Ummæli

Sigraðu sjálfan þig er frábært ferðalag

Ég hef aldrei séð efnið sett í jafn flott samhengi eins og hér. Ingvar þekkir veikleika sem við öll höfum og talar við þig á einlægan og persónulegan hátt þannig að stundum hugsaði ég: „hvernig vissi hann þetta um mig?“

Heimir Hallgrímsson Landsliðsþjálfari

Meginforsenda þess að ná stóru og krefjandi markmiðunum í lífinu!

Sigraðu sjálfan þig er skemmtileg, skýr og vel ígrunduð bók sem gaf mér 360 gráðu sýn á sjálfan mig. Með einföldum og áhrifaríkum hætti tekst Ingvari að hjálpa lesandanum að uppgötva sinn innri styrk – sem er meginforsenda þess að ná stóru og krefjandi markmiðunum í lífinu.

John Snorri Sigurjónsson Fjallagarpur og fyrirlesari

Hvað fannst fyrrverandi nemendum um námið?

Námskeiðið var frábært. Námið fór langt fram úr væntingum og mun nýtast í leik og starfi mínu sem stjórnandi. Ég hafði hugsað um þetta í nokkurn tíma að fara í markþjálfanám og er mjög ánægð með að hafa farið í námið hér. Ég hlakka til næstu skrefa með hópnum.

​​Lærði mjög margt um sjálfan mig og fékk afar gott verkfæri til að nota í vinnu minni sem félagsráðgjafi. Ég mæli með þessu námi fyrir alla sem eru að vinna í markmiðasetningu eða við hjálp til sjálfshjálpar með öðru fólki.

​​Þetta markþjálfanám hjá Profectus hefur breytt lífi mínu. Ekki aðeins hef ég lært að þekkja sjálfan mig upp á nýtt heldur eru viðskiptavinir mínir einnig að ná mun meiri árangri en áður.

​Efir markþjálfanámið hjá Profectus hef ég lært að hlusta meira og tala minna. Sem sálfræðingur hef ég náð dýpri tengingu við skjólstæðinga mína og þeir taka nú meiri ábyrgð á eigin bataferli.

​Kraftmikið námskeið sem gaf mér fullt af nýjum verkfærum í kistuna. Verkfærum sem ég get nýtt í starfi og einkalífi. Ég lærði aðferð sem er mun áhrifaríkari en þær leiðir sem ég hef notað til þessa við að hvetja aðra áfram í starfi.

​​Frábært nám. Hnitmiðað. Fær mann til að vilja læra meira og kynna þetta fyrir sem flestum. Mjög öflugt samskiptaform.

​​Námskeiðið var frábært! Ég geng út með fullt af ástríðu og eldmóð, með stútfulla verkfæratösku sem mun nýtast mér vel í leik og starfi. Umgjörð og skipulag námskeiðsins var til fyrirmyndar, alveg upp á 10! Ég lærði mikið inn á og um sjálfa mig sem er ekki síður mikilvægt í þessu ferli.

​Námskeiðið kemur til með að nýtast mér á svo margan hátt, bæði hvað varðar vinnu og einkalíf. Frábært verkfæri til að horfa á hlutina á annan fátt. Ég sé fyrir mér að nýta þetta til að efla liðsheild og innleiða nýja starfsmenn að teyminu.

​​Markþjálfanámið hefur gefið mér gríðarlega margt:

  • Aðferðin er afar góð og árangursrík.

  • Sjálfsþekkingin er meiri hjá sjálfri mér sem gerir að verkum að árangurinn verður meiri.

  • Ég hef náð að skilja og tileinka mér markþjálfahlutverkið þannig að ég get nýtt það til að hjálpa öðrum.

  • Markmiðasetning verður auðveldari

  • Námið hefur eflt sjálfsvitund mína og minna markþega

  • Öll verkfærin sem okkur voru færð eru afar góð og nýtileg.

  • Gaman að læra, ögra sér og varða framtíðina.

  • Þetta námskeið hefur nú þegar haft veruleg, jákvæð áhrif í mínu lífi.

Fyrrverandi nemendur úr öllum lögum þjóðfélagsins

Leiðtogaþjálfun fyrir Akureyrarbæ

Leiðtogar eru mikilvægustu starfsmennirnir í nútímastjórnun. Leiðtogaþjálfun er því einhver besta fjárfesting sem fyrirtæki og stofnanir geta fjárfest í.

