Nýtt á Íslandi - EQ-i 2.0 (mælir tilfinningagreind)

Tilfinningagreind greinir stjórnendur frá leiðtogum
Tilfinningagreind greinir stjórnendur frá leiðtogum

Hvað er tilfinningagreind? Einfalda skýring á fyrirbærinu tilfinningargreind er tvíþætt: SJÁLFSÞEKKINGARGREIND - Hversu vel þú þekkir sjálfa(n) þig og SAMSKIPTAGREIND - hversu fær þú ert í samskiptum.

Tilfinningagreind (TG) er mengi tilfinningalegrar og félagslegrar færni sem hefur afgerandi áhrif á hvernig við sjáum heiminn, hvernig við tjáum okkur, viðhöldum félagslegum tengslum, tökumst á við áskoranir og nýtum þau tækifæri sem okkur gefast hefur með afgerandi hætti að gera með hvernig við túlkum þær upplýsingar sem við skynjum - tilfinningar!

Sögu hugtaksins um tilfinningagreind rekja flestir aftur til 1995 þegar Goleman gaf út samnefnda bók en upphafið má rekja aftur um 40 ár, til verka Gardines og Bar-On árið 1983. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekking á tilfinningagreind og mikilvægi hennar vex stöðugt. Því er það kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og aðgengi okkar að heiminum og öllu því sem í honum fyrir finnst hefur aldrei verið meira. Þá hefur andleg fjarvera aldrei verið meiri og sífellt fleiri upplifa skort á nánd og félagslegum tengslum.

Þörfin fyrir dýpri skilning á hlutverki tilfinninga við líf okkar og störf hefur aukist hratt og rannsóknir benda endurtekið til þeirrar staðreyndar að einstaklingar sem mælast með mikla tilfinningagreind njóta þess á flestum sviðum vegna áhrifa tilfinninga á nánast allt sem þeir taka sér fyrir hendur.