Framhaldsnám í markþjálfun

Framhaldsnám í markþjálfun - Upp á næsta level!

(e. The Next Level)

LEVEL 2 vottað framhaldsnám í fyrir þá sem vilja fara alla leið, ná sér í alþjóðlega vottun, öðlast dýpri skilning og mun meiri færni sem markþjálfar.  Framhaldsnámið hjá okkur er hugsað fyrir þá sem skapa sér starfsvettvang sem markþjálfar og/eða teymisþjálfar og bera efnistökin í náminu þess skýr merki.

Hvernig setjum við okkur markmið

Það skiptir ekki máli hver þú tókst grunnnám í markþálfun því við bjóðum alla velkomna í framhaldsnámið til okkar sem:

  1. Hafa lokið ICF-vottuðu grunnnámi hjá viðurkenndum fræðsluaðila og;
  2. hafa markþjálfað í a.m.k. 30 klst. við upphaf námsins.

Framhaldsnámið okkar er sérstaklega hugsað fyrir þá sem vilja bæta verulega við færni sína í hlutverki markþjálfans með því læra og tileinka sér þá mikilvægu færni sem einstaklingar og sér í lagi fyrirtæki eru að kalla eftir. Stór partur af náminu er að undirbúa nemendur fyrir ICF-vottun sem annað hvort „ACC-markþjálfi“ ef þeir hafa náð 100 klst. reynslu við námslok eða jafnvel „PCC-markþjálfi“ ef nemandi er kominn með 500 klst. er hann lýkur námi.

Næsta framhaldsnám verður í boði á haustönn 2024.

Opnað verður fyrir skráningar í byrjun mars 2024.

Helstu upplýsingar:

Nám með LEVEL 2 vottun frá ICF

Level 2 vottað nám er „Allt innifalið“ markþjálfanám, það er að segja það inniheldur allt sem ICF gerir kröfu um fyrir vottun. Helsti munurinn á Level 1 vottuðu námi og LEVEL 2 vottuðu námi er að þeir fræðsluaðilar sem hafa uppfyllt ströng skilyrði LEVEL 2 vottunar, hafa einnig heimild til að meta og votta færni nemenda sinna við námslok í framhaldsnáminu miðað við PCC-færni hafi nemandi tekið bæði grunn-og framhaldsnám hjá Profectus. Standist nemendur það mat þá er það fullnægjandi undirbúningur fyrir umsókn, bæði fyrir ACC-vottun og PCC-vottun hjá ICF, allt eftir því hversu mikla reynslu (fjöldi klst. í markþjálfun) nemandi hefur öðlast.

Margir sem koma í námið eru að undirbúa sig fyrir ACC-vottunina en þurfa þá ekki að bæta við sig frekara námi til að mega sækja um næsta vottunarstig (PCC) þegar að því kemur. Þeir nemendur sem læra og útskrifast hjá Profectus geta því látið meta PCC færni sína á íslensku og fá niðurstöður innan nokkurra daga í stað þess að þurfa að taka upp og senda hljóðupptökur af markþjálfasamtölum sínum á ensku til ICF í Bandaríkjunum, ásamt handritum af þeim upptökum til mats og yfirferðar og þurfa að bíða í allt að þrjá mánuði eftir niðurstöðum.

Eftirspurn eftir markþjálfum er að aukast

Eftirspurn eftir markþjálfum hefur verið að aukast bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Fyrirtæki eru að kalla eftir teymisþjálfun í mun meira mæli og rannsóknir hafa einnig varpað ljósi á að þeir sem kaupa þjónustu markþjálfa vilja gjarna meiri áskoranir og festu. Við teljum að framhaldsnámið hjá okkur standist fyllilega allar kröfur og væntingar, bæði markaðarins og einnig nemenda okkar.

