Einn af 101 áhrifaríkustu markþjálfum í heimi - aftur

Ingvar hélt einnig fyrirlestur hjá HR Mavericks
Ingvar hélt einnig fyrirlestur hjá HR Mavericks

Ingvar Jónsson er nýkominn frá Indlandi þar sem hann tók við viðurkenningu fyrir að vera einn af 101 Most Iconic Coaching Leaders (global) árið 2023. Hann tók einnig við svipuðum verðlaunum árið 2020 þar sem hann var í hópi 101 Global Coaching Leaders sem Thought Leader and Content Provider.

Ingvar hefur skrifað fjórar bækur um markþjálfun og persónulegan vöxt einstaklinga og leiðtoga. Ein þessara bóka var gefin út af SAGE árið 2018 og hinar bækurnar hafa verið þýddar og verða gefnar út á alþjóðlegum vettvangi á næstunni. Næsta bók Ingvars mun koma út á Íslandi í ágúst þar sem breytingar innan fyrirtækja með áherslu á hið mannlega í víðu samhengi er viðfangsefnið. Meira um þá bók síðar.

Í Indlandsferðinni var Ingvar einnig fenginn til að halda fyrirlestur um eitt af hugðarefnum sínum: Tilfinningagreind á alþjóðlegri ráðstefnu mannauðsfólks HR Mavericks þar sem hann hlaut afar góðar viðtökur. 

Til hamingju Ingvar!