Námsstefna

BREYTINGAR
OG FORYSTUFÆRNI FRAMTÍÐAR

  • Bæjarbíó, Hafnarfirði
  • 29. nóv
  • kl. 09:00-17:00
  • Verð: 59.000 kr.
  • Skráning
  • Online á ZOOM
  • 29. nóv
  • kl. 09:00-17:00
  • Verð: 29.900 kr. 
  • Skráning
(Innifalið í verði námsstefnunnar eru veitingar og NBI-Forystugreining að verðmæti 22.900 kr.)

Profectus fagnar 10 ára vexti og framþróun

Af því tilefni efnum við til alþjóðlegrar námsstefnu í Bæjarbíói 29. nóvember frá 9-17.

Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra af leiðandi sérfræðingum á því sviði sem við höfum ávallt sérhæft okkur í: „Að hjálpa fólki og fyrirtækjum að gera gott betur“. Móta skýra stefnu og finna hugrekki til að komast alla leið með því að horfast í augu við raunstöðuna og leita nýrra lausna til að ná lengra.

Fyrirlesarar námsstefnunnar

Gréta María Grétarsdóttir
Gréta María, forstjóri Arctic Adventures, setur námsstefnuna. hún hefur víðtæka reynslu og leggur ríka áherslu á samfélagsábyrgð
Dr. Marc & Samantha Hurwitz
Alþjóðlegir metsöluhöfundar og hönnuðir á hinu fyrsta líkani 21. aldar á áhrifamætti fylgjenda- og forystufærni
Tim Hurson
Alþjóðlegur stjórnendaþjálfi og metsölu-höfundur McGraw Hill Classic bókarinnar Think Better
Dr. Puleng Makhoalibe
Alþjóðlegur fyrirlesari, rithöfundur og frumkvöðull. Hún var valin ein af 20 áhrifamestu kvennleiðtogum heims
Ingvar Jónsson
Alþjóðlegur stjórnendamarkþjálfi og rithöfundur fjölda bóka hjá SAGE, Bismark og Mál og menningu
Jim Ridge
Listamaður og sérfræðingur í breytingastjórnun með meira en 30 ára reynslumeð alþjóðlegum fyrirtækjakeðjum
Dorte Nielsen
Sérfræðingur í skapandi hugsun og höfundur 11 bóka, þ.á.m. metsölubókarinnar The Secret of The Highly Creative Thinker
Valdimar Þór Svavarsson
Leiðandi sérfræðingur á sviði meðvirkniog áhrifum (skaða) sem hún getur haft á stefnumótun og menningu fyrirtækja

Erindi

Gréta María Grétarsdóttir
Forstjóri Arctic Adventures opnar ráðstefnuna
 

Gréta María Grétarsdóttir forstjóri hjá Arctic Adventures opnar ráðstefnunaGréta María hlaut Viðskipta­verðlaun Viðskipta­blaðsins og Frjálsr­ar versl­un­ar árið 2019 fyr­ir áherslu á um­hverf­is- og lýðheilsu­mál.

Gréta María starfaði sem framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi. Hún tók sæti í stjórn Arctic Adventures sumarið 2020. Þá var Gréta María framkvæmdastjóri Krónunnar.

Arctic Adventures, sem er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar um allt land. Félagið, sem velti um 6 milljörðum króna áður en heimsfaraldurinn hófst.

TIM HURSON
SNILLINGURINN INNRA MEÐ ÞÉR

Snillingurinn innra með þérTim hefur hjálpað stjórnendum og frumkvöðlum í yfir 40 löndum að uppgötva snillinginn innra með sér.