Námið er krefjandi ferðalag þar sem stöðugt er unnið að framförum og aukinni sjálfsþekkingu nemenda. Í framhaldsnáminu er nemendum skipt upp í nokkur teymi og kynnast þar með á eigin skinni út á hvað teymisþjálfun gengur. Teymisvinnan tryggir nemendum einnig stuðning samnemenda á meðan náminu stendur, aðhald til að halda sér við efnið og tækifæri til að efla þrautseigju sína jafnt og þétt. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að kenna á 104 klukkustundum en með góðum kennurum, frábærum nemendum, fullkomnu kennslu- og stuðningskerfi á vefnum og brennandi ástríðu fyrir faginu hefur þetta gengið eins og í sögu hjá okkur. 

Framhaldsnámið í fáum orðum

Undirbúningur

  • Nokkrum dögum áður en námið hefst færðu tölvupóst þar sem við hnykkjum á því helsta sem gott er að hafa í huga áður en námið hefst. Þú færð upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn í „Tankinn“, (kennslukerfið okkar) þar sem bíður þin bæði lesefni og myndbönd til undirbúnings fyrir námið. Námið er krefjandi og því er gott að vera vel undir það búin(n).

Fyrsta lota - 4 dagar frá 9:00-16:00

  • Í fyrstu lotu námsins er áhersla lögð á dýpri skilning hæfnisþáttanna, áskorandi markþjálfun, teymismarkþjálfun og fleiri leiðir til að stuðla að vitundarsköpun hjá markþegum.

Heimavinna á milli lotu 1 og 2

  • Á milli fyrstu tveggja lotnana vinna nemendur saman í teymum þar sem þeir nýta aðferðafræði teymisþjálfunar til að stuðla að vexti og lærdóm innan teymisins, bæði persónulegum og á teymisgrundvelli.

Önnur lota - NBI réttindi - 2 dagar Online frá 8:30-16:30

  • Í lotu tvö öðlast allir nemendur NBI-réttindi og heimild til að vinna með NBI-greiningar. Allir fá sitt heimasvæði í NBI-kerfinu þar sem þeir geta úthlutað lykilorðum og haft umsjón með greiningum sinna viðskiptavina. Einnig eru kynnt verkfæri til að meta frammistöðu s.s. 360° mat.

Heimavinna á milli lotu 2 og 3

  • Hver og einn nemandi skilar inn lokaskýrslu til að öðlast fullgild NBI-réttindi. 
  • Lokaverkefni (unnið í teymum) þar sem fléttað er saman með raunverulegum hætti þá lykilþætti sem teknir eru fyrir í náminu, þ.e. teymisþjálfun, markþjálfun, áskorandi markþjálfun, NBI-greiningar og öðrum verkfærum sem nýtt eru til að raungreina frammistöðu og styrkleika og veikleika bæði teyma og einstaklinga.
  • Lokaverkefnið er raunverkefni þar sem öllum nemendateymum er úthlutað 4-6 manna teymi frá völdu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þar nýta nemendur nánast allt  sem þeir hafa lært í náminu í raunaðstæðum við að greina og styrkja teymið sem þeir fá úthlutað. Þar má nefna NBI-greiningar, 360° mat, styrkleikamat og markþjálfun inni í fyrirtæki, bæði einstaklings- og teymisþjálfun.
  • Í lokin kynna nemendur sínar tillögur til endurbóta, bæði til þess teymis sem þeir hafa unnið með og einnig fyrir samnemendum og kennurum ásamt því að skila inn skýrslu sem inniheldur bæði framvindu og niðurstöður verkefnisins.

Þriðja lota - 4 dagar frá 9:00-16:00

  • Í lotu þrjú læra nemendur að stýra umbótafundi teymis, einkenni skort- og festuhugsunar, öll þrjú hlutverkin í „Dramaþríhyrningnum“, tengsl sálfræði við markþjálfun sem og birtingamyndir og einkenni og birtingamyndir meðvirkni í markþjálfasamtali og hvernig allt hér að framan getur staðið í vegi fyrir árangri, bæði hjá markþjálfanum og markþeganum.

