Breytingamarkþjálfun

Breytingamarkþjálfun

Markþjálfun er mjög áhrifarík og skilvirk leið til að takast á við hvers konar breytingar í starfi. Þar er bæði átt við aðlögun að ytri breytingum, t.d. í viðskiptaumhverfi eða á markaði, og innri breytingar þar sem starfsmaður hefur þörf fyrir vinna með hegðun og viðhorf til að mæta betur þeim kröfum sem til hans eru gerðar eða þegar hann stendur í vegi fyrir sjálfum sér með takmarkandi hugarfari eða hegðun. 

Breytingar innan fyrirtækis geta reynst starfsmönnum áskorun sem snúið er að takast á við. Það gleymist, eða mistekst stundum, að ná fram hollustu og samvinnu fólksins sem breytingarnar varða. Mannleg viðbrögð við breytingum birtast oft í viðnámi og/eða afneitun. Slíkt getur skapað gjá milli þeirra sem vinna að innleiðingu breytinga og þeirra sem þær hafa mest áhrif á.

Þá er oft gott að fá reyndan og hlutlausan breytingamarkþjálfa að málinu, til að skoða með viðkomandi starfsmanni hver hin raunverulegu áhrif breytinganna eru og hvaða áhrif þau hafi á framtíð hans í víðum skilningi.

Með hlutleysi og sáttaleit breytingamarkþjálfans og reynslu og eiginleikum starfsmannsins er þá unnið fordómalaust að lausn, með því að horfast í augu við framtíðina og þær afleiðingar sem óbreytt staða hefur í för með sér og hverju breytt hegðun og/eða hugarfar starfsmannsins gætu áorkað.