Í erindi hans Snillingurinn innra með þér munt þú uppgötva og upplifa, frá fyrstu hendi, falinn kraft huga þíns til að skilja betur, hugsa betur, eiga betri samskipti og einfaldlega vera betri.
Tim telur að allir geti lært hvernig á að hugsa betur. Hann hefur sýnt það og sannað með störfum sínum um allan heim í yfir 30 ár – í yfir 40 löndum.
Viðskiptavinir hans eru frumkvöðlar á öllum hugsanlegum sviðum – í fyrirtækjarekstri, hernaði, félagsþjónustu, heilsugæslu, háskólasamfélaginu, vísindum og stjórnsýslu. Þú verður undrandi yfir kraftinum sem felst í því að nýta dulda snilligáfu þína við að efla skapandi, skilvirka og afkastamikla hugsun.
Bók hans Hugsaðu betur (Think Better) er í hópi útvaldra McGraw Hill Classic og er kennd í yfir 100 viðskiptaskólum um allan heim.

JIM RIDGE
SAMEIGINLEG FRAMTÍÐARSÝN EÐA ORÐAGRAUTUR?
 

SAMEIGINLEG FRAMTÍÐARSÝN EÐA ORÐAGRAUTUR?Jim er sérfræðingur í að skapa sameiginlega sýn með starfsfólkinu, af starfsfólkinu, fyrir starfsfólkið - svo að eignarhaldið sé þeirra

Eitt það mikilvægasta í breytingaferlinu er sú sameiginlega sýn liðsheildarinnar sem á að endurspegla þann ávinning sem breytingarnar eiga að skila. En oft kemur „sýnin“ fullunnin að ofan og er samsett úr fyrirsjáanlegum, bragðdaufum orðagraut.

En ef þú getur ekki sýnt mér mynd af framtíðarsýninni, mun ég ekki geta snert hana eða fundið fyrir henni. Hvers vegna í ósköpunum köllum við það sýn ef þetta eru orðin tóm?

Í þessu erindi munum við uppgötva hvernig hin sameiginlega sýn getur orðið ljóslifandi fyrir augum allra og kveikt neista innan fyrirtækisins. Hin áhrifaríka sameiginlega sýn er sett fram í þrívídd – áþreifanleg og sjónræn. Þegar öll lög fyrirtækisins taka þátt í að setja fram „áþreifanlega og sjónræna sýn“ dregur það huga og hjörtu fólks inn í hana með hætti sem mun aldrei nást með bragðdaufum orðagraut.

Valdimar Þór Svavarsson
ERU STJÓRNENDUR MEÐVIRKIR EN LEIÐTOGAR EKKI?

SAMEIGINLEG FRAMTÍÐARSÝN EÐA ORÐAGRAUTUR?Valdimar er sérfræðingur í meðvirkni - einni stærstu hindrun í breytingarferli innan fyrirtækja

Meðvirkni er líklega einn mesti skaðvaldur innan fyrirtækja þó lítið sé um hana rætt.

Birtingarmyndir meðvirkni eru margvíslegar. Fólk upplifir erfiðleika í samskiptum og einfaldir hlutir verði flóknir af þeim sökum. Mikil tilfinningasemi, lítill samstarfsvilji, baktal, dómharka og skortur á heilbrigðum samskiptum eru einnig meðal þeirra birtingarmynda sem meðvirkni hefur í för með sér.

Stjórnendur og aðrir starfsmenn ættu að vera upplýstir um að slíkt ástand hefur í för með sér sóun á tækifærum sem annars gætu skapast.

Þegar meðvirkni er alvarleg eykur hún álag á allt starfsfólk. Í versta falli stuðlar meðvirkt ástand á vinnustað að kulnun með tilheyrandi kostnaði, breytingum og álagi á fyrirtækið og allt starfsfólk innan þess.

dorte nielsen
LEYNDARMÁL HINS OFURSKAPANDI HUGSUÐAR

LEYNDARMÁL HINS OFURSKAPANDI HUGSUÐARSkapandi hugsun er besta mótefnið við stöðnun og stuðlar að sjálfbærri þróun þinni í hlutverki leiðtogans!

