Fyrirtæki

Hér er það sem við höfum að bjóða fyrir fyrirtæki

Heildræn stjórnendaþjálfun

Sérsniðið námskeið fyrir stjórnendur sem vilja stuðla markvisst að persónulegum og faglegum vexti hjá sér og sínu fólki. Megintilgangur námskeiðsins er að kenna stjórnendum markvissa lausnaleit og útkomumiðaða hugsun. Á námskeiðinu læra stjórnendur þá lykilþætti markþjálfunar sem nýtast þeim best í starfi.

 

Sjálfsmynd og ábyrgð lykilstarfsfólks

Það er eitt að hafa trú á sínu fólki – en annað hvort það hafi trú á sér!

Hvað gerist þegar starfsfólk er komið með skýra sýn á eigin kosti og styrkleika ásamt því að viðurkenna veikleika sína? Hvaða áhrif hefði það á vinnustaðinn ef umræðan væri komin á þann stað að hægt væri að ræða tæpitungulaust um það sem betur mætti fara í samskiptum? Hvað myndi breytast ef starfsfólk hefði tekið meðvitaða ákvörðun um að bera þá ábyrgð sem því er veitt og að helga sig starfi sínu?

 

Viltu brenna út eða blómstra?

Hvaða afleiðingar hefur það að missa starfsfólk í veikindaleyfi í nokkra mánuði og jafnvel ár? Hvað ef um er að ræða lykilstarfsmenn og stjórnendur?

Útbrennsla (e. burnout) eða kulnun er mikið í umræðunni og ekki að ástæðulausu. Ástandið lýsir sér í algjöru þroti, bæði líkamlega og andlega. Algengt er að fólk þurfi margra mánaða og jafnvel áralanga uppbyggingu ef það fer í kulnunarástand. Nýlegar rannsóknir í Svíþjóð hafa leitt í ljós að þriðjungur starfsfólks, sem brunnið hefur út, er ekki kominn til starfa sjö árum síðar. 

Persónuleg stefnumótun í starfi

„Skiptir í alvöru máli hversu hratt þú hleypur ef þú veist ekki í hvaða átt þú ert að fara!“ – Peter Drucker

Átt þú í erfiðleikum með að taka næstu skref? Ertu með svo margar hugmyndir að þú nærð ekki utan um þær allar? Er erfitt að velja á milli mismunandi leiða? Ertu með hugmyndir en kemur þeim ekki í skipulagt framkvæmdaferli? Eða upplifir þú kannski að vera ekki með ákveðna stefnu, engar hugmyndir?

360° Söluþjálfun - Allt frá opnun að eftirfylgni

360° Söluþjálfun - Allt frá opnun að eftirfylgni

Þetta hefur lengi verið eitt vinsælasta námskeiðið okkar. Það nýtist sölufólki á öllum sviðum, sama hvort um er að ræða B2C sölu eða B2B sölu á alþjóðavettvangi.

Námskeiðið ýtir undir eina mikilvægustu viðhorfsbreytingu sem sölumaður getur tileinkað sér, það er þegar hann hættir að selja og einbeitir sér frekar og meira að því að hjálpa viðskiptavininum að kaupa sínar vörur. Dýrmætasta þekking sölumannsins liggur í sjálfsþekkingu hans. Til að efla innsæi og styrkja tenglsmyndun þarf sölumaðurinn fyrst að læra að þekkja sjálfan sig og átta sig á því að skoðanir hans og viðhorf eiga hvorki að vera ráðandi eða leiðandi í samskiptum við viðskiptavini því listin að selja gengur mestmegnis út á að aðstoða fólk við að kaupa þínar vörur.

Heildstæð leiðtogaþjálfun - Forystufærni framtíðar

Heildræn leiðtogaþjálfun - Forystufærni framtíðar

Sannur leiðtogi býr yfir færni til að skapa fleiri leiðtoga.

Markvisst og áhrifaríkt námskeið fyrir alla stjórnendur sem vilja styrkja stöðu sína í starfi og læra að stuðla markvisst að persónulegum og faglegum vexti, fyrst hjá sér og að námskeiði loknu hjá sínu starfsfólki. Megintilgangur námskeiðsins er að kenna stjórnendum þá færni sem skilur á milli stjórnenda og leiðtoga með ríkari áherslu á hver hann er og minni áherslu á hvað hann gerir. Með það að leiðarljósi læra þátttakendur einnig að tileinka sér þá lykilþætti markþjálfunar sem nýtast þeim í starfi til að kalla fram það besta í öðrum.

