Stjórnendamarkþjálfun

Stjórnendamarkþjálfun

Það er jafn mikilvægt fyrir stjórnanda að hafa markþjálfa og fyrir íþróttamann að hafa þjálfara. Starf markþjálfans gengur út á að kalla fram það besta í sínum skjólstæðingum og stuðla að því að þeir séu tilbúnir að takast á við síkvika VUCA viðskiptaveröld.

Stjórnendamarkþjálfun er mjög áhrifarík og framsækin þjálfunaraðferð, með áherslu á sérþarfir einstaklingsins eða hópsins. Stjórnendamarkþjálfun eykur afköst, vöxt og þroska þess stjórnanda sem fær þjálfun. Árangurinn má merkja og mæla í aukinni sjálfsvitund, innsæi og þekkingu, sem nýtt er til aðgerða á milli funda með stjórnendamarkþjálfanum.

Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa aðilar að þekkja sjálfa sig, styrkleika og veikleika, til að geta brugðist rétt við, tekið réttar ákvarðanir og til að geta fyrirvaralaust tekið á öllu sínu.

Forsvarsmanni fyrirtækis eða skipulagsheildar getur reynst erfitt að kasta fram og viðra hugmyndir sem snúa að hlutverki og framtíðarsýn fyrirtækisins. Það getur verið kalt á toppnum og erfitt að leita ráða, hvort sem er upp eða niður valdastigann.

Hlutverk stjórnendamarkþjálfans er að aðstoða stjórnandann við að sjá afleiðingar hugmynda sinna á reksturinn og finna leiðir til að takast á við þær hindranir sem á vegi hans kunna að verða.

Stjórnendamarkþjálfun nýtist þér og þínu fyrirtæki:

  • Þegar þú vilt bæta árangur þinn sem stjórnandi
  • Þegar þú vilt yfirstíga hindranir í starfi
  • Þegar þig vantar aðstoð við að takast á við breytingaferli
  • Þegar þig vantar betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Þegar þú vilt skoða hlutina frá öðru sjónarhorni
  • Þegar þú vilt skerpa á markmiðum og forgangsröðun
  • Þegar þú vilt prófa nýjar hugmyndir á hlutlausum aðila
  • Þegar þig vantar heiðarlega endurgjöf á viðhorf og skoðanir
  • Þegar þú vilt fá skýrari sýn á framtíðina 

 

Panta tíma í stjórnendamarkþjálfun