Viltu brenna út eða blómstra?

Hvaða afleiðingar hefur það að missa starfsfólk í veikindaleyfi í nokkra mánuði og jafnvel ár? Hvað ef um er að ræða lykilstarfsmenn og stjórnendur?

Útbrennsla (e. burnout) eða kulnun er mikið í umræðunni og ekki að ástæðulausu. Ástandið lýsir sér í algjöru þroti, bæði líkamlega og andlega. Algengt er að fólk þurfi margra mánaða og jafnvel áralanga uppbyggingu ef það fer í kulnunarástand. Nýlegar rannsóknir í Svíþjóð hafa leitt í ljós að þriðjungur starfsfólks, sem brunnið hefur út, er ekki kominn til starfa sjö árum síðar.

 

Stjórnendur fyrirtækja hafa mikið um það að segja hvort aukinn hraði og breytingar í nútímasamfélagi valdi álagi á starfsfólk, sem er umfram getu þess til að aðlagast ástandinu. Mikilvægt er að bjóða upp á fræðslu sem hefur forvarnargildi og getur haft úrslitaáhrif í að koma í veg fyrir ástand kulnunnar. 

Á námskeiðinu "Viltu brenna út eða blómstra?" er lögð áhersla á þrjá þætti sem mestu máli skipta þegar kulnun er annars vegar:

  • Hver er staðan einmitt núna?

  • Hvernig þekkjum við einkennin?

  • Hvað gerum við til þess að koma í veg fyrir kulnun?

Á námskeiðinu er farið vel yfir muninn á streitu og kulnun og hvaða þættir ýta undir kulnun, bæði í starfi og persónulegu lífi. Farið er yfir helstu einkenni kulnunar og 12 mismunandi stig hennar. Síðast, en ekki síst, er fræðsla um þær leiðir sem notaðar eru til þess að fyrirbyggja kulnunarástand og vinna sig frá því, ef einkenni eru þegar til staðar.

Námskeiðið er í senn fræðandi og hagnýtt. Það hefur sterkt forvarnargildi þar sem mikilvægast er að stjórnendur og starfsfólk hafi þekkingu sem nýtist til þess að bera ábyrgð á sinni heilsu.

 

Lengd: 2 klst.

Leiðbeinendur

Valdimar Þór Svavarsson Profectus

  • Valdimar Þór Svavarsson – MS-stjórnun og stefnumótun, BA-félagsráðgjöf, ICF-markþjálfi, NBI-þjálfi