Bókin „LEIÐTOGINN – valdeflandi forysta“ er komin í verslanir

LEIÐTOGINN – valdeflandi forysta
LEIÐTOGINN – valdeflandi forysta

Bókin, sem telur 358 síður, tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning. Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind (EQ) leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind (IQ) þar sem árangur hans endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er. Þetta er einnig bók sem kallar á aðgerðir og geymir fjölda verkfæra sem auðvelt er að innleiða samhliða lestrinum.