- Nám og Námskeið
- Greiningar og Upplýsingar
- Persónu- og vinnustaðagreiningar
- Gagnlegar upplýsingar
- Annað
- Þetta erum við!
- Vefverslun
Karfan er tóm
Sérsniðið og ICF-viðurkennt námskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína og gæði markþjálfar með því að sækja sér alþjóðlega ACC vottun hjá International Coach Federation – ICF.
Áhersla á grunnhæfnisþætti og siðareglur ICF og að styrkja þig sem öflugan og alþjóðlega vottaðan markþjálfa. Grunnur námskeiðsins er byggður á kröfum ICF um 10 klst. mentormarkþjálfun sem viðbót við viðurkennt nám fyrir ACC vottun. Það má geta þess hér að þessi mentormarkþjálfun er innifalin í framhaldsnáminu í markþjálfun hjá Profectus, þannig að ef þú hefur í hyggju að taka framhaldsnámið hjá okkur, þá þarftu ekki að taka þennan hluta.
Á námskeiðinu er notast við fræðigreinar, umræður, verkefni, hagnýtar æfingar og beina markþjálfun frá kennurum.
að styrkja þig í öllum grunnhæfnisþáttum markþjálfunar.
að tileinka þér siðareglur ICF sem veitir þér fagmennsku og öryggi í margvíslegum störfum sem markþjálfi.
hve sjálfsstjórn og jafnvægi er mikilvægt fyrir markþjálfann.
að vinna út frá styrkleikum og sérkennum þínum sem markþjálfi, þér og öðrum til framdráttar.
hvernig best er að undirbúa þig undir vottun ICF.
Verð á mentormarkþjálfun Profectus er 89.000,- Innifalið í því eru 7 hóptímar og 3 persónulegir mentormarkþjálfunartímar.
Hafið samband við okkur varðandi upplýsingar um næsta námskeið.