Fólk sem lærir hugmyndafræðina á bak við skapandi hugsun öðlast um leið færni í að koma auga á tengingar. Gæti það að kenna fólki að koma auga á tengingar verið leið til að hjálpa því að verða meira skapandi?

Erindi Dorte gefur einstakt tækifæri til að öðlast dýpri skilning á sköpunargáfu og skapandi ferlum og tólum og veitir hagnýta nálgun á hvernig þú getur auðgað meðfædda hæfileika þína til að hugsa með skapandi hætti.

Hér er tækifæri til að eyða goðsögninni um að sköpunargáfan sé eitthvað sem aðeins útvaldur minnihluti býr yfir. Hér er tækifærið til að læra „leyndarmál“ ofurskapandi einstaklinga. Hér er tækifæri til að öðlast þá þekkingu, tækni og þjálfun sem þú þarft til að auka eigin meðfæddu sköpunargáfu og leiða þig til ánægju, árangurs, uppfinningasemi, nýsköpunar og breytinga.

Þetta er einstök kynning sem sameinar praktíska, hagnýta nálgun og traustan, fræðilegan grunn.

Dr. Marc og Samantha Hurwits
Forysta er bara hálf sagan

FORYSTA ER BARA HÁLF SAGANDr. Marc og Samantha hafa komið fram með nýja sýn á fylgjenda- og forystufærni og áhrifaríkri starfsmögnun

Ímyndaðu þér að þú eigir leyniformúlu sem myndi fylla fyrirtækið af eldmóði og ástríðu — sem gerði þér kleift að skapa meiri verðmæti samhliða því að þú aukir ábyrgð, framleiðni, sköpunarkraft og helgun um 17% til allt að 43%.

Ímyndaðu þér líka að þessi formúla auki sveigjanleika (e. agility) fyrirtækisins og geri því kleift að bregðast hraðar við óvæntum atburðum, ytri áföllum og fyrirhuguðum innri breytingum. Leyndarmálið er þetta:

Leiðtogafærni + Fylgjendafærni = Frábært samstarf og sveigjanlegt (e. agile) fyrirtæki

Í þessu gagnvirka erindi máttu búast við að læra um nýjustu rannsóknirnar um fylgjendafærni, rökin á bak við samstarfsmiðaða nálgun og smá stærðfræði sem mun virðast eins og galdrar!

Ingvar Jónsson
TILFINNINGAGREIND ER FORSENDA ÁRANGURS!
 

Tilfinningagreind er forsenda árangurs!Ingvar var valinn einn af 101 áhrifaríkustu markþjálfum heims 2020 og þekkir vel það listform að leiða breytingar sem skila árangri

70% af breytingum innan fyrirtækja ná ekki tilætluðum árangri. Meginástæða þess er að stjórnendum er falið að stjórna og stýra þeim. Listformið við breytingar er að fela þær í hendur leiðtogum sem búa yfir tilfinningagreind en það er það sem þarf til að leiða breytingar alla leið.

Stóra vandamálið þegar kemur að breytingum er að það er of mikið af stjórnendum og of fáir leiðtogar innan fyrirtækja. Tilfinningagreindur leiðtogi er sá leiðtogi sem hefur tileinkað sér það sem þarf til að afla sér fylgjenda.

Stjórnandi gengur á eftir og stjórnar, tekur ákvarðanir sem hann ætlast til að aðrir fylgi eftir og geri það sem þeim er sagt að gera og eins og þeim er sagt. Leiðtogi gengur á undan með góðu fordæmi og fylgjendur fylgja honum á þeirri vegferð vegna þess trausts og þeirrar virðingar sem hann hefur aflað sér meðal samstarfsfólks síns.

Dr. Puleng Makhoalibe
VIRKJAÐU SKÖPUNARKRAFTINN TIL AÐ LEIÐA BREYTINGAR!

Virkjaðu sköpunarkraftinn til að leiða breytingar!

