Sjálfsmynd og ábyrgð lykilstarfsfólks

Það er eitt að hafa trú á sínu fólki – en annað hvort það hafi trú á sér!

Hvað gerist þegar starfsfólk er komið með skýra sýn á eigin kosti og styrkleika ásamt því að viðurkenna veikleika sína? Hvaða áhrif hefði það á vinnustaðinn ef umræðan væri komin á þann stað að hægt væri að ræða tæpitungulaust um það sem betur mætti fara í samskiptum? Hvað myndi breytast ef starfsfólk hefði tekið meðvitaða ákvörðun um að bera þá ábyrgð sem því er veitt og að helga sig starfi sínu?

Stjórnendur þekkja vel hvaða afleiðingar það hefur þegar undirliggjandi vandamál stafa af persónulegum þáttum í lífi fólks. Það veldur því að erfitt er að nálgast kjarna málsins og umræðan snýst um eitthvað allt annað en það sem máli skiptir. Andrúmsloftið á vinnustaðnum líður fyrir slíkt ástand og veldur því að persónulegir þættir hafa áhrif á viljann til að sinna vinnunni eins og best væri á kosið. Starfsánægja minnkar, starfsmannavelta eykst og hagur fyrirtækja versnar. 

Með því að hafa sjálfsþekkingu sem stuðlar að heilbrigðri sjálfsmynd geta einstaklingar betur aðskilið persónuleg mál og vinnuna, auk þess sem þeir öðlast hæfni til þess að ræða erfið mál með áherslu á farsælar lausnir. 

"Sjálfsmynd og ábyrgð lykilstarfsfólks" er hnitmiðað námskeið þar sem helstu kenningar um líðan, vöxt og sjálfsmynd eru rýndar með það að markmiði að bæta samskipti og samstarf. Námskeiðið hjálpar þátttakendum að skilja betur sínar persónulegar langanir og þarfir, ásamt því að sjá hvernig sjálfsmynd þeirra þróast og verður til. Námskeiðið ýtir undir meðvitaða ákvörðun þátttakenda um að aðgreina persónulega þætti frá því að leggja metnað sinn í starfið og góð samskipti á vinnustað. 

Á námskeiðinu öðlast þátttakendur:

 • Dýpri innsýn og skilning á eigið tilfinningalíf

 • Skilning á orsakasamhengi undirliggjandi lykilþátta á líðan á vinnustað

 • Persónulegan vöxt

 • Aukna færni í mannlegum samskiptum

 • Skýrari sýn á vaxtarmöguleika og framþróun í starfi

Eftir námskeiðið geta þátttakendur:

 • Skilið betur bæði sjálfa sig og aðra

 • Byggt upp heilbrigðari samskipti og komið í veg fyrir vandamálin í stað þess að takast á við þau.

 • Tekið meðvitaða ábyrgð á hlutverki sínu á vinnustað

 • Aukið hæfni í lausn erfiðra samskipta

 • Aukið möguleika sína til starfsframa og starfsánægju

 

 

Fyrirspurn um námskeið

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

 • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi
Lengd: 2 klst.