Heildræn stjórnendaþjálfun

Sannur leiðtogi býr yfir færni til að skapa fleiri leiðtoga.

Sérsniðið námskeið fyrir stjórnendur sem vilja stuðla markvisst að persónulegum og faglegum vexti hjá sér og sínu fólki. Megintilgangur námskeiðsins er að kenna stjórnendum markvissa lausnaleit og útkomumiðaða hugsun. Á námskeiðinu læra stjórnendur þá lykilþætti markþjálfunar sem nýtast þeim best í starfi.

Námskeiðið er fjórþætt.

  1. Raunstaða - Í fyrsta hluta er lögð áhersla á að horfast í augu við þann raunveruleika sem er. Bæði er notast við NBI-greiningar og sjálfsmat.

  2. Heildarhugsun - Í öðrum hluta er farið í heildarhugsun og ávinning þess að skilja hvernig aðrir hugsa og bregðast við úr frá sínum „raun“-veruleika. 

  3. Markþjálfun - Í þriðja hluta er kennd markþjálfun og hvernig stjórnandinn getur innleitt hana sem hluta af sínum stjórnunarstíl.

  4. Aðgerðaráætlun - Að lokum eru allir þættirnir samtvinnaðir þar sem þátttakendur fá rými til að móta persónulega aðgerðaráætlun þar sem þeir meta stöðu sína í víðu samhengi og máta við bestu mögulegu útkomu. 

Námskeiðið er að mestu byggt á bókinni „The Whole Brain Leader - How to transform your leadership by developing yourself and coaching others“ sem Profectus gaf út 2015. 

Hvað er í þessu fyrir þig?

  • Þú lærir helstu hæfnisþætti markþjálfunar og hvernig þeir nýtast þér í stjórnendahlutverkinu.

  • Þú áttar þig á “raunstöðu” þinni með þeim greiningum sem þú ferð í gegnum áður en námskeiðið hefst.

  • Þú lærir að nota OCEAN markþjálfunarmódelið sem er sérsniðið að stjórnandanum og hlutverki hans.

  • Þú kemur til með að eiga mun auðveldara með að leiða þær fimm kynlóðir sem eru á vinnumarkaðnum í dag.

  • Þú lærir að lesa hvernig fólk hugsar og hvernig þú getur lagað þinn stjórnunarstíl betur að aðstæðum.

  • Þú lærir að tileinka þér heildarhugsun (NBI) og hvernig þú getur beitt henni til að auka skilvirkni þína og annara.

  • Þú lærir hvernig þú getur leitt af alúðarfestu, talað mannamál í krefjandi aðstæðum þannig að skilaboðin nái í gegn.

  • Þú lærir að nota spurningar í stað svara, djúpa hlustun og jákvæða endurgjöf.

  • Þú lærir hvernig hægt er að nýta markþjálfun til að stuðla að auknu flæði hjá starfsmönnum.

 Eftir námskeiðið hafa þátttakendur:

  • Lært hvernig persónulegar hughneigðir þeirra hafa áhrif á það hvernig þeir eiga samskipti, taka ákvarðanir, leysa vandamál og leiða starfsmenn sína.

  • Lært hvernig hægt er að beita heildahugsun við ákvarðanatöku og efla öryggi í samskiptum.

  • Lært að aðlaga stjórnunaraðferðir sínar að mismunandi manngerðum

  • hvernig hægt er að bera kennsl á vísbendingar um hughneigðir annara, hvernig þeir hugsa.

  • Öðlast skilning á hæfnisþáttum OCEAN markþjálfunar módelsins, lykil hæfnisþáttum sem stjórnendur geta beitt með beinum og óbeinum hætti í sínu starfi til að efla sjálfstraust og bæta tengsl við undirmenn.

  • Lært leiðir til að byggja sterkari tengsl, hvernig hægt er að skapa aukið traust og meiri nálægð við samstarfsmenn. 

