Viltu gera gott betur?

Nýtt á Íslandi - EQ-i 2.0 (mælir tilfinningagreind)

EQ-i 2.0 er í senn áreiðanlegt, ítarlegt og sannreynt greiningartæki þróað til að geta mælt og greint TILFINNINGAGREIND einstaklinga og liðsheilda. 20 ára rannsóknar- og þróunarvinna hefur fært okkur fræðigrunn sem auðveldar okkur að treysta niðurstöðum EQ-i 2.0 greiningartækisins, áreiðan- leika þess og samkvæmni. Mæld er raunfærni einststaklings á 5 lykilsviðum auk 15 undirkvarða til að hámarka verðmætasköpun og notagildi niðurstaðna. Vel skilgreindar niðurstöður auðvelda markvissari þjáflun og innleiðingu og hámarka um leið þann lærdóm sem endurspeglast í megintilgangi EQ-i 2.0 : - að efla vitund og vilja einstaklinga og liðsheilda til viðvarandi vaxtar og verðmætasköpunar.

Hvers virði er vottun í markþjálfun?

Markþjálfun er ekki lögverndað fag. Það þýðir að hver sem er getur ákveðið að kalla sig markþjálfa og farið að starfa sem slíkur. Áður fyrr, þegar markþjálfun var á barnsskónum, þá var lítil sem engin krafa um faglega menntun eða próf og bara reynslan látin duga. Nú er öldin önnur og löngu búið að stofna alþjóðleg samtök um markþjálfun, International Coaching Federation (ICF) sem hafa það að markmiði að efla fagmennsku og gæði markþjálfunnar hvar sem er í heiminum.

Hver ertu?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Þegar ég hef spurt fólk þessarar spurningar þá fæ ég iðulega svarið við spurningunni „Við hvað vinnurðu?“ Það finnst mér mjög áhugavert en jafnframt ansi dapurt. Flestir skilgreina hver þeir eru út frá því við hvað þeir starfa. Þetta sýnir hversu stórt hlutverk vinnan spilar í lífi okkar, og allt of stórt hlutverk að mínu viti.

Hvaða áhrif hefur markþjálfun á frammistöðu og starf leiðtogans?

Að efla mannauðinn og hlúa vel að honum er stór þáttur í starfsemi fyrirtækja sem ætla sér að ná langt og er því mikilvægt að fjárfesta vel í mannauðinum. Leiðtogaþjálfun er stöðugt ferli með það að markmiði að auka frammistöðu og árangur leiðtogans og starfsmanna almennt. Markþjálfun er öflugt verkfæri þar sem áhersla er lögð á að efla sjálfsvitund einstaklinga og þar með sjálfstraust, samskiptahæfni, einbeitingu og ákveðni. Á þann hátt eykst skilningur þeirra á eigin tilfinningum, samskiptahegðun og hvaða áhrif hún hefur á aðra.

Skiptir tilfinningagreind máli þegar kemur að forystuhlutverkinu?

Undanfarin ár hafa hugtökin tilfinningar, samkennd og greind sífellt orðið fyrirferðameiri þegar horft er til stjórnunar og forystu. Mikið hefur verið fjallað um tilfinningagreind í tengslum við áhrifaríka stjórnun og hefur hún verið talin eitt megin ein kenni góðra leiðtoga. Talað er um að lykilpersónueinkenni leiðtoga séu metnaður, greind og hvöt til að leiða fólk áfram við að ná ákveðnum mark miðum. Slíkir leiðtogar draga skynsamar ályktanir, eru fljótir að læra, skapa skýra sýn og þróa aðferðir til að framkvæma hana.

Að koma hugmynd í framkvæmd, hvað þarf til?

Flest okkar fáum við margar hugmyndir á dag, hvort sem það snýr að því að leysa verkefni, vandamál eða jafnvel hugmynd af einhverju nýju og spennandi tækifæri. Fæst okkar taka þó þessar hugmyndir og láta þær verða að veruleika, heldur höldum við áfram að gera eins og við erum vön án þess að veita því mikla athygli. Það er ekki nóg að hafa frábæra hugmynd heldur er það lykillinn að koma henni í framkvæmd sem er oft talið erfiðasta skrefið. Má því segja að hugmyndir séu til einskis nýttar ef þeim er ekki hrint í framkvæmd. Það jákvæða í stöðunni er að allir geta þróað með sér færnina til að framkvæma hugmyndir sínar og láta þær verða að veruleika. Mikilvægt að vera meðvitaður um hvert þú beinir kröftum þínum svo þú lendir ekki í “viðbragðsferli” þar sem þú ert sífellt að bregðast við, þú vilt frekar leggja áherslu á að hafa frumkvæði og stýra ferðinni. Sjálfsvitundinn skiptir miklu máli en þar eru allir okkar vanar hvort sem þeir eru góðir eða slæmir. Sjálfsvitundinn er eins og hver annar vöðvi sem þarf að æfa og virkja á meðvitaðan hátt.

Markþjálfanám Profectus í útrás

Eftirspurn eftir markþjálfun er sífellt að aukast og þörfin fyrir vottaða markþjálfa hefur aldrei verið meiri. Þess vegna höfum við hjá Profectus ákveðið að bjóða upp á Markþjálfanámið okkar um land allt í haust, í Reykjavík, á Akureyri, á Egisltöðum og á Ísafirði. Einnig höfum við stofnað félag í Bretlandi og komum til með að opna útibú í London „Profectus Coaching House ltd.“ frá og með janúar 2020.

Markþjálfun hjálpar fólki að vakna til lífs síns!

Að vakna til lífs síns er að taka meðvitaða ábyrgð á eigin uppskeru. Kannski lesa litlu gulu hænuna aftur til að minna þig á það er enginn að fara að gera hlutina fyrir þig og að stundum þarf að setja hagsmuni annara örlítið til hliðar og sjálfan sig framar í röðina.

Frestunaráráttan étur drauma í morgunmat!

Af reynslu minni sem markþjálfi hef ég lært að það eru í alvörunni nánast engin takmörk fyrir því hvers við erum megnug, hvað við getum gert magnaða hluti þegar við náum að reka fleyg á milli þess sem við teljum okkur trú um að við getum og þess sem við getum í raun.

Hrósaðu þér – þú átt það skilið!

Fórnarlambið er ekki mikið fyrir hrós. Það er Akkilesarhæll þess eða kryptonít, svo notuð sé nútímalegri líking. Besta leiðin til að draga úr áhrifamætti fórnarlambsins er að hrósa þér fyrir það sem þú gerir og sérstaklega fyrir það sem þú gerir vel. Klappaðu þér á öxlina fyrir öll þau verkefni sem þú leysir af hendi.