Vertu gjafmild(ur) í samskiptum

Hvernig geturðu vitað hvort þér gengur vel ef þú færð ekki endurgjöf?
Rétt framsett endurgjöf þegar við á er mikilvægt verkfæri þjálfarans.

Laissez-faire-stjórnunarstíll, þar sem þú ætlast til að fólk þitt leysi vandamál upp á eigin spýtur, getur verið bæði praktískur og uppbyggilegur. Ef þér finnst fólkið þitt ekki vera að fullnýta hæfileika sína eða að það átti sig ekki á þeim sviðum þar sem tækifæri eru til umbóta er það á þína ábyrgð að stíga inn og bregðast við með því að gefa því endurgjöf.

Endurgjöf er áhrifarík leið til að hjálpa öðrum að kynnast sjálfum sér betur og læra betur um þau áhrif sem hegðun þeirra og frammistaða hefur á aðra. Uppbyggileg endurgjöf eykur sjálfsvitund, veitir leiðsögn og hvetur til þróunar og þroska en neikvæð, gagnrýnin endurgjöf getur haft skaðleg áhrif á starfsandann og framleiðni, þar sem hún getur látið starfsmanninum líða eins og hann sé ekki metinn að verðleikum.

„Samkennd samanstendur af færni þinni til að vera í vitund með og bera virðingu fyrir því sem er að gerast innra með öðru fólki.

Í stað þess að tala um færni á þessu sviði er líklega réttara að tala um næmi þína og innsæi, það er að vera næmur á hvernig öðrum líður, hvað aðrir eru að hugsa og taka tillit til þess sem býr að baki hegðun, viðbrögðum og viðhorfum þeirra.“

Ítarlegar upplýsingar um hvernig þú getur valdeflt fólkið í kringum þig er að finna í bókinni „LEIÐTOGINN – valdeflandi forysta“ sem fáanleg er í öllum betri bókaverslunum.