  • að nota mismunandi aðferðir speglunar, lesa í líkamstjáningu, mismunandi raddbeitingu og fleiri leiðir til að nýta speglun til framdráttar í samskiptum við bæði innri og ytri viðskiptavini.

  • Öðlast færni í að nota spurningar í stað svara.

  • Lært að stýra samtölum með beinskeyttum og áhrifamiklum spurningum.

  • Lært áhrifaríkar aðferðir til sjálfskoðunar (e. Reflective Leadership) þar sem þátttakendur læra að greina á milli hvenær þeir eru að fást við beina orsök eigin hegðunar og hvenær vandamálið er afleiða annara áhrifavalda.

  • Fengið tækifæri til að æfa djúpa hlustun, að hlusta eftir því sem ekki er sagt svo sem tilfinningum, gildum, ótta, áskorunum og viðhorfum viðmælandans.

  • Lært útkomumiðaða hugsun þar sem stöðugri athygli er haldið á lausninni. Lausnamiðuð nálgun stuðlar að skilvirkari framgangi og jákvæðari samskiptum.

  • Lært hvernig hægt er að brúa kynslóðabilið og skilja betur mismunandi gildi, viðhorf og áherslur kynslóðanna.

  • Lært að meta hvenær best sé að segja og hvenær best sé að þegja. 

  • Útlistað og unnið með sína eigin fortíð, nútíð og framtíð sem leiðtoga.

Lengd: 14 klst.

Innifalið í námskeiði

  • NBI-8 vídda huggreining (að verðmæti 19.800.-)

  • NBI-8 vídda leiðtogagreining (að verðmæti 19.800.-)

  • 360° sjálfsmat

  • 14 klst. kennsla með alþjóðlega PCC-vottuðum stjórnendamarkþjálfa

  • Veitingar á meðan námskeiðinu stendur

  • Bókin “The Whole Brain Leader” (að verðmæti 4.990.-)

  • Vönduð námsmappa og annað ítarefni

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

  • Valdimar Þór Svavarsson MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi.

 

Ingvar Jónsson

  • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC og NBI-Master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“ og „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“


Ummæli

Leiðtogaþjálfun fyrir Akureyrarbæ

Leiðtogar eru mikilvægustu starfsmennirnir í nútímastjórnun. Leiðtogaþjálfun er því einhver besta fjárfesting sem fyrirtæki og stofnanir geta fjárfest í.

Akureyrarbær vill vera í fremstu röð með þjálfun og kennslu til sinna starfsmanna og leitaði til Profectus til að þjálfa 80 stjórnendur og embættismenn Akureyrarbæjar í því mikilvæga hlutverki að vera fyrirmyndarleiðtogar.

Profectus varð fyrir valinu vegna þeirrar nálgunar sem þeir hafa í leiðtogaþjálfun, leiðtoginn sem markþjálfi og NBI-heildarhugsunar. Starfsmennirnir unnu þar með sjálfa sig sem einstaklinga og einnig sem hóp þar sem markþjálfunarhæfni leiðtogans var þjálfuð og efld.

Ingvar og Matti eru snillingar að ná til fólks og virkja til marvissrar þátttöku. Þjálfunin var lifandi og fræðandi eins og góð þjálfun á að vera. Leiðtogaþjálfun Profectus stóðst allar okkar væntingar og gott betur en það.

Hún opnaði nýja heima, styrkti starfsmenn í þeirra hlutverki og gaf þeim meira sjálfstraust til að takast á við hið erfiða og mikilvæga hlutverk að vera fyrirmyndar starfsmenn og leiðtogar.

Eiríkur Björn Björgvinsson Bæjarstjóri

Stjórnandinn sem Markþjálfi - 2

Opin kerfi völdu klæðskerasaumaðan pakka Profectus til stjórnendaþjálfunar. Samstarfið var ánægjulegt og það sem stendur upp úr stamstarfinu er sá árangur sem náðist.

Elín Gränz Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Opnum kerfum