Virðing á vinnustað

Hver er munurinn á því að sýna fólki virðingu og að gera það ekki? Hvaða áhrif gæti vanvirðandi framkoma haft á líðan starfsfólks? Hvaða afleiðingar getur vanvirðandi framkoma haft á upplifun viðskiptavina?

Virðing á vinnustað er hárbeitt og hressandi námskeið þar sem ljósinu er beint að óþægilegum þáttum eins og fordómum, baktali, meðvirkni, neikvæðri gagnrýni, minnimáttarkennd og öfund. Hugtakið virðing er skoðað frá ýmsum hliðum og kannað hvaða tengsl það hefur við fyrrgreinda bresti. Framsetningin er kraftmikil blanda af húmor og einlægri sjálfsskoðun sem hjálpar þátttakendum að leggja niður varnirnar og taka virkan þátt. 

Eftir fyrirlesturinn hafa þátttakendur öðlast dýpri sýn á atriði sem hafa veruleg áhrif á samskipti og líðan á vinnustað. Þeir vita hve mikilvægt það er að sýna sjálfum sér og öðrum virðingu auk þess að hafa öðlast betri skilning á framkomu annarra.  

Hér er á ferðinni dýnamískur fyrirlestur sem hristir upp í mannskapnum á jákvæðan hátt. 

 

 

 

Lengd: 1,5 klst.

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

  • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi