- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
Ef þú vilt hámarka möguleika þína á að verða verulega góður markþjálfi þá er þetta nýja 360° framhaldsnám það sem þú ert að leita að. Það skiptir engu hvar nemendur lærðu ICF-vottað grunnnám í markþjálfun—það eru allir velkomnir á þetta framhaldsnámskeið sem mun styðja við þig og áframhaldandi vöxt í heilt ár frá útskrift.
360° framhaldsnámið er Level 2 vottað af ICF (International Coaching Federation) og er sérstaklega byggt upp og hannað fyrir þá sem vilja öðlast enn dýpri skilning á hugmyndafræði markþjálfunar og sjálfum sér og vilja bæta verulega við færni sína í hlutverki markþjálfa.
Lögð er rík áhersla á að nemendur læri að tileinka sér í verki hið hlutlausa og styðjandi viðhorf markþjálfans og einnig þá skilyrðislausu fagmennsku sem bæði einstaklingar og fyrirtæki eru að kalla eftir í auknu mæli. Yfirferð og efnistök í náminu miða að því að mæta kröfum metnaðarfullra nemenda og þeirra sem ætla sér alla leið og undirbúa sig fyrir alþjóðlega vottun frá ICF sem ACC eða PCC vottaðir markþjálfar.