Mentormarkþjálfun

ACC-mentormarkþjálfun - Stígðu skrefið til fulls

Sérsniðið og ICF-viðurkennt námskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína og gæði markþjálfar með því að sækja sér alþjóðlega ACC vottun hjá International Coach Federation – ICF.

Áhersla á grunnhæfnisþætti og siðareglur ICF og að styrkja þig sem öflugan og alþjóðlega vottaðan markþjálfa. Grunnur námskeiðsins er byggður á kröfum ICF um 10 klst. mentormarkþjálfun sem viðbót við viðurkennt nám fyrir ACC vottun. Það má geta þess hér að þessi mentormarkþjálfun er innifalin í framhaldsnáminu í markþjálfun hjá Profectus, þannig að ef þú hefur í hyggju að taka framhaldsnámið hjá okkur, þá þarftu ekki að taka þennan hluta.

Á námskeiðinu er notast við fræðigreinar, umræður, verkefni, hagnýtar æfingar og beina markþjálfun frá kennurum. 

Eftir mentormarkþjálfun hefur þú lært:

  • að styrkja þig í öllum grunnhæfnisþáttum markþjálfunar.

  • að tileinka þér siðareglur ICF sem veitir þér fagmennsku og öryggi í margvíslegum störfum sem markþjálfi.

  • hve sjálfsstjórn og jafnvægi er mikilvægt fyrir markþjálfann.

  • að vinna út frá styrkleikum og sérkennum þínum sem markþjálfi, þér og öðrum til framdráttar.

  • hvernig best er að undirbúa þig undir vottun ICF.

Verð á mentormarkþjálfun Profectus er 89.000,- Innifalið í því eru 7 hóptímar og 3 persónulegir mentormarkþjálfunartímar.

Hafið samband við okkur varðandi upplýsingar um næsta námskeið.