- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
"101 kraftmiklar spurningar sem geta umbreytt lífi þínu!" eða "101 Powerful Questions That Can Transform Your Life!" er ný bók eftir Ingvar Jónsson, framkvæmdastjóra Profectus. Þar leiðir hann lesendur í gegnum allt það sem einkennir kraftinn sem býr í spurningum og hvernig hægt er að nýta þá þekkingu sem verkfæri til sjálfskoðunar og viðvarandi breytinga.
Bókin byggir á 15 ára reynslu hans sem fagþjálfi og sýnir hvernig einföld, en kraftmikil spurning studd af ásetningi og hugrekki getur opnað dyr sem lengi hafa verið lokaðar, vakið upp nýja sýn á lífið og kveikt hugrekki lesandans til að láta verk sín leggja frestunaráráttuna að velli.
Í bókinni finnur lesandinn ekki bara 101 kraftmiklar spurningar sem snerta alla helstu þætti lífsins – heilsu, sambönd, starfsframa, fjármál og persónulegan vöxt því í bókinni eru í heild sinni 436 spurningar sem lesandinn getur nýtt til ígrundunar og til þess að stuðla að ítarlegri sjálfskoðun og persónulegum vexti.
Hvort sem þú vilt styrkja sjálfstraustið, brjóta upp gömul mynstur eða finna nýjan tilgang, mun þessi bók hvetja þig til að staldra við, spyrja þig áskorandi spurninga og hjálpa þér að finna öll svörin sem búa innra með þér.
101 öflug spurning er ekki aðeins lestur – hún er ferðalag sem getur gjörbreytt því hvernig þú sérð sjálfan þig og framtíðina.