Persónuleg stefnumótun í starfi

„Skiptir í alvöru máli hversu hratt þú hleypur ef þú veist ekki í hvaða átt þú ert að fara!“ – Peter Drucker

Átt þú í erfiðleikum með að taka næstu skref? Ertu með svo margar hugmyndir að þú nærð ekki utan um þær allar? Er erfitt að velja á milli mismunandi leiða? Ertu með hugmyndir en kemur þeim ekki í skipulagt framkvæmdaferli? Eða upplifir þú kannski að vera ekki með ákveðna stefnu, engar hugmyndir?

Persónuleg stefnumótun í starfi er markþjálfunarferli fyrir þá sem vilja gera líðandi ár að sínu besta ári hingað til. Það skiptir engu máli hvaðan þú kemur, því í þessu markþjálfamiðaða ferli er eingöngu skoðað hvert þú vilt fara og hvernig þú ætlar að komast þangað.

Þeir fáu sem hafa markmið að leiðarljósi setja sér yfirleitt markmið án þess að greiða úr fortíðinni og án þess að skoða viðhorf sín og gildi. Þar skortir hina innri hvöt, þá tilfinningu að brenna fyrir markmiðum sínum.

Með því að setja þér markmið eftir að hafa létt af þér byrðum fortíðar og skoðað viðhorf þín gagnvart því sem skiptir þig mestu máli, má ná varanlegum árangri. Viðhorfum (sem stjórna hegðun) má auðveldlega breyta með aukinni sjálfsþekkingu.

Með því að fara í markþjálfun, þar sem byggt er á heiðarleika og þínu eigin gildismati, hefur þú sjálfur jákvæðari og varanlegri áhrif á viðhorf þitt, hegðun og framkvæmdavilja.  

Með námskeiðinu öðlast þátttakandi skýran fókus á það sem máli skiptir til þess að ná settum markmiðum. Hann hefur virkjað innri krafta og vilja til þess að takast á við þau atriði sem hann hefur sjálfur komið auga á. Þátttakandi hefur einnig þekkingu á NBI-greiningu og með hvaða hætti hún eykur getu hans til að ná árangri með betri þekkingu á eigin styrkleikum. 

Eftir námskeiðið hefur þátttakandi skýra stefnu gagnvart þeim markmiðum sem hann hefur sett sér. Hann hefur þau tæki og tól sem hann þarfnast til þess að ná árangri og þekkir styrkleika sína og hvernig þeir nýtast honum best á leiðinni að markmiðum sínum. 

 

Verð: 98.000
Lengd: 5 klst.

Innifalið í námskeiði

  • NBI-huggreining (að verðmæti 19.800,-)

  • Bókin "Sigraðu sjálfan þig!" (að verðmæti 4.290,-)

  • Gildaspjöld (að verðmæti 2.490,-)

  • 5 einkatímar í markþjálfun hjá ICF-vottuðum markþjálfa

 

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

  • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi

 

Ingvar Jónsson Profectus

  • Ingvar Jónsson – Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader“ (2015), „Coaching - Bringing out the best“ (2016), „Sigraðu sjálfan þig!“ (2018), og „Hver ertu og hvað viltu?" (2020)
  • Var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.