Ítarlegri lýsing á yfirferð námsins

Eftir fyrstu lotu hafa nemendur:

- Fengið upprifjun í hæfnisþáttunum átta (Kenndir eru nýju hæfniþættir ICF)

- Lært muninn á ACC og PCC hæfniskröfum

- Kynnst bæði samnemendum sínum og kennurum

- Fengið yfirsýn yfir námið og sett sér markmið varðandi þá útkomu sem þeir vilja fá úr náminu

- Fengið endurgjöf á sína markþjálfun út frá PCC-færniviðmiðum

- Gefið endurgjöf á markþjálfun út frá PCC-færniviðmiðum

- Lært um FACTS módelið sem byggir á áskorandi markþjálfun

- Lært að gefa beinskeyttari endurgjöf til markþega

- Lært um þær 3 stoðir sem grundvalla ábyrgðarskyldu markþegans

- Skilning á muninum á markmiðum og áskorandi markmiðum

- Skilning á áhrifamætti ZOUD (The Zone Of Uncomfortable Debate)

- Lært að vinna með „Kerfis-hugsun“ og af hverju stundum er mikilvægt að vinna með „stóru myndina“ í markþjálfasambandinu

- Markþjálfað og fengið markþjálfun með FACTS módelið að leiðarljósi

- Lært hvað teymisþjálfun er og hvað hún er ekki

- Fengið yfirsýn yfir mismunandi hlutverk teymisþjálfunar

- Skilning á einkennum árangursríkra teyma

- Lært um stólpana þrjá sem sterk teymi byggja árangur sinn á

- Lært um mikilvægi tilfinningagreindar við teymisþjálfun

- Þekkingu á leiðum til að mynda sálrænt öryggi og traust í teymi

- Kynnst vinnukerfum, takti og tólum við teymisþjálfun

- Lært að vinna að sameiginlegri sýn teymis

- Lært um tilgang 360° mats og hvernig hægt er að greina raunstöðu einstaklings og teymis

Eftir aðra lotu hafa nemendur:

- Fengið vottun sem NBI-leiðbeinandur og eru orðnir hluti af alþjóðlegu teymi NBI®-markþjálfa

- Lært dýpri og áhrifameiri speglun

- Aukið getu sína til að aðlaga markþjálfun sína betur að hegðun, hugsun og tjáskiptum markþega

- Lært að nýta Heildarhugsun sér og markþegum sínum til framdráttar

- Lært að skilja hvernig allir sjá heiminn með sínum hætti

- Lært að „lesa hugsanir“ og hvernig hægt er að finna og lesa í vísbendingar um hvernig fólk hugsar og birtist umheiminum

- Aukið virðisauka sinn sem markþjálfa með þaulreyndum og rannsökuðum aðferðum NBI®-markþjálfunar

- Aukið fagmennsku og trúverðugleika í starfi sínu sem NBI-markþjálfar

- Fengið inn á „sinn reikning“ 10 NBI®-greiningar (að verðmæti 65.000) til að nýta til æfinga eða fyrir sína viðskiptavini.

- Opnað á möguleika til að auka tekjustreymi og „vöruúrval“ sitt verulega með NBI®-réttindum

- Fengið sína eigin NBI®-stjórnsíðu á netinu fyrir sína viðskiptavini þar sem þeir geta sent út og unnið með greiningar

- Fengið NBI®-leiðbeinenda-pakka (að verðmæti 55.000,-) með fjölda PowerPoint kynninga (á íslensku og ensku), myndbanda, rannsókna, bæklinga og kynningarefni til að auðvelda sér markaðssetningu á þjónustunni og að innleiða NBI® í starf sitt og þjónustu

- Lært að vinna úr niðurstöðum 360° frammistöðumats sem er hluti af lokaverkefni nemenda.

Eftir þriðju lotu hafa nemendur:

- Skilning á mikilvægi þess að halda reglulega umbótafundi og lært leiðir til að þarfagreina hvernig umbótafundur þjóni best þeim tilgangi sem aðstæður krefjast hverju sinni

- Kynnt lokaverkefni sín fyrir öðrum nemendum

- Tekið þátt í umbótafundi með sínu teymi undir leiðsögn kennara

- Lært muninn á skort-, festu- og vaxtarhugarfari.

- Lært um lykilhlutverkin í Dramaþríhyrningnum

- Markþjálfað og fengið markþjálfun byggða á persónulegu 360° frammistöðumati.

