn aðrir heildarmyndina.

Nútímastjórnun og yfirsýn

Í nútímasamfélagi er hraðinn orðinn það mikill að oft er erfitt er að ná og halda yfirsýn yfir öll þau verk sem fyrir liggja. GTD nútímastjórnunarkerfið er heildstætt kerfi sem auðvelt er að tileinka sér. Viltu öðlast meiri hugarró og segja streitunni stríð á hendur? þá er þetta námskeið sem þú ættir að skoða.

Framhaldsnám í markþjálfun (PCC)

Langar þig að taka markþjálfann ALLA LEIÐ?

Framhaldsnám í markþjálfun hjá Profectus er fyrir þá sem hafa lokið við a.m.k. 60 klst. ICF-vottuðu grunnnámi í markþjálfun og hafa markþjálfað a.m.k. 35 klst. við upphaf náms.
Námið er fullnægjandi undirbúningur fyrir bæði ACC og PCC vottun. Kennarar í náminu hafa allir PCC vottun frá ICF og samtals 5.000 klst. reynslu í markþjálfun.

Greinilega ég

Það er hægt að ná árangri og njóta lífsins á sama tíma!

Á þessu námskeiði munt þú fá að kíkja inn í þinn eigin hugarheim (Huggreining er innifalin), sjá í skýrara ljósi hvar ástríðan þín liggur og hvað gefur þér meiri orku en annað og afhverju skiptir sumt þig miklu máli og annað ekki.

 

Greinilega ég

Það er hægt að ná árangri og njóta lífsins á sama tíma!

Á þessu námskeiði munt þú fá að kíkja inn í þinn eigin hugarheim (Huggreining er innifalin), sjá í skýrara ljósi hvar ástríðan þín liggur og hvað gefur þér meiri orku en annað og afhverju skiptir sumt þig miklu máli og annað ekki.