- Nám og Námskeið
- Alþjóðlega vottað Markþjálfanám
- Þjálfun og námskeið fyrir fyrirtæki
- Greiningar og Upplýsingar
- Þetta erum við
- Vefverslun
Karfan er tóm
SJÓNARSPILIN samanstanda af 66 ljósmyndum sem eiga það sameiginlegt að auðvelt er að túlka þær með fjölbreyttum og skapandi hætti.
Þetta er frábært verkfæri fyrir alla sem vinna með fólki við ráðgjöf, markþjálfun, sjálfsskoðun og aðrar viðtalsmeðferðir. Hvert sjónarspil hefur fjölmargar merkingar sem ræðst af viðhorfi, líðan, hugarfari og afstöðu þess sem gefur því merkingu sína hverju sinni.
Sjónarspilin er gaman er að nýta til vitundarsköpunar, sjálfskoðunar og til að skoða lífið og tilveruna frá mismunandi sjónarhornum. Þau opna fyrir skapandi hugsun, spennandi hugmyndir og fleiri möguleika og stærri tækifæri.
Í stokknum finnur þú leiðbeiningar um sex áhugaverðar leiðir um hvernig þú getur nýtt sjónarspilin með þínum skjólstæðingum, markþegum eða viðmælendum.
Nýju SJÓNARSPILIN okkar getur þú nú nálgast í vefversluninni hjá okkur.