- Lært styrkleikamiðaða nálgun í persónulegri stefnumótun

- Kynnst „Multilevel-modeling“, hvernig hægt er að markþjálfa í markvissum þrepum frá hegðun að gildismati.

- Betri skilning á helstu birtingarmyndum meðvirkni

- Þekkingu á hinum augljósu einkennum meðvirkni

- Lært spurningamiðaða nálgun tengda meðvirkni

- Skilning á mikilvægum grunnþáttum sálfræðinnar sem tengjast hlutverki markþjálfans

- Markþjálfað og farið í markvissar æfingar með ofangreint að leiðarljósi

- Lært um Lausnamiðaða markþjálfun (e. Solution Based Coaching)

- Lært um Umbreytandi markþjálfun (e. Transformational Coaching)

- Lært um Frásagnar markþjálfun (e. Narrative Coaching)

- Markþjálfað og þegið markþjálfun með einni eða fleiri aðferðum sem getið er hér að ofan

- Fengið undirbúning og ítarlegar upplýsingar um lokaverkefni námsins sem teymin vinna í sameiningu og kynna á útskriftardeginum.

Greiðslur námskeiðagjalda:

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika:

1. Innlegg í heimabanka Profectus: 0545 - 26 - 452. Kt: 410304-3760.

2. Fá kröfu í heimabanka einstaklings eða fyrirtækis til að greiða þar. Sendið beiðni á info@profectus.is

3. VISA eða MasterCard lán (raðgreiðslur) til allt að 36 mánaða. Allur kostnaður við lántöku bætist við námsgjöld.

4. Netgíró https://www.netgiro.is/ til allt að 24 mánaða.

Ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 14 dögum fyrir upphaf námskeiðs.

Eftir að skráning hefur borist okkur eru stofnaðar tvær kröfur í heimabanka, ein upp á 50.000,- sem er staðfestingargjald. Þegar það er greitt hefur nemandi tryggt sæti sitt í náminu. Staðfestingargjald er óafturkræft. Seinni krafan er fyrir eftirstöðvum með eindaga tveimur vikum áður en námið byrjar. 

Athygli er vakin á að nemandi sem hættir við þátttöku innan tveggja vikna fyrir nám hefur hvorki rétt til endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi né staðfestingargjaldi.

Ef nemandi þarf að hætta við nám innan tveggja vikna fyrir nám eða eftir að nám er hafið, vegna óviðráðanlegra orsaka (til dæmis veikinda eða slyss), getur hann skráð sig í sambærilegt nám innan tveggja ára, sér að kostnaðarlausu. Það þarf að gerast í samráði við okkur og gildir einungis ef ekki er fullbókað á viðkomandi námskeið við upphaf þess. 

Verð: 748.000 kr. (688.000 stgr.)
Lengd: 128 klst.

Innifalið í námskeiði

  • Aðgangur að TANKINUM, kennslukerfi Profectus - bæði að öllu efninu sem tekið er fyrir í grunnnáminu og því sem fylgir framhaldsnáminu. Í TANKINUM er að finna öll verkefnin sem tengjast náminu, kennslumyndbönd af öllu því sem kennt er í náminu auk mikið af áhugaverðum og nytsamlegum upplýsingum og fræðslu sem gagnast nemendum á sínu ferðalagi. Þennan aðgang hafa nemendur í 12 mánuði eftir að náminu lýkur. (að verðmæti 17.880,-)
  • Útprentuð vinnubók með þeim verkefnum sem unnin í tímum.
  • Hver ertu og hvað viltu? eftir Ingvar Jónsson (að verðmæti 4.290,-)
  • Challenging Coaching eftir John Blakey og Ian Day (að verðmæti 4.900,-)
  • The Complete Handbook of Coaching eftir Elaine Cox, Tatiana Bachkirova og David Clutterbuck  (að verðmæti 6.900,-)
  • Forysta og tilfinningagreind eftir Daniel Goleman
  • NBI-réttindi (að verðmæti 165.000,-) og eigið svæði á vefnum til að sýsla með og senda út NBI-greiningar. Á meðan náminu stendur fá nemendur úthlutað 10 NBI-greiningum til að læra og æfa sig.
  • Tíu mentormarkþjálfunar tímar frá PCC-vottuðum markþjálfa (að verðmæti 89.000,-)
  • Fjórar skriflegar endurgjafir á eigin framistöðu í markþjálfun
  • Gómsætar veitingar á meðan námskeiðinu stendur, kaffi, te og meðlæti og súpu og heitan mat í hádeginu alla dagana

