360° Hugsun í framkvæmd

360° Hugsun í framkvæmd
- aukin sjálfsþekking, samskiptafærni og umburðarlyndi

  • Næsta námskeið verður haldið í febrúar 2023.
  • Opnað verður fyrir skráningar í byrjun nóvember

Hvernig við bregðumst við, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, stjórnum fólki, seljum og veitum þjónustu veltur á því hvernig við hugsum. Sumir leggja áherslu á staðreyndir, aðrir leita eftir tengslum. Sumir horfa á smáatriðin – og enn aðrir á heildarmyndina.

Á námskeiðinu er notast við NBI-litakerfið til að útskýra með einföldum hætti fjórar grunnhughneigðir einstaklinga, styrk- og veikleika hverrar hneigðar og hvernig hægt er að taka tillit til annarra í stað þess að láta þá fara í taugarnar á sér.

Einkenni heildarhugsunar í stuttu máli:

  • L1 (blár) er rökvís, greinandi og hugsar um niðurstöður, tekur ákvarðanir sem byggjast á staðreyndum og beinast að líðandi stund; hann lætur ekki stjórnast af tilfinningum og vill að hlutirnir séu gerðir á hans hátt. Þetta er fólkið í fyrirtækinu sem kemur með allar niðurstöður/upplýsingarnar sem eru nauðsynlegar til að styðja við hugmyndir annarra.
  • L2 (grænn) vill að hlutirnir séu mjög ítarlegir, skipulagðir og traustir. Þetta eru jarðbundnar manneskjur sem tala skýrt og með ótvíræðu orðalagi. L2 trúir á hagnýtar spurningar og vandvirknislega áætlanagerð; hann forðast áhættu og er góður í að útfæra hugmyndir. Þetta er fólkið sem skarar fram úr í þróun áætlana og fyrirtækjakerfa sem eru nauðsynleg til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
  • R1 (gulur) fylgir innsæi sínu og er ævintýragjarn. Hann tekur áhættu og leiðist smáatriði og tölfræði; vill gjarnan skemmta sér og er fljótur að missa áhugann. R1 er ráðsnjall og dregur upp heildarmyndina; í fyrirtækinu eru þeir uppspretta framtíðarmiðaðra, herkænskulegra hugmynda sem leiða félagið að jaðri hins mögulega og jafnvel lengra.
  • R2 (rauður) er samvinnufús, teymismiðaður einstaklingur sem hefur þroskuð gildiskerfi, er tillitssamur, næmur í nálgun sinni og er hópsál. R2 er snjallir í samskiptum, skapar skilning og sátt og miðlar hugmyndum, staðreyndum og áætlunum á réttan hátt til að fá stuðning og framkallar eldmóð.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að beita 360° hugsun í leik og starfi. Þeir læra á sínar eigin hughneigðir og hvernig þær hafa áhrif í öllum samskiptum, ákvarðanatöku, úrlausn vandamála og með hvaða hætti þessi þekking nýtist í starfi.

Eftir námskeiðið þekkja þátttakendur 360° hugsun og hvernig hún nýtist í öllum samskiptum. Þeir hafa styrkt hæfileika sína í starfi, hvort sem um er að ræða sölu eða þjónustu og hafa öðlast eiginleika til að bera kennsl á vísbendingar um hugsnið annarra. 

Verð: 39.000 kr.
Lengd: 3,5 klst.

Innifalið í námskeiði

  • NBI-huggreining (á íslensku) að verðmæti 19.800,-

  • Þitt persónulega hugsnið (8 bls. skýrsla)

  • Námsefni og verkefni

  • Aðgangur að Tankinum (stafræna kennslukerfi Profectus), þar sem finna má mikið af kennsumyndböndum og öðrum fróðleik sem tengist efnistökum námskeiðsins

Leiðbeinendur

 

Ingvar Jónsson Profectus

  • Ingvar Jónsson – Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader“ (2015), „Coaching – Bringing out the best“ (2016), „Sigraðu sjálfan þig!“ (2018) og „Hver ertu og hvað viltu?" (2020)
  • Var valinn einn af 101 áhrifamestu markþjálfum í heimi á World Coaching Congress í febrúar 2020.