Stöðubundin forysta

Stöðubundin forysta. 
Sýnishorn úr væntanlegri bók okkar um forystufærni
Stöðubundin forysta.
Sýnishorn úr væntanlegri bók okkar um forystufærni

Stöðubundin forysta

(Sýnishorn úr væntanlegri bók okkar um forystufærni)
Trúir þú enn á skipurit og stöðubundna forystu?
Skipurit veita vanalega skýra mynd af því hver er að vinna hvar og hvernig tengsl innan skipulagsheildarinnar eru skilgreind. Þau gefa yfirsýn yfir það hverjir eru yfirmenn og hverjir ættu að fylgja þeim. Samskipti berast eftir fyrirfram skilgreindum ferlum og allir eiga að fylgja skipulaginu! Ef þú trúir enn á svona fyrirbæri þarf ég að hryggja þig með slæmum fréttum.
 
Gamla vélræna iðnaðaraðferðin hefur sannarlega gagnast mannkyninu um langt skeið, en heimurinn hefur breyst og það undrafljótt! Áður var litið á starfsfólk sem tannhjól í maskínu en nú er það skoðað sem lífrænt ferli þar sem tengslanet myndast og stækka og mörk hverfa. Ekki á lengur að setja fólk í skipulagskassa því erfitt getur verið að halda þeim á hreyfingu, átök þarf til að hreyfa eða velta þeim. Stöðubundin forysta skilar sífellt minni árangri þegar verið er að kljást við breytingar og áskoranir. Fólk getur ekki ætlast til að leiðtoginn sé með öll svörin og leiðtoginn ætti ekki að láta eins og svo sé.
 
Farsælustu fyrirtækin nú á dögum haga sér eins og lifandi tengslanet, þar sem nýjar tengingar eru stöðugt að myndast og rofna. Í lífrænum kerfum eru mun fleiri tækifæri til að laga sig að um- hverfinu. Ekki þjónar lengur tilgangi að stjórna samskiptum eins og gert er ráð fyrir í skipuritum eða gæðahandbókum.
 
Hvað hefurðu lært um forystu hingað til: Ekki aðeins undanfarandi köflum heldur á starfsferli þínum frá upphafi?
  • Hefurðu upplifað kraftinn sem býr í raunverulegri samvinnu?
  • Hefurðu unnið eða ertu að vinna í fyrirtæki þar sem gagnsæi ríkir og lögð er áhersla á kvikt tengslanet og stöðugt flæði?
Margar rótgrónar, eldri stofnanir og fyrirtæki sem ríghalda í gömlu tímana munu upplifa verulegar áskoranir sem leiða sjálfkrafa til gjaldþrots ef ekki kemur til þeirra umbreytinga sem nauðsynlegar eru til að lifa af í síkvikum heimi. Það þarf hugrekki Einstaklingssinnans eða enn frekar forystu á efri þrepum til að láta þessar umbreytingar verða að veruleika.
 
Mörg nýrri fyrirtæki sem eru í vexti hafa þegar lagað forystuhlutverk yfirmanna að umhverfinu sem þau starfa í. Þessi umbreyting gulltryggir ekki að fyrirtækið muni
þrífast en er mikilvægt skref í rétta átt. Til að dafna í VUCA-veröldinni ættir þú alvarlega að íhuga að nýta þér hvert tækifæri sem þér gefst til að beisla allan þann samvinnu- og sameiningarmátt sem hægt er. Bókinni er ætlað að veita þér tækifæri til að fara í ferðalag ásamt teyminu þínu sem má líkja við Hetjuför Josephs Campbell.