Styrkur heildarhugsunar

- lærðu að lesa betur fólk og aðstæður

Það hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, stjórnum fólki, seljum og þjónustum viðskiptavini veltur á því hvernig við hugsum. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin - og enn aðrir heildarmyndina.

Á námskeiðinu er notast við NBI-litakerfið til að útskýra með einföldum hætti fjórar grunnhughneigðir einstaklinga, styrk- og veikleika hverrar hneigðar og hvernig hægt er að taka tillit til annarra í stað þess að láta þá fara í taugarnar á sér.

Á námskeiðinu lærir þú:

  • Að beita heildarhugsun í leik og starfi.
  • Hvernig persónulegar hughneigðir þínar hafa áhrif á það hvernig þú átt samskipti, tekur ákvarðanir, leysir vandamál selur og þjónustar viðskiptavini o.fl. 
  • Að beita heildarhugsun við ákvarðanatöku. 
  • Að laga samskipti þín betur að mismunandi manngerðum.
  • Hvernig hægt er að bera kennsl á vísbendingar um hugsnið annara.

Einkenni heildahugsunar í stuttu máli:

L1 (blár) er rökvís, greinandi og hugsar um niðurstöður, tekur ákvarðanir sem byggjast á staðreyndum og beinast að líðandi stund; hann sýnir litlar tilfinningar og vill að hlutirnir séu gerðir á sinn hátt. Þetta er fólkið í fyrirtækinu sem kemur með allar niðurstöðu/upplýsingarnar sem eru nauðsynlegar til að styðja við hugmyndir annarra.

L2 (grænn) vill að hlutirnir séu mjög ítarlegir, skipulagðir og traustir. Þetta eru jarðbundnar manneskjur sem tala skýrt og með ótvíræðu orðalagi. L2 trúa á hagnýtar spurningar og vandvirknislega áætlanagerð; Þau forðast áhættu og eru góð í að útfæra hugmyndir. Þetta er fólkið sem skarar fram úr í að þróa áætlanir og fyrirtækjakerfi sem eru nauðsynleg til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.

R1 (gulur) fylgir innsæi sínu og er ævintýragjarn. Tekur áhættu og leiðist smáatriði og tölfræði; vilja gjarnan skemmta sér og eru fljótir að missa áhugann. R1 eru ráðsnjallir og draga upp heildarmynd; í fyrirtækinu eru þeir uppspretta framtíðarmiðaðra, herkænskulegra hugmynda sem leiða félagið að jaðri hins mögulega og jafnvel lengra.

R2 (rauðir) eru samvinnufúsir, teymismiðaðir einstaklingar sem hafa þroskuð gildiskerfi, eru tillitssamir, næmir í nálgun sinni og eru hópsálir. R2-einstaklingar eru snjallir í samskiptum, skapa skilning og sátt og miðla hugmyndum, staðreyndum og áætlunum á réttan hátt til að fá stuðning og framkalla eldmóð.

Verð: 29.900 kr.
Lengd: 3,5 klst

Innifalið í námskeiði

  • NBI-huggreining (á íslensku) að verðmæti 19.800,-

  • Persónulegt hugsnið (7 bls. skýrsla)

  • Námsefni og verkefni

  • Léttar veitingar

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson

  • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-vottaður markþjálfi og NBI-Master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“ og „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“