Teymisþjálfun

Góð stjórnun byggir á góðri teymisþjálfun (Harvard Business Review, 2014). Tilgangur teymisþjálfunar er að valdefla teymi á þann hátt að meðlimir þess vilji og geti nýtt sér þá þekkingu og hugmyndir sem þeir sjálfir færa fram. Með verkfærum teymisþjálfunar er verið að valdefla meðlimi teymisins á þann hátt að þeir axli ábyrgð á framvindu verkefna, sem felur í sér að álag á stjórnendur minnkar og svigrúm til að sinna mikilvægum verkefnum eykst.

Kostir teymisþjálfunar eiga jafnt við fyrirtækin í heild sem og meðlimi teymisins. Meðal helstu kosta eru:

 • Styrkir tengsl á milli stjórnenda og meðlima teymis
 • Hvetur til þróunar og betri aðferða í tengslum við vörur eða þjónustu
 • Leiðir fram leiðtogafærni einstaklinga
 • Byggir upp og miðlar þekkingu innan fyrirtækja
 • Ýtir undir stefnumótandi hugarfar
 • Brýtur upp stigveldismenningu á milli deilda
 • Eflir og hvetur einstaklinga til þess að vinna sem heild
 • Eykur afköst og hjálpar starfsfólki að fullnýta hæfileika sína
 • Stuðlar að hámarks afköstum og markmiðasækni einstaklinga og fyrirtækisins

Hvort sem verkefni snúa að því að leysa vandamál, sækja tækifæri, auka þekkingu, skipuleggja verkefni eða byggja upp betri starfsanda, þá er teymisþjálfun gríðarlega áhrifarík leið til þess að ná árangri.

Teymisþjálfarar Profectus hafa margra ára reynslu af samstarfi við stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja. Teymisþjálfun byggir á sannreyndum og markvissum aðferðum sem ætlað er að tryggja árangur gagnvart þeim verkefnum sem þarf að leysa.

Hafðu samband og við aðstoðum þig.  

 

Valcour. (2016). You Can’t Be a Great Manager if You’re Not a Good Coach. Harvard Business Review, 2014. Web. 12 August 2016.

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

 • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi

 

Ingvar Jónsson Profectus

 • Ingvar Jónsson – Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-master trainer
 • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader“ (2015), „Coaching – Bringing out the best“ (2016), „Sigraðu sjálfan þig!“ (2018) og „Hver ertu og hvað viltu?" (2020)
 • Var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.