AFREKSÞJÁLFUN - fyrir íþróttaþjálfara

Viltu verða AFREKSÞJÁLFARI?

Allt frá því að metsölubókin „The Inner Game of Tennis“ kom fyrst út árið 1974 hefur það legið ljóst fyrir að raunverulegur og viðvarandi árangur kemur innan frá.

Það sem skilur meðalleikmann frá leikmanni sem nær afburðarárangri er sjaldnast líkamlegur styrkur hans heldur huglægur styrkur, sjálfsvitund og þrautseigja. Hvernig stendur á því að margir þjálfarar virðast enn trúa því að meiri árangur gangi út á að gera meira af því sama – ár eftir ár – í besta falli oftar eða hraðar. Námskeiðið AFREKSÞJÁLFUN byggir að mestu á hugmyndafræði markþjálfunar þar sem megináhersla er lögð á markvissa vinnu í „hinum innri hugarheim“ bæði leikmanna og þjálfara.

Efnistök og yfirferð í stuttu máli:

Dagur 1

HVENÆR NÝTIST MARKÞJÁLFUN VIÐ ÞJÁLFUN OG HVENÆR NÝTIST HÚN ALLS EKKI?

Eftir daginn hafa þjálfarar kynnst stóru myndinni og fengið að kynnast hugmyndafræði markþjálfunar og kraftinum sem býr innra með pkkur öllum.

Dagur 2

AF HVERJU Á AÐ SKILJA ÁBYRGÐ Á ÁRANGRI EFTIR HJÁ ÍÞRÓTTAMANNINUM SJÁLFUM?

Eftir daginn hafa þjálfarar kynnst þeim lykilatriðum hugrænnar þjálfunar sem nýtist þeim best ásamt 360° nálgun á viðhorf og vanahegðun.

Dagur 3

HVERNIG GETUR DJÚP HLUSTUN, EINLÆG ENDURGJÖF OG KRAFTMIKLAR SPURNINGAR AUKIÐ ÁRANGUR?

Eftir daginn hafa þjálfarar lært undirstöðu samhverfra samræðna og hvernig þeir geta með áhrifaríkum og kraftmiklum spurningum kynt undir ástríðu leikmanna/iðkenda innan frá.

Dagur 4

AF HVERJU VIRKA HEFÐBUNDNAR LEIÐIR OG MARKMIÐ EKKI LENGUR TIL AÐ NÁ ÁRANGRI?

Þjálfarar öðlast mun dýpri skilning á mikilvægi persónu- og aðgerðamiðaðrar útkomu og hafa einnig lært fleiri, skemmtilegri, meira skapandi og skilvirkari leiðir við markmiðasetningu.

Sjö Lykilþættir AFREKSÞJÁLFUNAR:

  1. Sjálfsvitund - hvernig hægt er að virkja enn betur áhugahvöt og ástríðu allra viðeigandi fyrir íþróttinni?
  2. Tilgangsdrifin nálgun - hvernig hægt er að kalla fram meiri verkvilja og þrautseigju við undirbúning og æfingar?
  3. Styrkleikamiðuð þjálfun - hvernig hægt er að vinna enn betur með huglæga og hlutlæga styrkleika hvers og eins?
  4. Tilfinningagreind - hvernig hægt er að ná sameiginlegum árangri í skjóli skilyrðislausrar virðingar fyrir íþróttinni, liðsfélögum, þjálfaranum og félaginu?
  5. Sjálfsþekkingargreind - hvernig hægt er að viðhalda, byggja undir og styrkja enn frekar sjálfstraust og sjálfsvirðingu leikmannsinns?
  6. 360° hugsun – hver er raunverulegur árangur þess að greina og skoða stóru verkefnin frá fjórum hliðum áður en lokaákvörðun er tekin?
  7. Myndræn og merkileg markmið – hvernig er hægt að gera markmiðasetningu skemmtilega, skapandi og skilvirka þannig að hún öðlist raunverulega merkingu fyrir leikmanninn og liðið og lifi lengur en leiðina sem það tekur að keyra heim.

Þau atriði sem námskeiðið nær ekki til en mikilvægt er að séu í lagi þannig að þau standi ekki í vegi fyrir því að raunverulegur árangur náist eru:

  • að hin ytri skilyrði þjálfunar, aðstaða og umgjörð við æfingar séu viðunandi.
  • að þjálfarar, leikmenn og aðrir áhrifavaldar hafi að mestu sameiginlega sýn á hver stefnan er.
  • að valdabarátta og pólitík innan félagsins standi ekki í vegi fyrir sameiginlegum árangri eins og hann er skilgreindur hverju sinni.
Verð: 84.900 kr.
Lengd: 24 klst.

Innifalið í námskeiði

  • bókin Hver ertu og hvað viltu? (að verðmæti 4.290,-).
  • NBI-huggreining (að verðmæti 19.600,-).
  • Styrkleikaspjöld (að verðmæti 2.490,-).
  • Gildaspjöld (að verðmæti 2.490,-).
  • Tilfinningaspjöld (að verðmæti 2.490,-).
  • 99 kraftmiklar spurningar á spjöldum (að verðmæti 2.490,-).
  • Aðgangur að „Online“-kennslukerfi Profectus í 3 mánuði (að verðmæti 6.600,-).
  • Hádegisverður alla dagana.
  • Kaffi, te og meðlæti.

Leiðbeinendur

Ingvar Jónsson - PCC markþjálfi

  • Ingvar Jónsson - Alþjóða markaðsfræðingur, MBA, PCC-markþjálfi og NBI-Master trainer
  • Höfundur bókanna „The Whole Brain Leader (2015)“, „Coaching - Bringing out the best (2016)“, „Sigraðu sjálfan þig! (2018)“ og „Hver ertu og hvað viltu? (2020)“
  • Ingvar var valinn einn af 101 áhrifaríkustu markþjáfum í heimi í febrúar 2020.