Meðvirkni á vinnustað

Meðvirkni er hugtak sem margir tengja við aðstandendur þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða. Hugtakið er mikið notað og jafnvel mætti segja að það væri ofnotað. Nýjustu fræði á sviði meðvirkni varpa betur ljósi á hvað nákvæmlega meðvirkni er, í hverju orsakir hennar liggja og með hvaða hætti hún tengist framkomu okkar og hegðun. Þegar meðvirkni er til staðar eru samskipti og líðan einstaklinga í töluverðu ójafnvægi. Einkenni meðvirkninnar eru til þess gerð að ýta undir slæm samskipti og auka álag sem með tímanum getur haft veruleg áhrif á streitu og jafnvel leitt til kulnunar (e. burnout). 

Innan fyrirtækja er algengt að fólk upplifi erfiðleika með samskipti og að einfaldir hlutir verði flóknir af þeim sökum. Skortur á heilbrigðum samskiptum, mikil tilfinningasemi, lítill samstarfsvilji, baktal og dómharka eru meðal þeirra birtingarmynda sem meðvirkni hefur í för með sér. Stjórnendur og aðrir starfsmenn finna að slíkt ástand hefur í för með sér sóun á tækifærum sem annars gætu skapast. Þegar meðvirkni er alvarleg eykur hún álag á allt starfsfólk. Í versta falli ýtir ástandið undir kulnun sem veldur talsverðum kostnaði fyrir fyrirtæki og starfsfólkið sjálft. Námskeiðið byggir á fræðum Piu Mellody, sem hefur rannsakað meðvirkni í tugi ára og sett fram afar hagnýtt módel í tengslum við hana. 

 

Á þessu námskeiði læra þátttakendur:

  • Hvað meðvirkni er og hvað hún er ekki

  • Hver algengustu einkenni meðvirkni eru

  • Hvernig meðvirkni birtist í samskiptum á vinnustað

  • Með hvaða hætti álag vegna meðvirkni getur ýtt undir kulnun 

Eftir námskeiðið hafa þátttakendur:

  • Betri skilning á eigin varnarháttum

  • Betri skilning á varnarháttum annarra

  • Getu til að minnka álag af völdum meðvirkni

  • Aukið hæfni til að eiga í krefjandi samskiptum

  • Aukið hæfni til að koma í veg fyrir kulnunarástand 

Lengd: 2-3 klst.

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

  • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi og sérfræðingur í meðvirknifræðum Piu Mellody