Akureyrarbær vill vera í fremstu röð með þjálfun og kennslu til sinna starfsmanna og leitaði til Profectus til að þjálfa 80 stjórnendur og embættismenn Akureyrarbæjar í því mikilvæga hlutverki að vera fyrirmyndarleiðtogar.

Profectus varð fyrir valinu vegna þeirrar nálgunar sem þeir hafa í leiðtogaþjálfun, leiðtoginn sem markþjálfi og NBI-heildarhugsunar. Starfsmennirnir unnu þar með sjálfa sig sem einstaklinga og einnig sem hóp þar sem markþjálfunarhæfni leiðtogans var þjálfuð og efld.

Ingvar og Matti eru snillingar að ná til fólks og virkja til marvissrar þátttöku. Þjálfunin var lifandi og fræðandi eins og góð þjálfun á að vera. Leiðtogaþjálfun Profectus stóðst allar okkar væntingar og gott betur en það.

Hún opnaði nýja heima, styrkti starfsmenn í þeirra hlutverki og gaf þeim meira sjálfstraust til að takast á við hið erfiða og mikilvæga hlutverk að vera fyrirmyndar starfsmenn og leiðtogar.

Eiríkur Björn Björgvinsson Bæjarstjóri

Whole Brain Coach

„Á þessu námskeiði fékk ég frábæra kennslu og þjálfun í aðferðafræði sem nýtist mér sem markþjálfa og ráðgjafa. Ég get heilshugar mælt með þessu námskeiði fyrir alla markþjálfa.“

Aðalheiður Sigursveinsdóttir Mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá

Whole Brain Coach

„Frábær og fjölbreytt aðferðafræði og vel skiljanleg fyrir mismunandi hópa. Skipulag og framsetning efnis var til fyrirmyndar.“

Sigþrúður Guðmundsdóttir Markþjálfi

Whole Brain Coach

„Markvisst, áhrifaríkt og ótrúlega gefandi og nærandi námskeið. Ég mun njóta þess og nýta efni þess um ókomin ár.“

María Sólveig Héðinsdóttir Markþjálfi

Whole Brain Coach

„Frábært námskeið sem gefur innýn í nýjar víddir sem nýtast mér bæði í persónulegu lífi og sem markþjálfa. Einstaklega vel skipulagt og leiðbeinandinn frábær.“

Inga Þóra Geirlaugsdóttir Markþjálfi

Whole Brain Coach

"Þetta námskeið var algjörlega frábært fyrir mig því þarna fékk ég innsýn og færni til að nýta NBI-tólin, sem nú eru orðin hluti af kjarnatólum mínum í bæði markþjálfun og teymisþjálfun."

Örn Haraldsson Markþjálfi og teymisþjálfari hjá Kolibri

Stjórnandinn sem Markþjálfi - 2

Opin kerfi völdu klæðskerasaumaðan pakka Profectus til stjórnendaþjálfunar. Samstarfið var ánægjulegt og það sem stendur upp úr stamstarfinu er sá árangur sem náðist.

Elín Gränz Framkvæmdastjóri mannauðs hjá Opnum kerfum

Einn af mínum uppáhalds

Ég fékk Profectus til að vera með námskeið fyrir Hreint á haustönn 2017, annars vegar samskiptanámskeið fyrir alla stjórnendur og starfsmenn skrifstofu og hins vegar námskeið í leiðtogafærni fyrir stjórnendur Þetta eru þau námskeið sem hafa lifað hvað lengst hjá okkur. Ingvar er einstaklega skemmtilegur og hvetjandi fræðari – einn af mínum uppáhalds. 

Guðbjörg Erlendsdóttir þjónustu-, gæða- og starfsmannastjóri

Ég get hiklaust mælt með Profectus.​

Profectus skipulagði og sá um „Stjórnendamót“ með okkur í Seðlabankanum. Mikið af efni komst til skila á undraverðum tíma og engin dauð stund. Ég get hiklaust mælt með Profectus.​

Birna Kristín Jónsdóttir Fræðslufulltrúi Seðlabanka Íslands

Þjónustan einkennist af fagmennsku

Eimskip hefur leitað til Profectus varðandi ýmiss konar námskeið fyrir ólíka starfshópa. Reynslan er mjög góð og einkennist þjónustan af fagmennsku.
Ég mæli óhikað með Profectus.

Sif Svavarsdóttir Global HR Coordinator hjá Eimskip