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson
PCC-markþjálfi

Ingvar Jónsson

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 25 ár. Hann er Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, NBI-master trainer og EQ-i Practitioner. Hann var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.

Ingvar er frumkvöðull í eðli sínu, hefur í gegnum tíðina þróað fjölda viðskiptahugmynda með góðum árangri. Hann þekkir því á eigin skinni hvað það er að takast á við áskoranir, fara nýjar leiðir og verðmæti þess að fá svigrúm og tækifæri til að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni og hvað þarf til að komast upp úr djúpum hjólförum vanans. Ingvar hefur einnig starfað sem skemmtikraftur og tónlistamaður í tæp 30 ár sem endur-speglast í léttri og skemmtilegri framsetningu hans á því efni og þekkingu sem hann miðlar.

Ingvar hefur síðustu 7 ár skrifað og þróað nánast allt námsefni fyrir bæði Grunn- og Framhaldsnám Profectus. Hann er einnig rithöfundur og hefur síðustu ár skrifað nokkrar bækur sem eiga það sameiginlegt að fjalla að verulegu leyti um markþjáflun og nokkrar þeirra eru hluti af námsefni okkar. Þar má nefna: The Whole Brain Leader (2015) - Coaching - Bringing out the best (2016) - Sigraðu sjálfan þig! (2018) - Hver ertu og hvað viltu? (2020) og Sigraðu sjálfan þig - aftur og aftur! (2022)

Örn Haraldsson
PCC-markþjálfi

Örn Haraldsson

Örn er sveitastrákurinn í teyminu, óx upp í sveitinni og ber þess heillandi merki. Hann hefur komið víða við á leið sinni í gegnum lífið, allt frá því að vinna við forritun og hugbúnaðarþróun auk þess að hafa lært og starfað sem jógakennari. Örn er einn af þeim sem er flestum stundum með báða fætur á jörðinni en á sama tíma reynist honum afar auðvelt nýta sína frjóu- og víðtæku hugsun sér og öðrum til framdráttar.

Einn af hans verðmætustu kostum í hlutverki kennara er að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er bæði víðlesinn og rökfastur. Honum er eðlislægt að tala um hlutina eins og þeir eru af yfirvegun en um leið ótakmarrkaðri virðingu fyrir skoðunum og viðhorfum annarra. Örn starfar í fullu starfi sem markþjálfi en hefur síðustu ár sérhæft sig í teymisþjálfun og er afar eftirsóttur sem slíkur.

Valdimar Þór Svavarsson
ACC-markþjálfi

Valdimar Þór Svavarsson

Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðibraut Háskóla Íslands og BA gráðu í félagsráðgjöf frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið Grunn- og framhaldsnámi í markþjálfun, hlotið NBI-Master Trainer réttindi auk þess að vera sérmenntaður í Áfalla og uppeldisfræðum Piu Mellody.

Hann lærði einnig markaðs- og útfluttningsfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Auglýsingatækni hjá NTV. Hann hefur bæði langa og víðtæka reynslu af fyrirtækjaráðgjöf með áherslu á stefnumótun, mannauðsstjórnun, þjálfun og kennslu. Ótvíræðir styrkleikar Valdimars eru þó ekki bundnir námsgráðum, þekkingu og reynslu heldur því hver hann er. Geðþekkari menn eru vandfundnir og nærvera hans, umburðarlyndi og virðing fyrir nemendum sínum gera hann, af fullri virðingu fyrir öðrum kostum sem hann hefur að bera, að þeim frábæra kennara sem hann er.