Sérsniðin námskeið

Við vitum hve mikils virði það er að aðlaga námskeiðin því umhverfi sem er til staðar, því ekki eru öll umhverfi eins. Mismunandi virðiskeðjur og ólíkar þarfir kalla eftir mismunandi áherslum og samsetningu þjálfunar. Hvert tilfelli er einstakt og staðlaðar lausnir eða námskeið henta því ekki alltaf. Upphafspunkturinn og efnistökin eiga að ráðast af fyrirliggjandi þörfum og væntingum.

Í fullkomnum heimi leitum við svars við einni lykilspurningu. Þegar við hjá Profectus fyrirtækjaþjónustu höfum lokið okkar verki og þú lítur til baka og hugsar með þér: „Þetta uppfyllti allar mínar væntingar og gott betur vegna þess að …“ Hvernig myndir þú vilja klára þessa setningu?

Ef þú leitar til okkar með hugmynd að þeirri útkomu sem þú vilt sjá – þá komum við með tillögur um hvernig við gætum látið það verða að veruleika.