Í erindi Dr. Puleng mætir hönnun sköpunargáfunni, hugurinn mætir hjartanu og hugrekkið vanmættinum

Sid Parnes sagði eitt sinn að það væri betra að móta framtíðina en að sætta sig við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Í þessu erindi lærum við hvernig máttur sköpunarkraftsins og ímyndunaraflsins nýtist leiðtoganum við að móta framtíð fyrirtækisins og hvernig hann getur skuldbundið sig til að halda þeirri stefnu, þrátt fyrir viðnám og ófyrirsjáanleika.

Við virkjum okkar innri styrk til að kveikja innra með okkur meðfæddan sköpunarkraft (við höfum hann öll) og nýtum hann við að móta framtíðina: Leiða breytingar, aðlagast þeim raunveruleika sem við búum við og lóðsa okkur í gegnum það flækjustig sem breytingum fylgir á leið okkar að þeirri framtíð sem við stefnum að.
Það krefst sköpunarkrafts, samvinnu og hugrekkis að leiða breytingar. Getum við lært að leiða með þessum eiginleikum?

Já við getum það!

Sú verkfærakista sem leiðtogar búa yfir skortir í mörgum tilvikum þau verkfæri sem þarf til að mæta þeim breytta veruleika sem þeir standa frammi fyrir í dag

Í kjölfar umbreytinga síðustu ára hvert sem litið er — hvort fyrirtæki hafi stækkað hratt eða þurft að fella seglin — eiga flestir stjórnendur og leiðtogar það sameiginlegt að þurffa að aðlagast nýjum veruleika og takast á við tíðari og umfangsmeiri breytingar en áður. Sumt hefur gengið til baka en margt hefur breyst til frambúðar.

Samkvæmt nýlegri úttekt McKinsey hafa meiriháttar breytingar átt sér stað, í samrunum fyrirtækja, verkferlum og verklagi, samskiptum starfsfólks, aukinni netverslun og meiri sjálfvirkni. Þar að auki er reiknað með 25% aukinni hreyfingu starfsfólks milli starfa umfram það sem áður var áætlað.

Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra af færustu sérfræðingum heims til að deila með okkur hugmyndum sínum og reynslu sem gæti umbreytt hugsun okkar, viðhorfi og færni við að finna skilvirkar lausnir á einu af því fáa sem hægt er að ganga að sem vísu – stærri, tíðari og hraðari breytingar en nokkru sinni fyrr.

Dagskrá ráðstefnunnar

Tími Fyrirlesari Erindi
08:30 - 09:00   Húsið opnar
09:00 - 09:10 Gréta María Grétarsdóttir Forstjóri Arctic Adventures opnar námsstefnuna
9:10-10:00 Tim Hurson Snillingurinn innra með þér
10:00-10:50 Jim Ridge Sameiginleg framtíðarsýn eða orðagrautur
10:50-11:10   Morgunhressing
11:10-12:00 Valdimar Þór Svavarsson Eru stjórnendur meðvirkir - en leiðtogar ekki?
12:00-12:50 Dorte Nielsen Leyndarmál hins ofurskapandi hugsuðar
12:50-13:40   Hádegisverður
13:40-14:30 Dr. Marc og Samantha Hurwitz Forysta er bara hálf sagan
14:30-15:20 Ingvar Jónsson Tilfinningagreind er forsenda árangurs!
15:20-15:40   Síðgegishressing
15:40-16:30 Dr. Puleng Makhoalibe Virkjaðu sköpunarkraftinn til að leiða breytingar
16:30-17:00 Allir fyrirlesarar dagsins Pallborðsumræður

 

Innifalið

(Innifalið í verði námsstefnunnar eru veitingar og NBI-Forystugreining að verðmæti 22.900 kr.)

Morgunhressing og næringaríkur hádegisverður og síðdegiskaffi og bakkelsi. Hver veit nema það verði léttur drykkur og spjall í lokin.

PDF-upplýsingabæklingur

Miði í sæti (59.000) ZOOM-aðgangur (29.900)