Greiðslur námskeiðsgjalda

Til að ganga frá skráningu á námskeið þarf viðskiptavinur að greiða 10% staðfestingargjald og tiltaka hvaða leið hann kýs að fara til að ganga frá eftirstöðvum námskeiðagjalda. Staðfestingargjald er alltaf óafturkræft. Ganga þarf frá eða semja um greiðslu í síðasta lagi 14 dögum fyrir upphaf náms.

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

  1. Innlegg í heimabanka Profectus: 0545 - 26 - 452. Kt: 410304-3760.
  2. Fá kröfu fyrir eftirstöðvum í heimabanka greiðanda. 
  3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða. Allur kostnaður við lántöku bætist við námsgjöld.
  4. Netgíró https://www.netgiro.is/. Hámarksfjárhæð er 1.000.000 kr. til allt að 24 mánaða.
Athygli er vakin á að nemandi sem hættir við þátttöku innan tveggja vikna fyrir nám hefur hvorki rétt til endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi né staðfestingargjaldi. Hafi sá nemandi ekki greitt námskeiðið að fullu innan tveggja vikna áður en það hefst er hann engu að síður krafinn um fulla greiðslu. Ef nemandi þarf að hætta við nám innan tveggja vikna fyrir nám eða eftir að nám er hafið getur hann skráð sig í sambærilegt nám innan tveggja ára, sér að kostnaðarlausu. Það þarf að gerast í samráði við Profectus og gildir einungis ef ekki er fullbókað á viðkomandi námskeið við upphaf þess.