Þjónusta - langt fram úr væntingum

Framúrskarandi þjónusta - það er erfitt að keppa við hana!

Hvaða áhrif hefur það á þig þegar þú upplifir þjónustu, sem fer fram úr þínum væntingum? Hvaða tilfinningar vakna innra með þér, þegar þú finnur að þarfir þínar sem viðskiptavinur eru settar í algjöran forgang? Hefur það áhrif á það hvort þú haldir áfram í viðskiptum eða jafnvel aukir þau? Eru meiri líkur á að þú myndir mæla með viðkomandi fyrirtæki? Hverju myndi það breyta fyrir þitt fyrirtæki, ef viðskiptavinir upplifðu það sama?

Sérsniðin námskeið

Við vitum hve mikils virði það er að aðlaga námskeiðin því umhverfi sem er til staðar, því ekki eru öll umhverfi eins. Mismunandi virðiskeðjur og ólíkar þarfir kalla eftir mismunandi áherslum og samsetningu þjálfunar. Hvert tilfelli er einstakt og staðlaðar lausnir eða námskeið henta því ekki alltaf. Upphafspunkturinn og efnistökin eiga að ráðast af fyrirliggjandi þörfum og væntingum.

 

Orku- og Tímastjórnun - Fyrir þá sem þrá jafnvægi og hugarró!

Orku- og Tímastjórnun - Fyrir þá sem þrá jafnvægi og hugarró!

  • Næsta námskeið verður haldið í febrúar 2023.
  • Opnað verður fyrir skráningar í byrjun nóvember
Það er hægt að ná og halda yfirsýn og hafa líka tíma fyrir lífið sjálft!

Í nútímasamfélagi er hraðinn orðinn það mikill að oft er erfitt er að ná og halda yfirsýn yfir öll þau verk sem fyrir liggja. GTD nútímastjórnunarkerfið er heildstætt kerfi sem auðvelt er að tileinka sér. Viltu öðlast meiri hugarró og segja streitunni stríð á hendur? Þá er þetta námskeið fyrir þig.

Umsjón starfsdaga og hópefli

Við hjá Profectus fyrirtækjaþjónustu hjálpum fyrirtækjum með undirbúning og framkvæmd starfsdaga. Eins og með alla starfsmannaþjálfun sem við bjóðum, eru starfsdagarnir að sjálfsögðu sniðnir að þörfum ykkar og væntingum.

Breytingastjórnun

Við hjá Profectus búum yfir víðtækri reynslu í að styðja við fyrirtæki og teymi í að ná og viðhalda árangri. Við getum komið inn á öllum stigum breytingastjórnunar, allt frá undirbúningi til innleiðingar og viðhalds.

Sérstaða okkar og kjarnafærni liggur í því að teymisþjálfarar okkar eru allir vottaðir markþjálfar, allir með yfirgripsmikla reynslu í að hjálpa einstaklingum og teymum að ná markmiðum sínum og takast á við breytingar.

Virðing á vinnustað

Hver er munurinn á því að sýna fólki virðingu og að gera það ekki? Hvaða áhrif gæti vanvirðandi framkoma haft á líðan starfsfólks? Hvaða afleiðingar getur vanvirðandi framkoma haft á upplifun viðskiptavina?

Meðvirkni á vinnustað

Meðvirkni er hugtak sem margir tengja við aðstandendur þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða. Hugtakið er mikið notað og jafnvel mætti segja að það væri ofnotað. Nýjustu fræði á sviði meðvirkni varpa betur ljósi á hvað nákvæmlega meðvirkni er, í hverju orsakir hennar liggja og með hvaða hætti hún tengist framkomu okkar og hegðun. Þegar meðvirkni er til staðar eru samskipti og líðan einstaklinga í töluverðu ójafnvægi. Einkenni meðvirkninnar eru til þess gerð að ýta undir slæm samskipti og auka álag sem með tímanum getur haft veruleg áhrif á streitu og jafnvel leitt til kulnunar (e. burnout). 

Teymisþjálfun

Hvaða stjórnandi vill ekki sjá teymið sitt blómstra og afkasta af eldmóð?

360° Hugsun í framkvæmd

360° Hugsun í framkvæmd - sjálfsþekking, samskiptafærni og umburðarlyndi

Hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, stjórnum fólki, seljum og veitum þjónustu veltur á því hvernig við hugsum. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin – og enn aðrir á heildarmyndina.